Enya og Garbó fá grænt ljós en ekki Laurasif Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2023 15:54 Írska söngkonan Enya á tónleikum í Berlín árið 2016. Mögulega að taka lagið Orinoco Flow (Sail Away). EPA Mannanafnanefnd birti í dag nýja úrskurði sína þar sem nefnin leggur blessun sína yfir eiginnöfn á borð við Enya, Garbó og Harley. Þó er beiðni um eiginnafnið Laurasif hafnað. Nefndin kom saman til fundar í gær þar sem samþykktar voru beiðnir um karlkynseiginnafnið Vilfreð og kvenkynseiginnöfnin Enya, Márey, Garbó og Harley. Voru nöfnin öll færð í mannanafnaskrá. Þó var beiðni um eiginnafnið Laurasif hafnað þar sem það var ekki talið vera í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og uppfylli þar af leiðandi ekki ákvæði laga um mannanöfn. Nefndin samþykkti jafnframt millinafnið Árheim. Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Laurasif ekki í samræmi við almennar ritreglur Varðandi nafnið Laurasif segir í úrskurði nefndarinnar að ef litið sé á nafnið sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Laura og Sif þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú. „Sem samsett nafn fer Laurasif (kvk.) gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess er nafnið Laura, í aukaföllum Lauru. Ekki er hefð fyrir því í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Laurasif (í eignarfalli Laurusifjar) brýtur þannig í bág við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Laurasifjar). Sá möguleiki bryti einnig í bág við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar er notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Það getur ekki heldur talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls að rita tvö sjálfstæð eiginnöfn á borð við Laura og Sif sem eitt orð,“ segir í úrskurðinum. Nefndin vísaði ennfremur til fyrri úrskurða þar sem beiðnum um eiginnöfnin Annalinda, Liljarós, Jónheiðar, Hannadís, Sveinnóli, Olgalilja, Ingadóra, Hannalísa, Sigríðurjóna, Ólasteina og Annamaría hafði verið hafnað. Mannanöfn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. 3. október 2023 13:16 Vaknaði í morgun sem Lára Zulima Ómarsdóttir Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar. 3. október 2023 12:27 Má ekki heita Annamaría Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri. 30. ágúst 2023 13:15 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Nefndin kom saman til fundar í gær þar sem samþykktar voru beiðnir um karlkynseiginnafnið Vilfreð og kvenkynseiginnöfnin Enya, Márey, Garbó og Harley. Voru nöfnin öll færð í mannanafnaskrá. Þó var beiðni um eiginnafnið Laurasif hafnað þar sem það var ekki talið vera í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og uppfylli þar af leiðandi ekki ákvæði laga um mannanöfn. Nefndin samþykkti jafnframt millinafnið Árheim. Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði 5. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Laurasif ekki í samræmi við almennar ritreglur Varðandi nafnið Laurasif segir í úrskurði nefndarinnar að ef litið sé á nafnið sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Laura og Sif þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú. „Sem samsett nafn fer Laurasif (kvk.) gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess er nafnið Laura, í aukaföllum Lauru. Ekki er hefð fyrir því í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Laurasif (í eignarfalli Laurusifjar) brýtur þannig í bág við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Laurasifjar). Sá möguleiki bryti einnig í bág við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar er notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Það getur ekki heldur talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls að rita tvö sjálfstæð eiginnöfn á borð við Laura og Sif sem eitt orð,“ segir í úrskurðinum. Nefndin vísaði ennfremur til fyrri úrskurða þar sem beiðnum um eiginnöfnin Annalinda, Liljarós, Jónheiðar, Hannadís, Sveinnóli, Olgalilja, Ingadóra, Hannalísa, Sigríðurjóna, Ólasteina og Annamaría hafði verið hafnað.
Mannanöfn Börn og uppeldi Tengdar fréttir Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. 3. október 2023 13:16 Vaknaði í morgun sem Lára Zulima Ómarsdóttir Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar. 3. október 2023 12:27 Má ekki heita Annamaría Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri. 30. ágúst 2023 13:15 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. 3. október 2023 13:16
Vaknaði í morgun sem Lára Zulima Ómarsdóttir Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar. 3. október 2023 12:27
Má ekki heita Annamaría Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri. 30. ágúst 2023 13:15