Vilja leggja bann á fiskeldi í opnum sjókvíum: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2023 11:46 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. vísir/bjarni Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banna eigi fiskeldi í opnum sjókvíum. Flutningsmaður tillögunar segir eldið vera dýraníð og að það valdi gríðarlegum skemmdum á vistkerfum landsins. Þingmenn Pírata auk eins þingmanns Viðreisnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um bann við fiskeldi í opnum sjókvíum. Vilja þingmennirnir að samhliða tillögunni verði sköpuð atvinnutækifæri í þeim byggðarlögum sem byggja afkomu sína á sjókvíaeldinu. Halldóra Mogensen er flutningsmaður tillögunnar. Hún segir það vera ekkert nema óskhyggja að halda að sjókvíaeldi valdi engum skaða fyrir íslenskt vistkerfi. „Þetta er náttúrulega bara hrikalegt. Ég vona það að fólk sjái þetta og átti sig á því hversu hræðileg meðferðin er. Við verðum líka að átta okkur á því að þetta eru sleppislys, erfðamengun, músaplága, eitranir, sjúkdómar og ill meðferð á eldisdýrum. Þetta er engin undantekning þegar kemur að þessum bransa. Þetta er hluti af þessum iðnaði, þetta er viðskiptamódelið,“ segir Halldóra. Hún kallar starfsemina dýraníð og skemmdarverk á vistkerfum landsins. Galið væri að halda henni áfram. „Ef við virkilega hugsum um þetta, þá er þetta bara ógeðslegt og við ættum ekki einu sinni að vilja að borða þennan mat. Við erum að fá frétt eftir frétt um hvað þetta er hræðilega skaðlegt líka bara fyrir náttúruna og vistkerfi landsins. Við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu að það þurfi að banna þetta. Enda er tæknin til staðar til að loka sjókvíunum eða færa þetta upp á land. Voða skrítið að halda þessu áfram,“ segir Halldóra. Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Píratar Alþingi Tengdar fréttir „Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. 2. nóvember 2023 12:10 Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 13. október 2023 15:25 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Þingmenn Pírata auk eins þingmanns Viðreisnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um bann við fiskeldi í opnum sjókvíum. Vilja þingmennirnir að samhliða tillögunni verði sköpuð atvinnutækifæri í þeim byggðarlögum sem byggja afkomu sína á sjókvíaeldinu. Halldóra Mogensen er flutningsmaður tillögunnar. Hún segir það vera ekkert nema óskhyggja að halda að sjókvíaeldi valdi engum skaða fyrir íslenskt vistkerfi. „Þetta er náttúrulega bara hrikalegt. Ég vona það að fólk sjái þetta og átti sig á því hversu hræðileg meðferðin er. Við verðum líka að átta okkur á því að þetta eru sleppislys, erfðamengun, músaplága, eitranir, sjúkdómar og ill meðferð á eldisdýrum. Þetta er engin undantekning þegar kemur að þessum bransa. Þetta er hluti af þessum iðnaði, þetta er viðskiptamódelið,“ segir Halldóra. Hún kallar starfsemina dýraníð og skemmdarverk á vistkerfum landsins. Galið væri að halda henni áfram. „Ef við virkilega hugsum um þetta, þá er þetta bara ógeðslegt og við ættum ekki einu sinni að vilja að borða þennan mat. Við erum að fá frétt eftir frétt um hvað þetta er hræðilega skaðlegt líka bara fyrir náttúruna og vistkerfi landsins. Við hljótum að komast að þeirri niðurstöðu að það þurfi að banna þetta. Enda er tæknin til staðar til að loka sjókvíunum eða færa þetta upp á land. Voða skrítið að halda þessu áfram,“ segir Halldóra.
Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Píratar Alþingi Tengdar fréttir „Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. 2. nóvember 2023 12:10 Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 13. október 2023 15:25 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
„Ég ætlaði varla að trúa þessu“ Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. 2. nóvember 2023 12:10
Óvenju mikið af lús á Vestfjörðum Óvenjuslæm staða er hvað varðar laxalús á í eldiskvíum á Vestfjörðum. Matvælastofnun (MAST) hefur heimilað lyfjameðhöndlanir á átta eldissvæðum vegna þessa. 13. október 2023 15:25