People greinir frá barnsburðinum en hjónin giftu sig í júní á síðasta ári og hafa verið par síðan í byrjun árs 2021. Þau eiga fyrir nokkur börn úr fyrri samböndum. Kourtney þrjú börn með raunveruleikastjörnunni Scott Dissick. Barker á einnig þrjú börn fyrir með fyrirsætunni Shanna Moakler. Eins og fyrr segir er þetta fyrsta barn þeirra saman.
Trommuleikarinn Travis Barker, eiginmaður raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian, leysti frá skjóðunni hvað sonur þeirra ætti að heita í hlaðvarpsþætti á dögunum. Sonurinn mun koma til með að heita Rocky Thirteen Barker.
Hann sagði Rocky-nafnið til komið vegna þess hve mikið hann liti upp til gítarleikarans Rocky George, sem lék með hljómsveitinni Suicidal Tendencies. „Og svo er þrettán bara besta tala allra tíma,“ sagði Barker í þættinum.