Bjarni Guðnason er látinn Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2023 08:06 Bjarni Guðnason sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Alþingi Bjarni Guðnason, fyrrverandi alþingmaður og prófessor, er látinn. Hann lést síðastliðinn föstudag, 95 ára að aldri. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Bjarni sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna á árunum 1971 til 1974. Hann var landskjörinn þingmaður Reykvíkinga. Á vef Alþingis segir að Bjarni hafi verið fæddur í Reykjavík 3. september 1928, sonur Guðna Jónssonar prófessos og Jónínu Margrétar Pálsdóttur húsmóður. Fram kemur að hann hafi lokið stúdentsprófi frá MR árið 1948 og stundað nám í ensku við Háskólann í Lundúnum á árunum 1948 til 1949. Þá hafi hann lokið meistarapróf í íslenskum fræðum árið 1956 og doktorsprófi árið 1963. Á árunum 1963 til 1998 gegndi hann stöðu prófessor í íslenskri bókmenntasögu við Háskóla Íslands og var meðal annars fyrsti formaður Félags háskólakennara, 1969 til 1970. Bjarni ritaði bækur og greinar um íslenskar fornbókmenntir og samið skáldsögu, en doktorsrit hans var um Skjöldungasögu. Þá gaf hann út Danakonunga sögur með rækilegum formála á vegum Hins íslenska fornritafélags. Bjarni varð landskjörinn alþingismaður Reykvíkinga árið 1971 og sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna , síðar utan flokka, til ársins 1974. Var hann 2. varaforseti neðri deildar þingsins á þeim árum. Síðar átti hann eftir að gegna varaþingmennsku fyrir Alþýðuflokkinn. Í grein Morgunblaðsins segir ennfremur frá því að Bjarni hafi verið mikill íþróttamaður á sínum yngri árum og leikið allan sinn feril með Víkingi. Hann lék fjóra landsleiki í fótbolta á árunum 1951 til 1954 og sömuleiðis nokkra landsleiki í handbolta. Þá var hann íslenska landsliðinu sem vann Svía á Melavellinum í Reykjavík 29. júní 1951, 4-3. Bjarni gekk að eiga Önnu Guðrúnu Tryggvadóttur árið 1955 og eignuðust þau fjögur börn, þau Tryggva, Gerði, Auði og Unni. Anna Guðrún lést árið 2020. Andlát Alþingi Víkingur Reykjavík Reykjavík Háskólar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun, en Bjarni sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna á árunum 1971 til 1974. Hann var landskjörinn þingmaður Reykvíkinga. Á vef Alþingis segir að Bjarni hafi verið fæddur í Reykjavík 3. september 1928, sonur Guðna Jónssonar prófessos og Jónínu Margrétar Pálsdóttur húsmóður. Fram kemur að hann hafi lokið stúdentsprófi frá MR árið 1948 og stundað nám í ensku við Háskólann í Lundúnum á árunum 1948 til 1949. Þá hafi hann lokið meistarapróf í íslenskum fræðum árið 1956 og doktorsprófi árið 1963. Á árunum 1963 til 1998 gegndi hann stöðu prófessor í íslenskri bókmenntasögu við Háskóla Íslands og var meðal annars fyrsti formaður Félags háskólakennara, 1969 til 1970. Bjarni ritaði bækur og greinar um íslenskar fornbókmenntir og samið skáldsögu, en doktorsrit hans var um Skjöldungasögu. Þá gaf hann út Danakonunga sögur með rækilegum formála á vegum Hins íslenska fornritafélags. Bjarni varð landskjörinn alþingismaður Reykvíkinga árið 1971 og sat á þingi fyrir Samtök frjálslyndra og vinstrimanna , síðar utan flokka, til ársins 1974. Var hann 2. varaforseti neðri deildar þingsins á þeim árum. Síðar átti hann eftir að gegna varaþingmennsku fyrir Alþýðuflokkinn. Í grein Morgunblaðsins segir ennfremur frá því að Bjarni hafi verið mikill íþróttamaður á sínum yngri árum og leikið allan sinn feril með Víkingi. Hann lék fjóra landsleiki í fótbolta á árunum 1951 til 1954 og sömuleiðis nokkra landsleiki í handbolta. Þá var hann íslenska landsliðinu sem vann Svía á Melavellinum í Reykjavík 29. júní 1951, 4-3. Bjarni gekk að eiga Önnu Guðrúnu Tryggvadóttur árið 1955 og eignuðust þau fjögur börn, þau Tryggva, Gerði, Auði og Unni. Anna Guðrún lést árið 2020.
Andlát Alþingi Víkingur Reykjavík Reykjavík Háskólar Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira