Spilaði í þriðju deild fyrir tveimur árum en er núna þriðja besta fótboltakona heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2023 16:30 Salma Paralluelo smellir kossi á heimsmeistarabikarinn. getty/Marc Atkins Uppgangur spænsku fótboltakonunnar Sölmu Paralluelo undanfarin ár hefur verið með ólíkindum. Paralluelo var í 3. sæti í kjörinu á Gullboltanum sem er veittur besta leikmanni heims. Samherji Paralluelos í Barcelona og spænska landsliðinu, Aitana Bonmatí, fékk Gullboltann sem var veittur við hátíðlega athöfn í gær. Fyrir tveimur árum spilaði Paralluelo með Villarreal í spænsku C-deildinni. Þá var eflaust erfitt að sjá fyrir að hún yrði ein af bestu fótboltakonum heims í dag. Reyndar var ekki ljóst hvort Paralluelo yrði fótboltakona eða myndi leggja frjálsar íþróttir fyrir sig. Hún var nefnilega stórefnilegur spretthlaupari og keppti meðal annars á EM innanhúss 2019, næstyngst allra í sögu mótsins. En fótboltinn varð fyrir valinu hjá Paralluelo sem gekk í raðir Barcelona í fyrra og varð spænskur meistari og Evrópumeistari með liðinu á síðasta tímabili. Ekki nóg með það heldur átti hún stóran þátt í því að Spánverjar urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn í sumar. Paralluelo skoraði meðal annars markið sem tryggði Spáni sæti í úrslitaleik HM. Hún var svo valin besti ungi leikmaður HM. 2021: Salma Paralluelo played for Villareal CF in the third-tier Spanish women s football league.2023: Salma Paralluelo ends 3rd in the Ballon d Or ranking.The future is bright for the Spain and Barcelona 19-year-old star. pic.twitter.com/TgZKjBY07Y— Attacking Third (@AttackingThird) October 30, 2023 Paralluelo er aðeins nítján ára og framtíðin virðist óhemju björt hjá þessari frábæru fótboltakonu. Hún hefur skorað átta mörk í fjórtán landsleikjum en mörkin og leikirnir fyrir landsliðið eiga væntanlega eftir að verða miklu fleiri. Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira
Paralluelo var í 3. sæti í kjörinu á Gullboltanum sem er veittur besta leikmanni heims. Samherji Paralluelos í Barcelona og spænska landsliðinu, Aitana Bonmatí, fékk Gullboltann sem var veittur við hátíðlega athöfn í gær. Fyrir tveimur árum spilaði Paralluelo með Villarreal í spænsku C-deildinni. Þá var eflaust erfitt að sjá fyrir að hún yrði ein af bestu fótboltakonum heims í dag. Reyndar var ekki ljóst hvort Paralluelo yrði fótboltakona eða myndi leggja frjálsar íþróttir fyrir sig. Hún var nefnilega stórefnilegur spretthlaupari og keppti meðal annars á EM innanhúss 2019, næstyngst allra í sögu mótsins. En fótboltinn varð fyrir valinu hjá Paralluelo sem gekk í raðir Barcelona í fyrra og varð spænskur meistari og Evrópumeistari með liðinu á síðasta tímabili. Ekki nóg með það heldur átti hún stóran þátt í því að Spánverjar urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn í sumar. Paralluelo skoraði meðal annars markið sem tryggði Spáni sæti í úrslitaleik HM. Hún var svo valin besti ungi leikmaður HM. 2021: Salma Paralluelo played for Villareal CF in the third-tier Spanish women s football league.2023: Salma Paralluelo ends 3rd in the Ballon d Or ranking.The future is bright for the Spain and Barcelona 19-year-old star. pic.twitter.com/TgZKjBY07Y— Attacking Third (@AttackingThird) October 30, 2023 Paralluelo er aðeins nítján ára og framtíðin virðist óhemju björt hjá þessari frábæru fótboltakonu. Hún hefur skorað átta mörk í fjórtán landsleikjum en mörkin og leikirnir fyrir landsliðið eiga væntanlega eftir að verða miklu fleiri.
Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Sjá meira