Clattenburg segir að mark Newcastle hafi verið ólöglegt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2023 08:00 Joelinton gerir sig tilbúinn til að skalla boltann á Anthony Gordon. getty/Stu Forster Mark Clattenburg, sem var á sínum tíma einn fremsti fótboltadómari heims, segir að sigurmark Anthonys Gordon fyrir Newcastle United gegn Arsenal hefði ekki átt að standa. Gordon skoraði eina mark leiksins þegar Newcastle sigraði Arsenal á St James' Park á laugardaginn. Markið var dæmt gilt eftir langa bið. Þrennt var skoðað á myndbandi; hvort boltinn hefði farið út af, hvort Joelinton hafi brotið af sér þegar hann skallaði boltann á Gordon og loks hvort markaskorarinn hafi verið rangstæður. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, blés hressilega á blaðamannafundi eftir leik og gagnrýndi dómgæsluna. „Þetta er algjörlega til skammar, þannig líður mér og öllum leikmönnunum í búningsherberginu,“ sagði Arteta. „Mér líður illa, líkt og ég sé veikur, þannig líður mér með það að vera hluti af þessu.“ Arsenal sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist taka undir ummæli Artetas. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. Í pistli sínum fyrir Daily Mail segir Clattenburg að mark Gordons gegn Arsenal hafi verið ólöglegt þar sem Joelinton hafi klárlega ýtt við Gabriel þegar hann skallaði boltann til hliðar. Clattenburg segir að dómarateymið hafi verið með aðrar ákvarðanir réttar, meðal annars að sleppa því að reka Kai Havertz út af fyrir glannalega tæklingu á Sean Longstaff en mörgum þótti Þjóðverjinn gera nóg til að verðskulda rautt spjald. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Tapið fyrir Newcastle var það fyrsta hjá liðinu í deildinni á tímabilinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Howe: Leit út eins og venjulegt mark fyrir mér Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði í viðtali eftir leik gærkvöldsins gegn Arsenal að honum hafi þótt sigurmark Anthony Gordon vera gott og gilt. 5. nóvember 2023 12:46 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Gordon skoraði eina mark leiksins þegar Newcastle sigraði Arsenal á St James' Park á laugardaginn. Markið var dæmt gilt eftir langa bið. Þrennt var skoðað á myndbandi; hvort boltinn hefði farið út af, hvort Joelinton hafi brotið af sér þegar hann skallaði boltann á Gordon og loks hvort markaskorarinn hafi verið rangstæður. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, blés hressilega á blaðamannafundi eftir leik og gagnrýndi dómgæsluna. „Þetta er algjörlega til skammar, þannig líður mér og öllum leikmönnunum í búningsherberginu,“ sagði Arteta. „Mér líður illa, líkt og ég sé veikur, þannig líður mér með það að vera hluti af þessu.“ Arsenal sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist taka undir ummæli Artetas. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. Í pistli sínum fyrir Daily Mail segir Clattenburg að mark Gordons gegn Arsenal hafi verið ólöglegt þar sem Joelinton hafi klárlega ýtt við Gabriel þegar hann skallaði boltann til hliðar. Clattenburg segir að dómarateymið hafi verið með aðrar ákvarðanir réttar, meðal annars að sleppa því að reka Kai Havertz út af fyrir glannalega tæklingu á Sean Longstaff en mörgum þótti Þjóðverjinn gera nóg til að verðskulda rautt spjald. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Tapið fyrir Newcastle var það fyrsta hjá liðinu í deildinni á tímabilinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Howe: Leit út eins og venjulegt mark fyrir mér Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði í viðtali eftir leik gærkvöldsins gegn Arsenal að honum hafi þótt sigurmark Anthony Gordon vera gott og gilt. 5. nóvember 2023 12:46 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Howe: Leit út eins og venjulegt mark fyrir mér Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði í viðtali eftir leik gærkvöldsins gegn Arsenal að honum hafi þótt sigurmark Anthony Gordon vera gott og gilt. 5. nóvember 2023 12:46