Stiven vinnur aftur með Snorra: „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 15:00 Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands og Stiven Tobar Valencia, landsliðsmaður þekkjast vel frá fyrri tíð með Val. Vísir/Samsett mynd Stiven Tobar Valencia er bjartsýnn fyrir komandi tíma íslenska karlalandsliðsins í handbolta undir stjórn Snorra Stein Guðjónssonar sem stýrir í kvöld sínu fyrsta leik sem landsliðsþjálfari. Stiven, sem leikur með Benfica í Portúgal, þekkir vel til Snorra Steins frá fyrri tíð. Ísland tekur á móti Færeyjum í Laugardalshöll í kvöld. Um er að ræða fyrri leik liðanna sem munu síðan mætast aftur á morgun í seinni æfingarleik sínum. Hvernig lýst þér á komandi tíma með landsliðinu undir stjórn Snorra Steins? „Mér lýst bara mjög vel á þá. Ég þekki mjög vel til Snorra, veit hvernig handbolta hann vill að sín lið spili. Þá er þetta þjálfari sem þekkir einnig inn á styrkleika mína. Hann veit hvernig hann getur notað mig,“ segir Stiven Tobar. Ákveðnar áherslubreytingar hjá landsliðinu hafi komið inn með Snorra. „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa. Maður sér að hann er að koma inn með sömu pælingar og hann var með hjá Val. Lætur okkur hlaupa mikið og vill að við keyrum dálítið á hraðann. Við erum með leikmenn til þess að fylgja því eftir. Það eru svona helstu breytingarnar sem ég hef tekið eftir í byrjun hans stjórnartíðar.“ Stiven hefur verið að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku með Benfica, einu af toppliðum Portúgal. Hann er enn að aðlagst lífinu úti, handboltanum, en lýst vel á framhaldið. „Þetta hefur verið aðeins öðruvísi en maður hafði upplifað hérna heima. Ég hafði vanist annars konar spilamennsku. Það hefur tekið sinn tíma að koma sér fyrir þarna úti, aðlagast þeim kerfum sem liðið spilar. En virkilega gaman og spennandi að fá tækifæri til þess að prófa sig áfram á þessu stigi.“ Finnur þú sem sagt fyrir miklum mun á þeim handbolta sem er spilaður úti í Portúgal, samanborið við þann handbolta sem spilaður er hér heima? „Já. Ég fæ ekki að keyra jafn mikið á hraðaupphlaupin eins og var raunin þegar að ég var hjá Val. Boltinn þarna úti er aðeins hægari.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Ísland tekur á móti Færeyjum í Laugardalshöll í kvöld. Um er að ræða fyrri leik liðanna sem munu síðan mætast aftur á morgun í seinni æfingarleik sínum. Hvernig lýst þér á komandi tíma með landsliðinu undir stjórn Snorra Steins? „Mér lýst bara mjög vel á þá. Ég þekki mjög vel til Snorra, veit hvernig handbolta hann vill að sín lið spili. Þá er þetta þjálfari sem þekkir einnig inn á styrkleika mína. Hann veit hvernig hann getur notað mig,“ segir Stiven Tobar. Ákveðnar áherslubreytingar hjá landsliðinu hafi komið inn með Snorra. „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa. Maður sér að hann er að koma inn með sömu pælingar og hann var með hjá Val. Lætur okkur hlaupa mikið og vill að við keyrum dálítið á hraðann. Við erum með leikmenn til þess að fylgja því eftir. Það eru svona helstu breytingarnar sem ég hef tekið eftir í byrjun hans stjórnartíðar.“ Stiven hefur verið að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku með Benfica, einu af toppliðum Portúgal. Hann er enn að aðlagst lífinu úti, handboltanum, en lýst vel á framhaldið. „Þetta hefur verið aðeins öðruvísi en maður hafði upplifað hérna heima. Ég hafði vanist annars konar spilamennsku. Það hefur tekið sinn tíma að koma sér fyrir þarna úti, aðlagast þeim kerfum sem liðið spilar. En virkilega gaman og spennandi að fá tækifæri til þess að prófa sig áfram á þessu stigi.“ Finnur þú sem sagt fyrir miklum mun á þeim handbolta sem er spilaður úti í Portúgal, samanborið við þann handbolta sem spilaður er hér heima? „Já. Ég fæ ekki að keyra jafn mikið á hraðaupphlaupin eins og var raunin þegar að ég var hjá Val. Boltinn þarna úti er aðeins hægari.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira