Fyrir leikinn var Barcelona í fjórða sæti deildarinnar með 22 stig á meðan Real Sociedad var í fimmta sætinu með 20 stig.
Það var fátt um færin í leiknum en hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleiknum en það átti þó eftir að breytast í seinni hálfleiknum.
Í seinni hálfleiknum sköpuðu liðin fleiri færi en boltinn virtist þó ekki vilja fara í netið. Allt stefndi í markalaust jafntefli þar til á þriðju mínútu uppbótartíma en þá skoraði bakvörðurinn Ronald Araujo sigurmark Barcelona.
Eftir leikinn er Barcelona því með 25 stig en er ennþá í fjórða sæti deildarinnar.