Saga vann langþráðan sigur í botnbaráttunni Snorri Már Vagnsson skrifar 31. október 2023 22:16 Leikmenn Sögu höfðu betur gegn Blikum í botnslagi dagsins. Breiðablik og Saga mættust í Ljósleiðaradeildinni í kvöld og fór leikur þeirra fram á Ancient þar sem Blikar hófu leikinn í vörn. Saga vann langþráðan sigur og getur farið að hugsa sér að slíta sig frá botnbaráttunni. Blikar fengu draumabyrjun gegn hraðri sókn Sögu en leikmenn Breiðabliks sigruðu fyrstu þrjár lotur leiksins. Leikurinn snéri þó flótt í höndum þeirra þegar Saga tóku fimm lotur í röð, staðan þá 3-5. Breiðablik missti þó ekki móðinn strax, þrát fyrir að Saga hafi haft nokkra yfirburði í fyrri hálfleik. Blikar tóku sér leikhlé í stöðunni 4-9 eftir að sigra aðeins eina af síðustu 10 lotum. Blikar náðu að sigra eina lotu til viðbótar og þurftu að búa sig undir erfiðan seinni hálfleik. Staðan í hálfleik: 5-10 Leikmenn Breiðabliks hófu seinni hálfleik eins og þann fyrri og sigruðu fyrstu tvær lotur seinni hálfleiks. Saga náðu þó nærri að koma sér á úrslitastig með að sigra fjórar lotur í röð, staðan þá 7-14. Breiðablik klóraði í bakkann og komst í stöðuna 13-15 en þá fann Saga loks sigurlotu sína og lagði Breiðablik þar með að velli. Lokatölur: 13-16 Saga kemur hausnum sínum þá upp úr botnbaráttunni og eru með 6 stig í sjöunda sæti deildarinnar. Blikar eru enn í níunda sæti eftir erfitt gengi með 4 stig. Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn
Blikar fengu draumabyrjun gegn hraðri sókn Sögu en leikmenn Breiðabliks sigruðu fyrstu þrjár lotur leiksins. Leikurinn snéri þó flótt í höndum þeirra þegar Saga tóku fimm lotur í röð, staðan þá 3-5. Breiðablik missti þó ekki móðinn strax, þrát fyrir að Saga hafi haft nokkra yfirburði í fyrri hálfleik. Blikar tóku sér leikhlé í stöðunni 4-9 eftir að sigra aðeins eina af síðustu 10 lotum. Blikar náðu að sigra eina lotu til viðbótar og þurftu að búa sig undir erfiðan seinni hálfleik. Staðan í hálfleik: 5-10 Leikmenn Breiðabliks hófu seinni hálfleik eins og þann fyrri og sigruðu fyrstu tvær lotur seinni hálfleiks. Saga náðu þó nærri að koma sér á úrslitastig með að sigra fjórar lotur í röð, staðan þá 7-14. Breiðablik klóraði í bakkann og komst í stöðuna 13-15 en þá fann Saga loks sigurlotu sína og lagði Breiðablik þar með að velli. Lokatölur: 13-16 Saga kemur hausnum sínum þá upp úr botnbaráttunni og eru með 6 stig í sjöunda sæti deildarinnar. Blikar eru enn í níunda sæti eftir erfitt gengi með 4 stig.
Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti