Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla Brimborg 3. nóvember 2023 08:30 Lífsferilsgreining (LCA) fyrir Polestar 4 rafbílinn frá Polestar sýnir svart á hvítu að Polestar 4 hefur lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla til þessa, eða um 19,4 tonn af CO2í við frumsýningu. Sænski rafbílaframleiðandinn Polestar gaf fyrr í vikunni út fyrstu lífsferilsgreininguna (LCA) fyrir Polestar 4 rafbílinn. Sú greining sýnir svart á hvítu að Polestar 4 hefur lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla til þessa, eða um 19,4 tonn af CO2í við frumsýningu. „Þetta er algjört lykilatriði þar sem loftslagsmálin eru í raun mál málanna,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. „Lífsferilsgreiningar Polestar taka tillit til ýmissa þátta í lífsferli bíls, frá aðföngum til framleiðslu og endurvinnslu, og dregur því saman loftslagsáhrifin í einni auðskiljanlegri tölu fyrir fólk og fyrirtæki sem eru að íhuga kaup á bílum.“ Fyrir vikið eru neytendur í betri aðstöðu til að taka upplýstar ákvarðanir við bílakaup. „LCA tölurnar sem fram koma í þessari útgáfu sýna kolefnisspor bílanna frá vöggu til loka framleiðslu (e. cradle-to-gate) sem felur í sér efnisöflun í gegnum framleiðslu vörunnar en tekur ekki tillit til notkunar bílanna né förgunar.“ Margir átta sig nefnilega ekki á því að þótt rafbílar hérlendis losi almennt lítið við notkun vegna íslensku raforkunnar á sér stað mikil losun í aðfanga- og framleiðsluferli rafbíla. Losunin er því meiri en hjá sambærilegum bensín eða dísilbíl bætir Egill við. „Þessir rafbílar koma því neikvæðir á götuna hérlendis en þegar um 50 þúsund km akstri er náð hafa þeir jafnað jarðefnaeldsneytisbíla og eftir það er rafbíllinn að losa minna það sem eftir er æviskeiðsins. Með lækkuðu kolefnisspori Polestar 4 nær hann að fara enn fyrr fram úr jarðefnaeldsneytisbílnum.“ Ekki nóg með það heldur er Polestar með mjög metnaðarfullt markmið sem nefnist Polestar 0 segir Egill. „Um er að ræða afar metnaðarfullt markmið sem snýr að því að skapa raunverulega loftslagshlutlausan framleiðslubíl fyrir árið 2030. Átakið miðar einnig að því að skapa tilfinningu fyrir því að brýnt sé að bregðast við loftslagskreppunni með því að skora á starfsmenn, birgja og bílaiðnaðinn í heild sinni að keyra í átt að núllinu. Sjálfsagt finnst mörgum þetta vera óyfirstíganlegt markmið en mér finnst þetta afar metnaðarfullt og sýnir bara hvernig Polestar hugsar.“ Drifkraftur í breytingunum Egill segir neytendur vera sífellt meðvitaðri um loftslagsmál og rafbílar sé bara ein birtingarmynd þess. „Við höfum sem dæmi lengi heyrt umræðuna um fataiðnaðinn sem losar mikið kolefni auk þess að nota mjög mikið vatn. Það er því að verða sífellt meiri vakning um að kaupa vörur með loftlags- og umhverfisáhrifin í huga. Lífsferilsgreiningin er því svo frábært tól því hún sýnir skýrt eina tölu sem gefur fólki tækifæri til að velja bíla með sem lægst kolefnisspor.“ Polestar er fyrsti bílaframleiðandinn til að gefa út slíkar tölur fyrir allar gerðir bíla sinna en þannig geta sem dæmi vísindamenn og aktívistar rýnt í þessi gögn. „Enda telur Polestar að bílaiðnaðurinn eigi að vera drifkraftur í breytingunni til sjálfbærs hreyfanleika og að gagnsæi sé lykilatriði. Það er auðvitað smá galli hversu fáir framleiðendur eru komnir á sama stað og Polestar en birting slíkra gagna verður væntanlega hluti af löggjöfinni seinna meir.“ Kolefnisspor mismunandi gerða Polestar 4 er frá 19,4 tCO2í til 21,4 tCO2í. Kolefnislosun skorin niður í öllum verkþáttum Polestar 4 er framleiddur í SEA verksmiðju Geely Holdings við Hangzhou-flóa í Kína. „Sú verksmiðja sameinar græna raforku sem ber I-REC vatnsaflsvottorð og orku frá sólarorkuveri á þaki verksmiðjunnar auk þess að nota meira af kolefnissnauðu áli frá álverum sem nota vatnsaflsrafmagn. Allt hjálpar þetta til við að draga enn frekar úr loftslagsáhrifum og skera niður kolefnislosun í öllum verkþáttum.“ Fyrirtækið stefnir á að vera með fimm tegundir rafbíla í vörulínu sinni árið 2026. Polestar 2, rafknúni hlaðbakurinn, kom á markað 2019. Polestar 3, jeppinn fyrir rafmagnsöldina, var kynntur í lok árs 2022. Polestar 4 ný tegund af coupe jeppa kemur á markað í nokkrum áföngum frá 2023 og inn í 2024. Polestar 5, rafknúinn fjögurra dyra GT og Polestar 6, rafknúinn roadster koma á markað fljótlega. Samfélagið bætt með aðstoð hönnunar og tækni Polestar er sænskur framleiðandi hágæða rafbíla sem er staðráðinn í að bæta samfélagið með aðstoð hönnunar og tækni til að flýta fyrir breytingum til sjálfbærra ferðamáta. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Gautaborg, Svíþjóð, og eru bílar þess fáanlegir á netinu á 27 mörkuðum um allan heim í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíulöndum við Kyrrahaf. Á Íslandi er Polestar rafbílasalurinn í Reykjavík og kallast Polestar Space, þar sem viðskiptavinir fá þjónustu frá Polestar Specialists, geta bókað reynsluakstur og afhendingu. Nánari upplýsingar á brimborg.is. Umhverfismál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Þetta er algjört lykilatriði þar sem loftslagsmálin eru í raun mál málanna,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. „Lífsferilsgreiningar Polestar taka tillit til ýmissa þátta í lífsferli bíls, frá aðföngum til framleiðslu og endurvinnslu, og dregur því saman loftslagsáhrifin í einni auðskiljanlegri tölu fyrir fólk og fyrirtæki sem eru að íhuga kaup á bílum.“ Fyrir vikið eru neytendur í betri aðstöðu til að taka upplýstar ákvarðanir við bílakaup. „LCA tölurnar sem fram koma í þessari útgáfu sýna kolefnisspor bílanna frá vöggu til loka framleiðslu (e. cradle-to-gate) sem felur í sér efnisöflun í gegnum framleiðslu vörunnar en tekur ekki tillit til notkunar bílanna né förgunar.“ Margir átta sig nefnilega ekki á því að þótt rafbílar hérlendis losi almennt lítið við notkun vegna íslensku raforkunnar á sér stað mikil losun í aðfanga- og framleiðsluferli rafbíla. Losunin er því meiri en hjá sambærilegum bensín eða dísilbíl bætir Egill við. „Þessir rafbílar koma því neikvæðir á götuna hérlendis en þegar um 50 þúsund km akstri er náð hafa þeir jafnað jarðefnaeldsneytisbíla og eftir það er rafbíllinn að losa minna það sem eftir er æviskeiðsins. Með lækkuðu kolefnisspori Polestar 4 nær hann að fara enn fyrr fram úr jarðefnaeldsneytisbílnum.“ Ekki nóg með það heldur er Polestar með mjög metnaðarfullt markmið sem nefnist Polestar 0 segir Egill. „Um er að ræða afar metnaðarfullt markmið sem snýr að því að skapa raunverulega loftslagshlutlausan framleiðslubíl fyrir árið 2030. Átakið miðar einnig að því að skapa tilfinningu fyrir því að brýnt sé að bregðast við loftslagskreppunni með því að skora á starfsmenn, birgja og bílaiðnaðinn í heild sinni að keyra í átt að núllinu. Sjálfsagt finnst mörgum þetta vera óyfirstíganlegt markmið en mér finnst þetta afar metnaðarfullt og sýnir bara hvernig Polestar hugsar.“ Drifkraftur í breytingunum Egill segir neytendur vera sífellt meðvitaðri um loftslagsmál og rafbílar sé bara ein birtingarmynd þess. „Við höfum sem dæmi lengi heyrt umræðuna um fataiðnaðinn sem losar mikið kolefni auk þess að nota mjög mikið vatn. Það er því að verða sífellt meiri vakning um að kaupa vörur með loftlags- og umhverfisáhrifin í huga. Lífsferilsgreiningin er því svo frábært tól því hún sýnir skýrt eina tölu sem gefur fólki tækifæri til að velja bíla með sem lægst kolefnisspor.“ Polestar er fyrsti bílaframleiðandinn til að gefa út slíkar tölur fyrir allar gerðir bíla sinna en þannig geta sem dæmi vísindamenn og aktívistar rýnt í þessi gögn. „Enda telur Polestar að bílaiðnaðurinn eigi að vera drifkraftur í breytingunni til sjálfbærs hreyfanleika og að gagnsæi sé lykilatriði. Það er auðvitað smá galli hversu fáir framleiðendur eru komnir á sama stað og Polestar en birting slíkra gagna verður væntanlega hluti af löggjöfinni seinna meir.“ Kolefnisspor mismunandi gerða Polestar 4 er frá 19,4 tCO2í til 21,4 tCO2í. Kolefnislosun skorin niður í öllum verkþáttum Polestar 4 er framleiddur í SEA verksmiðju Geely Holdings við Hangzhou-flóa í Kína. „Sú verksmiðja sameinar græna raforku sem ber I-REC vatnsaflsvottorð og orku frá sólarorkuveri á þaki verksmiðjunnar auk þess að nota meira af kolefnissnauðu áli frá álverum sem nota vatnsaflsrafmagn. Allt hjálpar þetta til við að draga enn frekar úr loftslagsáhrifum og skera niður kolefnislosun í öllum verkþáttum.“ Fyrirtækið stefnir á að vera með fimm tegundir rafbíla í vörulínu sinni árið 2026. Polestar 2, rafknúni hlaðbakurinn, kom á markað 2019. Polestar 3, jeppinn fyrir rafmagnsöldina, var kynntur í lok árs 2022. Polestar 4 ný tegund af coupe jeppa kemur á markað í nokkrum áföngum frá 2023 og inn í 2024. Polestar 5, rafknúinn fjögurra dyra GT og Polestar 6, rafknúinn roadster koma á markað fljótlega. Samfélagið bætt með aðstoð hönnunar og tækni Polestar er sænskur framleiðandi hágæða rafbíla sem er staðráðinn í að bæta samfélagið með aðstoð hönnunar og tækni til að flýta fyrir breytingum til sjálfbærra ferðamáta. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Gautaborg, Svíþjóð, og eru bílar þess fáanlegir á netinu á 27 mörkuðum um allan heim í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíulöndum við Kyrrahaf. Á Íslandi er Polestar rafbílasalurinn í Reykjavík og kallast Polestar Space, þar sem viðskiptavinir fá þjónustu frá Polestar Specialists, geta bókað reynsluakstur og afhendingu. Nánari upplýsingar á brimborg.is.
Umhverfismál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira