Slúðurmiðlar vestanhafs herma að Pacino og framleiðandinn Noor Alfallah hafi nú gert samkomlag um sameiginlegt forræði yfir syninum Roman, sem er fjögurra mánaða gamall. Parið staðfesti þó eftir að samkomulagið var gert að þau séu enn saman.
Þá kemur fram að árlega greiði Pacino fimmtán þúsund dali, eða tvær milljónir króna í háskólasjóð drengsins.
Afallah og Pacino hafa nú verið saman í rúmt ár en fimmtíu og fjögur ár eru á milli þeirra. Alfallah hefur áður átt í ástarsambandi með breska tónlistarmanninum Mick Jagger og þýsk-bandaríska fjárfestinum Nicholas Berggruen. Afallah og Pacino hafa nú verið saman í rúmt ár.