Neville gagnrýnir kaupin á Antony og kennir Glazerunum um þau Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2023 12:31 Antony hefur ekki fundið fjölina sína hjá Manchester United. getty/Robbie Jay Barratt Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, gagnrýnir kaup félagsins á brasilíska kantmanninum Antony. Hann kennir hins vegar eigendum United um þau en ekki knattspyrnustjóranum og segir að þau hafi verið gerð í óðagoti. United keypti Antony frá Ajax í fyrra fyrir rúmlega 82 milljónir punda. Hann er næstdýrasti leikmaður í sögu félagsins. Brassinn hefur ekki gert mikið til að réttlæta verðmiðann en hann hefur aðeins skorað átta mörk í 53 leikjum fyrir United og ekki átt fast sæti í byrjunarliði Rauðu djöflanna. Phil McNulty, blaðamaður BBC, gagnrýndi kaupin á Antony og sagði að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, væri ábyrgur fyrir þeim en ekki eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan umdeilda. Antony lék undir stjórn Ten Hags hjá Ajax. Neville var ekki sammála McNulty, tók til máls á Twitter og kenndi Glazerunum um kaupin á Antony. „Ég skil hvað þú ert að segja en ef krakkarnir biðja endalaust um eitthvað og foreldrarnir halda áfram að borga hverjum kennirðu um?“ skrifaði Neville. „Setjum þetta í samhengi. Við töpuðum fyrir Brighton og Brentford og félagið var í óðagotsástandi eins og venjulega og sagði já við kaupunum á Casemiro og Antony. Algjöra óðagotið og skortur á leiðtogahæfni er allt Glazerunum að kenna! Þeir hafa gert þetta í áratug.“ Antony kom inn á sem varamaður undir lok leiks United og Manchester City um helgina og gerði ekkert annað en sparka í Belgann Jérémy Doku. Neville sagði að Antony hefði verið stálheppinn að sleppa við rautt spjald. United er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir tíu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Fulham á Craven Cottage á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
United keypti Antony frá Ajax í fyrra fyrir rúmlega 82 milljónir punda. Hann er næstdýrasti leikmaður í sögu félagsins. Brassinn hefur ekki gert mikið til að réttlæta verðmiðann en hann hefur aðeins skorað átta mörk í 53 leikjum fyrir United og ekki átt fast sæti í byrjunarliði Rauðu djöflanna. Phil McNulty, blaðamaður BBC, gagnrýndi kaupin á Antony og sagði að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, væri ábyrgur fyrir þeim en ekki eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan umdeilda. Antony lék undir stjórn Ten Hags hjá Ajax. Neville var ekki sammála McNulty, tók til máls á Twitter og kenndi Glazerunum um kaupin á Antony. „Ég skil hvað þú ert að segja en ef krakkarnir biðja endalaust um eitthvað og foreldrarnir halda áfram að borga hverjum kennirðu um?“ skrifaði Neville. „Setjum þetta í samhengi. Við töpuðum fyrir Brighton og Brentford og félagið var í óðagotsástandi eins og venjulega og sagði já við kaupunum á Casemiro og Antony. Algjöra óðagotið og skortur á leiðtogahæfni er allt Glazerunum að kenna! Þeir hafa gert þetta í áratug.“ Antony kom inn á sem varamaður undir lok leiks United og Manchester City um helgina og gerði ekkert annað en sparka í Belgann Jérémy Doku. Neville sagði að Antony hefði verið stálheppinn að sleppa við rautt spjald. United er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir tíu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Fulham á Craven Cottage á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira