Kúvending á raunum Viggós sem gæti leikið með landsliðinu Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 07:30 Viggó Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu VÍSIR/VILHELM Svo gæti vel verið að Viggó Kristjánsson, leikmaður Leipzig, geti beitt sér í komandi landsleikjum íslenska landsliðsins í handbolta þrátt fyrir að hann hafi verið að glíma við meiðsli. Hann gerir nú allt sem í sínu valdi stendur til þess að verða klár því hann veit hversu mikilvægir þessir leikir eru upp á framhaldið hjá íslenska landsliðinu. Ísland tekur á móti landsliði Færeyja í tveimur æfingarleikjum í Laugardalshöllinni hér heima. Sá fyrri fer fram í kvöld á meðan að seinni leikurinn fer fram á laugardaginn kemur. Um er að ræða mikilvæga leiki í undirbúningi liðsins fyrir EM í Þýskalandi í upphafi næsta árs. Fyrstu leiki liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. „Hið upphaflega plan hefur tekið smá breytingum,“ segir Viggó í samtali við blaðamann en í upphafi verkefnisins var greint frá því að Viggó myndi ekki spila með liðinu vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann „Sjúkraþjálfurunum hefur tekist að útbúa spelku á puttann sem er meiddur. Við höfum því verið að skoða málin, prófa okkur áfram. Þannig hin upphaflegu plön gætu breyst.“ Viggó Kristjánsson í kröppum dansi með landsliðinuVÍSIR/VILHELM Þannig að við gætum jafnvel séð þig innan vallar í þessum komandi æfingaleikjum? „Ég vona það. Þetta lítur vel út með þessa spelku. Ég búinn að láta aðeins reyna á hana á síðustu æfingum. Ef þetta gengur upp þá vonast ég til þess að geta verið eitthvað með um helgina.“ Undanfarnar þrjár vikur hefur Viggó verið að glíma við meiðsli á vísifingri skothandar sinnar. „Það er erfitt að útskýra þessi meiðsli en það eru einhver bönd slitin í þessum fingri. Ég hef náð að djöflast í gegnum þetta síðustu vikur úti með Leipzig. Það var gott að fá nokkurra daga hvíld fyrir þetta verkefni. Þá er að sama skapi gott að fá þessa spelku. Hún virðist hjálpa og styðja við þetta. Ég bind vonir við að þetta muni allt þróast í rétta átt á næstu dögum og vikum.“ Snorri að koma vel inn í hlutina Hann er spenntur fyrir komandi tímum með landsliðinu undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans, Snorra Steins Guðjónssonar. „Hann er að koma inn með nýjar útfærslur, bæði hvað varðar sóknar- og varnarleik okkar. Við höfum ekki náð að fara yfir mikið á þessum stutta tíma en maður sér strax að það eru að koma inn áherslubreytingar hvað varðar taktík í sókn og líka eitthvað varnarlega. Þetta er bara spennandi.“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Vilhelm Honum lýst vel á nýja landsliðsþjálfarann. „Jú, líst bara vel á hann,“ segir Viggó hlæjandi. „Svo verðum við bara að sjá hvað hann spilar mér mikið. Nei að öllu gamni slepptu líst mér bara vel á hann. Hann er strax byrjaður að pota í okkur varðandi smáatriði sem við getum lagað hér á æfingum. Ég fíla það. Hann er að koma mjög vel inn í þetta hingað til." Afar mikilvægur tímapunktur Íslenska landsliðið fær, líkt og fyrri ár, ekki mikinn tíma til að stilla saman strengi fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi í janúar. Viggó er þaulreyndur landsliðsmaður og veit hversu mikilvægir þessir dagar, sem íslenska landsliðið á saman núna, eru upp á framhaldið að gera. „Þessir dagar eru mjög mikilvægir og því er ég að reyna gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að geta tekið þátt í þessum leikjum. Það hefði verið slæmt að missa út þessa viku. Við eigum fáa daga saman og erum því að reyna fara yfir þessi atriði sem Snorri vill breyta og laga. Við þurfum að nýta tímann vel. Spila þessa leiki vel og þá getum við leyft okkur að halda bjartsýnir inn í janúar. Þakkar Rúnari traustið Viggó kemur fullur sjálfstrausts í þetta landsliðsverkefni því þó að hann hafi verið að spila meiddur undanfarnar vikur hefur hann verið einn af bestu mönnum þýska úrvalsdeildarliðsins Leipzig. Þar spilar Viggó undir stjórn Íslendingsins Rúnars Sigtryggssonar sem tók við liðinu á síðasta tímabili. Rúnar á hliðarlínunni í leik Leipzig „Ég er bara heppinn að hafa fengið Rúnar sem þjálfara í fyrra. Ég þekkti hann þannig séð ekkert fyrir þann tíma. Hann hefur gefið mér mikið traust frá því að hann tók við þjálfarastöðunni og ég hef reynt að nýta mér það. Tímabilið í ár hefur verið smá brösótt. Við vorum óheppnir í byrjun með að tapa stigum en höfum náð að rétta úr kútnum síðustu vikurnar og þurfum að halda áfram á sömu braut.“ Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira
Ísland tekur á móti landsliði Færeyja í tveimur æfingarleikjum í Laugardalshöllinni hér heima. Sá fyrri fer fram í kvöld á meðan að seinni leikurinn fer fram á laugardaginn kemur. Um er að ræða mikilvæga leiki í undirbúningi liðsins fyrir EM í Þýskalandi í upphafi næsta árs. Fyrstu leiki liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. „Hið upphaflega plan hefur tekið smá breytingum,“ segir Viggó í samtali við blaðamann en í upphafi verkefnisins var greint frá því að Viggó myndi ekki spila með liðinu vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann „Sjúkraþjálfurunum hefur tekist að útbúa spelku á puttann sem er meiddur. Við höfum því verið að skoða málin, prófa okkur áfram. Þannig hin upphaflegu plön gætu breyst.“ Viggó Kristjánsson í kröppum dansi með landsliðinuVÍSIR/VILHELM Þannig að við gætum jafnvel séð þig innan vallar í þessum komandi æfingaleikjum? „Ég vona það. Þetta lítur vel út með þessa spelku. Ég búinn að láta aðeins reyna á hana á síðustu æfingum. Ef þetta gengur upp þá vonast ég til þess að geta verið eitthvað með um helgina.“ Undanfarnar þrjár vikur hefur Viggó verið að glíma við meiðsli á vísifingri skothandar sinnar. „Það er erfitt að útskýra þessi meiðsli en það eru einhver bönd slitin í þessum fingri. Ég hef náð að djöflast í gegnum þetta síðustu vikur úti með Leipzig. Það var gott að fá nokkurra daga hvíld fyrir þetta verkefni. Þá er að sama skapi gott að fá þessa spelku. Hún virðist hjálpa og styðja við þetta. Ég bind vonir við að þetta muni allt þróast í rétta átt á næstu dögum og vikum.“ Snorri að koma vel inn í hlutina Hann er spenntur fyrir komandi tímum með landsliðinu undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans, Snorra Steins Guðjónssonar. „Hann er að koma inn með nýjar útfærslur, bæði hvað varðar sóknar- og varnarleik okkar. Við höfum ekki náð að fara yfir mikið á þessum stutta tíma en maður sér strax að það eru að koma inn áherslubreytingar hvað varðar taktík í sókn og líka eitthvað varnarlega. Þetta er bara spennandi.“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Vilhelm Honum lýst vel á nýja landsliðsþjálfarann. „Jú, líst bara vel á hann,“ segir Viggó hlæjandi. „Svo verðum við bara að sjá hvað hann spilar mér mikið. Nei að öllu gamni slepptu líst mér bara vel á hann. Hann er strax byrjaður að pota í okkur varðandi smáatriði sem við getum lagað hér á æfingum. Ég fíla það. Hann er að koma mjög vel inn í þetta hingað til." Afar mikilvægur tímapunktur Íslenska landsliðið fær, líkt og fyrri ár, ekki mikinn tíma til að stilla saman strengi fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi í janúar. Viggó er þaulreyndur landsliðsmaður og veit hversu mikilvægir þessir dagar, sem íslenska landsliðið á saman núna, eru upp á framhaldið að gera. „Þessir dagar eru mjög mikilvægir og því er ég að reyna gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að geta tekið þátt í þessum leikjum. Það hefði verið slæmt að missa út þessa viku. Við eigum fáa daga saman og erum því að reyna fara yfir þessi atriði sem Snorri vill breyta og laga. Við þurfum að nýta tímann vel. Spila þessa leiki vel og þá getum við leyft okkur að halda bjartsýnir inn í janúar. Þakkar Rúnari traustið Viggó kemur fullur sjálfstrausts í þetta landsliðsverkefni því þó að hann hafi verið að spila meiddur undanfarnar vikur hefur hann verið einn af bestu mönnum þýska úrvalsdeildarliðsins Leipzig. Þar spilar Viggó undir stjórn Íslendingsins Rúnars Sigtryggssonar sem tók við liðinu á síðasta tímabili. Rúnar á hliðarlínunni í leik Leipzig „Ég er bara heppinn að hafa fengið Rúnar sem þjálfara í fyrra. Ég þekkti hann þannig séð ekkert fyrir þann tíma. Hann hefur gefið mér mikið traust frá því að hann tók við þjálfarastöðunni og ég hef reynt að nýta mér það. Tímabilið í ár hefur verið smá brösótt. Við vorum óheppnir í byrjun með að tapa stigum en höfum náð að rétta úr kútnum síðustu vikurnar og þurfum að halda áfram á sömu braut.“
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Fleiri fréttir „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Sjá meira