Greiðsluþátttaka verður einungis fyrir þá sem þjást af offitu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2023 14:42 Lyfin eru ein þau vinsælustu í heimi um þessar mundir. EPA-EFE/Ida Marie Odgaard Lyfjastofnun hefur endurskoðað einstaklingsbundna greiðsluþátttöku fyrir lyfin Saxenda og Wegovy, í ljósi nýrra upplýsinga frá Norðurlöndunum. Greiðsluþátttöku í Saxenda verður hætt en greiðsluþáttaka Wegovy skilyrt við einstaklinga sem þjást af offitu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar. Um er að ræða þyngdarstjórnunar-og sykursýkislyf sem hafa notið mikilla vinsælda. Saxenda töluvert dýrara Í tilkynningu Lyfjastofnunar segir að stofnuninni beri lögum samkvæmt að endurmeta greiðsluþátttöku lyfja reglulega og ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Ekki sé gengið jafn langt hér á landi og í skilyrðum hinna Norðurlandanna. Að beiðni Sjúkratrygginga Íslands hafi Lyfjastofnun ákveðið að endurskoða greiðsluþáttöku fyrir Saxenda. Óskuðu Sjúkratryggingar eftir því að einstaklingsbundinni greiðsluþátttöku í Saxenda yrði hætt í kjölfar markaðssetningar á lyfinu Wegovy. Byggði beiðni Sjúkratrygginga meðal annars á því að lyfin hafi sömu ábendingu, virki á sama efnaskiptakerfi líkamans og að Saxenda sé töluvert dýrara en Wegovy. Verð fyrir mánaðarskammt af Saxenda er 45.845 krónur en verð algengs styrkleika af Wegovy er 27.369 krónur, þegar um er að ræða hámarks smásöluverð með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Miði við offitu Í tilkynningu Lyfjastofnunar kemur meðal annars fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent Lyfjastofnun tillögu að vinnureglum varðandi greiðsluþátttöku Wegovy sem byggir á samráði við lækna sem hafa sérhæft sig í offitumeðferð fullorðinna og barna sem eiga við þyngdartengd vandamál að stríða. Fram kemur að Svíþjóð og Finnland hafi ekki verið með greiðsluþátttöku á Wegovy. Þá hafi greiðsluþátttöku lyfsins í Noregi og Danmörku verið einstaklingsbundin og sett ströng skilyrði þar sem lyfið er talið of dýrt miðað við klínískan ávinning. Lyfjastofnun muni skilyrða einstaklingsbundna greiðsluþátttöku Wegovy við einstaklinga sem þjást af offitu eins og hún er skilgreind af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, eru með þyngdartengdan fylgisjúkdóm og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð offitu. Þá skuli einstaklingsbundin greiðsluþáttaka einnig taka til unglinga sem þjást af offitu, eins og hún er skilgreind fyrir börn af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð vegna offitu unglinga á aldrinum 12-18 ára. Lyf Sjúkratryggingar Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar. Um er að ræða þyngdarstjórnunar-og sykursýkislyf sem hafa notið mikilla vinsælda. Saxenda töluvert dýrara Í tilkynningu Lyfjastofnunar segir að stofnuninni beri lögum samkvæmt að endurmeta greiðsluþátttöku lyfja reglulega og ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Ekki sé gengið jafn langt hér á landi og í skilyrðum hinna Norðurlandanna. Að beiðni Sjúkratrygginga Íslands hafi Lyfjastofnun ákveðið að endurskoða greiðsluþáttöku fyrir Saxenda. Óskuðu Sjúkratryggingar eftir því að einstaklingsbundinni greiðsluþátttöku í Saxenda yrði hætt í kjölfar markaðssetningar á lyfinu Wegovy. Byggði beiðni Sjúkratrygginga meðal annars á því að lyfin hafi sömu ábendingu, virki á sama efnaskiptakerfi líkamans og að Saxenda sé töluvert dýrara en Wegovy. Verð fyrir mánaðarskammt af Saxenda er 45.845 krónur en verð algengs styrkleika af Wegovy er 27.369 krónur, þegar um er að ræða hámarks smásöluverð með virðisaukaskatti samkvæmt lyfjaverðskrá. Miði við offitu Í tilkynningu Lyfjastofnunar kemur meðal annars fram að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent Lyfjastofnun tillögu að vinnureglum varðandi greiðsluþátttöku Wegovy sem byggir á samráði við lækna sem hafa sérhæft sig í offitumeðferð fullorðinna og barna sem eiga við þyngdartengd vandamál að stríða. Fram kemur að Svíþjóð og Finnland hafi ekki verið með greiðsluþátttöku á Wegovy. Þá hafi greiðsluþátttöku lyfsins í Noregi og Danmörku verið einstaklingsbundin og sett ströng skilyrði þar sem lyfið er talið of dýrt miðað við klínískan ávinning. Lyfjastofnun muni skilyrða einstaklingsbundna greiðsluþátttöku Wegovy við einstaklinga sem þjást af offitu eins og hún er skilgreind af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, eru með þyngdartengdan fylgisjúkdóm og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð offitu. Þá skuli einstaklingsbundin greiðsluþáttaka einnig taka til unglinga sem þjást af offitu, eins og hún er skilgreind fyrir börn af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, og lyfjameðferðin sé einn af fleiri liðum í meðferð vegna offitu unglinga á aldrinum 12-18 ára.
Lyf Sjúkratryggingar Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira