Nýr kafli hefst formlega í kvöld: „Ég finn að mér líður vel með þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 11:30 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson snýr í kvöld aftur í Laugardalshöll með íslenska landsliðinu í handbolta en nú í allt öðru hlutverki sem landsliðsþjálfari. Það er í kvöld sem íslenska landsliðið hefur formlega vegferð sína undir stjórn hins nýja landsliðsþjálfara er Færeyingar mæta í heimsókn. Snorri er ánægður með það sem hann hefur séð frá liðinu í vikunni fram að leik. Í kvöld leikur Ísland fyrri leik sinn af þeim tveimur leikjum sem liðið leikur við Færeyjar á næstu tveimur dögum. Það er kýrskýrt í huga Snorra Steins hvað hann vill sjá frá leikmönnum sínum í þessum leikjum. „Ég vil sjá góða frammistöðu. Sjá að við séum að nálgast þetta sem alvöru leiki,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. „Að það séu læti og barátta og að við framkvæmum þá hluti sem við viljum sjá. Að menn séu einbeittir. Það er það sem ég vil sjá, fyrst og fremst, hjá liðinu. Ef menn eru það, þá er ég sannfærður um að góð frammistaða fylgi í kjölfarið.“ Hann er ánægður með margt af því sem hann hefur séð í sinni fyrstu æfingaviku með liðið. „Ég skynja hópinn bara vel og er ánægður með það sem ég hef séð. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist. Það er eitthvað sem sér sem maður er ánægður með, annað kannski ekki. En til þess er þessi vika gerð. Ég er að prófa fullt af hlutum og mun koma til með að gera það í þessum komandi leikjum okkar við Færeyjar. Einhverju af því komum við til með að halda, öðru ekki. Vonandi gengur bara sem flest upp en það er nú yfirleitt ekki þannig.“ Kraftur, vilji og hugur Íslenska landsliðið kom saman fyrr í vikunni og hefur undanfarna daga náð að æfa saman. Á þeim æfingum hefur Snorri Steinn í fyrsta skipti fengið að vinna með hópnum í heild sinni og þarf hann að nýta tímann vel því stutt er í næsta stórmót, EM í Þýskalandi, í byrjun næsta árs. Hvað hefurðu séð frá liðinu á þessum undanförnum dögum sem þú ert ánægður með? „Aðallega bara stemningin og hugurinn í hópnum. Ég er mest ánægður með það. Ég finn fyrir vilja í hópnum, það er kraftur og hugur í þeim. Það gerir allt auðveldara fyrir mig sem þjálfara.“ „Finn að mér líður vel með þetta“ Snorri Steinn er reynslubolti þegar kemur að íslenska landsliðinu, sem leikmaður. Á sínum tíma spilaði Snorri 257 landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum skoraði hann 848 mörk. Hann var hluti af silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliði okkar á EM 2010. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Hann snýr nú aftur í Laugardalshöll með landsliðinu en nú í fyrsta skipti sem landsliðsþjálfari. Hvaða tilfinningar bærast um innra með þér nú þegar stutt er í endurkomuna og þessi kafli þinn sem landsliðsþjálfari hefst formlega? „Tilfinningin fyrir þessu er náttúrulega bara frábær. Auðvitað mun ég kannski finna betur fyrir þeim tilfinningum sem þessu fylgja þegar að ég kem í Laugardalshöllina fyrir leik og upplifi þetta allt aftur. Ég er bara að reyna taka þessu af ró. Ég finn að mér líður vel með þetta. Mér líður vel með liðið og sjálfan mig. Ég er alltaf stressaður fyrir leiki. Var það á mínum tíma hjá Val, var það sem leikmaður og verð það pottþétt fyrir leikinn í dag. Það er bara tilfinning sem maður á að njóta að finna fyrir.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Í kvöld leikur Ísland fyrri leik sinn af þeim tveimur leikjum sem liðið leikur við Færeyjar á næstu tveimur dögum. Það er kýrskýrt í huga Snorra Steins hvað hann vill sjá frá leikmönnum sínum í þessum leikjum. „Ég vil sjá góða frammistöðu. Sjá að við séum að nálgast þetta sem alvöru leiki,“ segir Snorri Steinn í samtali við Vísi. „Að það séu læti og barátta og að við framkvæmum þá hluti sem við viljum sjá. Að menn séu einbeittir. Það er það sem ég vil sjá, fyrst og fremst, hjá liðinu. Ef menn eru það, þá er ég sannfærður um að góð frammistaða fylgi í kjölfarið.“ Hann er ánægður með margt af því sem hann hefur séð í sinni fyrstu æfingaviku með liðið. „Ég skynja hópinn bara vel og er ánægður með það sem ég hef séð. Svo er þetta bara eins og gengur og gerist. Það er eitthvað sem sér sem maður er ánægður með, annað kannski ekki. En til þess er þessi vika gerð. Ég er að prófa fullt af hlutum og mun koma til með að gera það í þessum komandi leikjum okkar við Færeyjar. Einhverju af því komum við til með að halda, öðru ekki. Vonandi gengur bara sem flest upp en það er nú yfirleitt ekki þannig.“ Kraftur, vilji og hugur Íslenska landsliðið kom saman fyrr í vikunni og hefur undanfarna daga náð að æfa saman. Á þeim æfingum hefur Snorri Steinn í fyrsta skipti fengið að vinna með hópnum í heild sinni og þarf hann að nýta tímann vel því stutt er í næsta stórmót, EM í Þýskalandi, í byrjun næsta árs. Hvað hefurðu séð frá liðinu á þessum undanförnum dögum sem þú ert ánægður með? „Aðallega bara stemningin og hugurinn í hópnum. Ég er mest ánægður með það. Ég finn fyrir vilja í hópnum, það er kraftur og hugur í þeim. Það gerir allt auðveldara fyrir mig sem þjálfara.“ „Finn að mér líður vel með þetta“ Snorri Steinn er reynslubolti þegar kemur að íslenska landsliðinu, sem leikmaður. Á sínum tíma spilaði Snorri 257 landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum skoraði hann 848 mörk. Hann var hluti af silfurliði Íslands á Ólympíuleikunum 2008 og bronsliði okkar á EM 2010. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Hann snýr nú aftur í Laugardalshöll með landsliðinu en nú í fyrsta skipti sem landsliðsþjálfari. Hvaða tilfinningar bærast um innra með þér nú þegar stutt er í endurkomuna og þessi kafli þinn sem landsliðsþjálfari hefst formlega? „Tilfinningin fyrir þessu er náttúrulega bara frábær. Auðvitað mun ég kannski finna betur fyrir þeim tilfinningum sem þessu fylgja þegar að ég kem í Laugardalshöllina fyrir leik og upplifi þetta allt aftur. Ég er bara að reyna taka þessu af ró. Ég finn að mér líður vel með þetta. Mér líður vel með liðið og sjálfan mig. Ég er alltaf stressaður fyrir leiki. Var það á mínum tíma hjá Val, var það sem leikmaður og verð það pottþétt fyrir leikinn í dag. Það er bara tilfinning sem maður á að njóta að finna fyrir.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira