Þórdís Kolbrún þarf að útskýra laun 200 forstöðumanna ríkisins Jakob Bjarnar skrifar 2. nóvember 2023 12:03 Elfa Ýr, forstöðumaður Fjölmiðlanefndar, hafði sigur í héraðsdómi. Hún á rétt á rökstuðningi fyrir því hvernig kjör hennar eru ákvörðuð og skriflegum gögnum þar að lútandi. vísir/vilhelm Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, vann mál gegn ríkinu; Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð fjármála- og efnahagsráðherra þarf að útskýra skriflega hvernig launakjör Elfu Ýrar og annarra forstöðumanna eru ákvörðuð. Björn Jóhannesson varði ríkið í málinu, Kristín Edwald flutti málið fyrir Elfu Ýr en Helgi Sigurðsson kvað upp dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er í stuttu máli á þá leið að Elfa Ýr hafði sigur. „Ég held að ástæða sé til að óska öllum forstöðumönnum ríkisins til hamingju,“ segir Elfa Ýr í samtali við fréttastofu. Um prófmál var að ræða og fellur því málskostnaður á ríkið. Elfa Ýr gerði jafnframt kröfu um miskabætur sem nemur einni og hálfri milljón auk dráttarvaxta en þeirri kröfu var hafnað. Tæplega 200 forstöðumenn sem nú geta krafist gagna Elfa Ýr vildi að viðurkenndur yrði réttur hennar til rökstuðnings fjármála- og efnahagsráðherra fyrir ákvörðun ráðherra um starfskjör hennar sem birt voru 4. september 2019. Jafnframt krafðist hún aðgangs að skriflegum gögnum sem snúa að ákvörðuninni. Elfa Ýr er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem starfar samkvæmt lögum um fjölmiðla. Og sem slík annast hún eftirlit með lögum um fjölmiðla. Hún er þannig forstöðumaður í skilningi laga. Þórdís Kolbrún þarf að bretta upp ermar því um 200 forstöðumenn ríkisstofnana gætu verið á leiðinni með erindi sem snýr að fyrirspurn um hvernig kjör þeirra eru ákvörðuð.vísir/vilhelm Helgi dómari kvað upp þann úrskurð að réttur Elfu Ýrar til rökstuðnings væri gildur og jafnframt aðgangur hennar til aðgangs að skriflegum gögnum er ákvörðunina varðar. Elfa Ýr segir að þó hún hafi tekið þetta á sig þá varði þetta alla forstöðumenn ríkisins, sem eru tæplega 200 að tölu. Málið hefur verið að velkjast í kerfinu í nokkurn tíma núna eða frá 2019. Annasamir tímar fyrirsjáanlegir í fjármálaráðuneytinu Elfa Ýr segir að forstöðumenn geti ekki farið í verkfall, þeir geti ekki samið um sín laun og kjör og tekin hefur verið einhliða ákvörðun um það, í nýja kerfinu, um hver starfskjörin eru. „Forstöðumenn hafa verið að berjast fyrir því að þeir fái þá einhvers konar rökstuðning um hvernig þetta er ákvarðað. Þetta er stjórnvaldsákvörðun að ákvarða laun og að allir forstöðumenn ríkisins fái rökstuðning fyrir því á hverju launaákvörðun byggir á,“ segir Elfa Ýr. Fyrsta skrefið núna er að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað, ráðuneytið hefur fjórar vikur til að ákveða það. „Síðan þurfa þeir að bretta upp ermarnar því nú eru um 200 manns sem geta krafist þess að fá upplýsingar um kjör sín og þeir hafa takmarkaðan tíma til að svara slíkum óskum, tvær vikur held ég að það sé í stjórnsýslulögunum,“ segir Elfa Ýr. Dómsmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Björn Jóhannesson varði ríkið í málinu, Kristín Edwald flutti málið fyrir Elfu Ýr en Helgi Sigurðsson kvað upp dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er í stuttu máli á þá leið að Elfa Ýr hafði sigur. „Ég held að ástæða sé til að óska öllum forstöðumönnum ríkisins til hamingju,“ segir Elfa Ýr í samtali við fréttastofu. Um prófmál var að ræða og fellur því málskostnaður á ríkið. Elfa Ýr gerði jafnframt kröfu um miskabætur sem nemur einni og hálfri milljón auk dráttarvaxta en þeirri kröfu var hafnað. Tæplega 200 forstöðumenn sem nú geta krafist gagna Elfa Ýr vildi að viðurkenndur yrði réttur hennar til rökstuðnings fjármála- og efnahagsráðherra fyrir ákvörðun ráðherra um starfskjör hennar sem birt voru 4. september 2019. Jafnframt krafðist hún aðgangs að skriflegum gögnum sem snúa að ákvörðuninni. Elfa Ýr er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem starfar samkvæmt lögum um fjölmiðla. Og sem slík annast hún eftirlit með lögum um fjölmiðla. Hún er þannig forstöðumaður í skilningi laga. Þórdís Kolbrún þarf að bretta upp ermar því um 200 forstöðumenn ríkisstofnana gætu verið á leiðinni með erindi sem snýr að fyrirspurn um hvernig kjör þeirra eru ákvörðuð.vísir/vilhelm Helgi dómari kvað upp þann úrskurð að réttur Elfu Ýrar til rökstuðnings væri gildur og jafnframt aðgangur hennar til aðgangs að skriflegum gögnum er ákvörðunina varðar. Elfa Ýr segir að þó hún hafi tekið þetta á sig þá varði þetta alla forstöðumenn ríkisins, sem eru tæplega 200 að tölu. Málið hefur verið að velkjast í kerfinu í nokkurn tíma núna eða frá 2019. Annasamir tímar fyrirsjáanlegir í fjármálaráðuneytinu Elfa Ýr segir að forstöðumenn geti ekki farið í verkfall, þeir geti ekki samið um sín laun og kjör og tekin hefur verið einhliða ákvörðun um það, í nýja kerfinu, um hver starfskjörin eru. „Forstöðumenn hafa verið að berjast fyrir því að þeir fái þá einhvers konar rökstuðning um hvernig þetta er ákvarðað. Þetta er stjórnvaldsákvörðun að ákvarða laun og að allir forstöðumenn ríkisins fái rökstuðning fyrir því á hverju launaákvörðun byggir á,“ segir Elfa Ýr. Fyrsta skrefið núna er að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað, ráðuneytið hefur fjórar vikur til að ákveða það. „Síðan þurfa þeir að bretta upp ermarnar því nú eru um 200 manns sem geta krafist þess að fá upplýsingar um kjör sín og þeir hafa takmarkaðan tíma til að svara slíkum óskum, tvær vikur held ég að það sé í stjórnsýslulögunum,“ segir Elfa Ýr.
Dómsmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira