Upplýsum ferðamenn Sveinn Gauti Einarsson skrifar 7. nóvember 2023 09:01 Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. Það mætti halda að textinn sé hannaður til þess að að upplýsa eins lítið og hægt er og gera sem minnst úr áhættunni. Með réttu ætti eftirfarandi að koma fram til viðskiptavina lónsins: Kvikuinnskot er að eiga sér stað á 4-5 km dýpi undir lóninu. Innskotið getur leitt til eldgoss. Almannavarnir telja öruggt að heimsækja lónið og að hægt verði að segja til um eldgos með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að rýma þurfi Bláa lónið með hraði. Þrátt fyrir að Almannavarnir telji svæðið öruggt þá hefur Þorvaldur Þórðarson, einn okkar helstu vísindamanna í eldvirkni á Reykjanesskaga, varað við því að dekksta sviðsmynd sé að fyrirvari fyrir gos væru mínútur en ekki nokkrir klukkutímar. Bláa lónið setur ekki þessar upplýsingar á heimasíðuna. Þar á bæ er allt gert til þess að halda upplýsingum frá ferðamönnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins héldu því fram að allir gestir væru upplýstir um stöðu mála við komuna á svæðið. Þegar fjölmiðlar mættu á staðinn til að ræða við ferðamenn kom í ljós að þetta var ósatt. Ferðamennirnir höfðu engar upplýsingar fengið um jarðhræringar við komuna í lónið. Á síðustu árum höfum við náð að byggja upp ferðaþjónustu sem er nú orðinn en helsta atvinnugrein landsins. Svona framkoma eins og forsvarsfólk Bláa lónsins sýnir er ekkert nema vanvirðing við þá gesti sem velja að sækja landið okkar heim. Við eigum að sjálfsögðu að upplýsa um stöðu mála þegar kemur að náttúruöflunum. Stjórnendur Bláa lónsins vita að ef ferðamenn vissu í raun hver staðan er þá veldu þau annan stað til að baða sig með tilheyrandi áhrif á veltu fyrirtækisins. Þess vegna er allt gert til að koma í veg fyrir að tilvonandi gestir viti hver staðan er í raun. Á upplýsingafundi Almannavarna kom fram í máli Kristins Harðarsonar frá HS Orku kom fram að fyrirtækið hafi æft rýmingu, að starfsfólki inni á svæðinu hefði verið fækkað í ljósi stöðunnar en þau sem nauðsynlega þyrftu að vera þar gengju með gasmæli á sér. Svartsengi og Bláa lónið liggja saman. Hvernig getur staðist að annað fyrirtækið takmarki viðveru starfsfólk og líti á jarðhræringarnar sem raunverulega ógn, en hitt reynir að spila hættuna eins mikið niður og hægt er og lætur eins og ekkert sé? Yfirvöld eru ekki að standa sig í því að koma upplýsingum á framfæri til ferðamanna. Á vefsíðu Safetravel eru engar upplýsingar um hættu á eldgosi og upplýsingar á vefsíðu Veðurstofunnar eru óaðgengilegar og henta helst þeim sem þekkja vel til jarðfræði landsins en síður hinum venjulega ferðamanni. Orðspor landsins er í hættu. Komum fram við ferðamenn eins og fólk! Ég vil ítreka áskorun mína til Almannavarna um að láta loka Bláa lóninu strax. Ferðamannastöðum hefur verið lokað af miklu minna tilefni en þessu. Við erum að glíma við áður óþekkt ástand. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að okkar helstu sérfræðingar eru ósammála um verstu mögulegu atburðarás á Reykjanesi. Eins er ljóst að jarðeðlisfræði er flókin fræðigrein og þrátt fyrir að við eigum marga af færustu sérfræðingum heims á þessu sviði þá hefur gengið illa að spá fyrir um eldvirkni á síðustu árum. Það er of mikið í húfi til að halda meðvirkni með rekstraraðilum Bláa lónsins áfram. Tökum ekki sénsinn og lokum lóninu undir eins! Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Slysavarnir Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. Það mætti halda að textinn sé hannaður til þess að að upplýsa eins lítið og hægt er og gera sem minnst úr áhættunni. Með réttu ætti eftirfarandi að koma fram til viðskiptavina lónsins: Kvikuinnskot er að eiga sér stað á 4-5 km dýpi undir lóninu. Innskotið getur leitt til eldgoss. Almannavarnir telja öruggt að heimsækja lónið og að hægt verði að segja til um eldgos með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að rýma þurfi Bláa lónið með hraði. Þrátt fyrir að Almannavarnir telji svæðið öruggt þá hefur Þorvaldur Þórðarson, einn okkar helstu vísindamanna í eldvirkni á Reykjanesskaga, varað við því að dekksta sviðsmynd sé að fyrirvari fyrir gos væru mínútur en ekki nokkrir klukkutímar. Bláa lónið setur ekki þessar upplýsingar á heimasíðuna. Þar á bæ er allt gert til þess að halda upplýsingum frá ferðamönnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins héldu því fram að allir gestir væru upplýstir um stöðu mála við komuna á svæðið. Þegar fjölmiðlar mættu á staðinn til að ræða við ferðamenn kom í ljós að þetta var ósatt. Ferðamennirnir höfðu engar upplýsingar fengið um jarðhræringar við komuna í lónið. Á síðustu árum höfum við náð að byggja upp ferðaþjónustu sem er nú orðinn en helsta atvinnugrein landsins. Svona framkoma eins og forsvarsfólk Bláa lónsins sýnir er ekkert nema vanvirðing við þá gesti sem velja að sækja landið okkar heim. Við eigum að sjálfsögðu að upplýsa um stöðu mála þegar kemur að náttúruöflunum. Stjórnendur Bláa lónsins vita að ef ferðamenn vissu í raun hver staðan er þá veldu þau annan stað til að baða sig með tilheyrandi áhrif á veltu fyrirtækisins. Þess vegna er allt gert til að koma í veg fyrir að tilvonandi gestir viti hver staðan er í raun. Á upplýsingafundi Almannavarna kom fram í máli Kristins Harðarsonar frá HS Orku kom fram að fyrirtækið hafi æft rýmingu, að starfsfólki inni á svæðinu hefði verið fækkað í ljósi stöðunnar en þau sem nauðsynlega þyrftu að vera þar gengju með gasmæli á sér. Svartsengi og Bláa lónið liggja saman. Hvernig getur staðist að annað fyrirtækið takmarki viðveru starfsfólk og líti á jarðhræringarnar sem raunverulega ógn, en hitt reynir að spila hættuna eins mikið niður og hægt er og lætur eins og ekkert sé? Yfirvöld eru ekki að standa sig í því að koma upplýsingum á framfæri til ferðamanna. Á vefsíðu Safetravel eru engar upplýsingar um hættu á eldgosi og upplýsingar á vefsíðu Veðurstofunnar eru óaðgengilegar og henta helst þeim sem þekkja vel til jarðfræði landsins en síður hinum venjulega ferðamanni. Orðspor landsins er í hættu. Komum fram við ferðamenn eins og fólk! Ég vil ítreka áskorun mína til Almannavarna um að láta loka Bláa lóninu strax. Ferðamannastöðum hefur verið lokað af miklu minna tilefni en þessu. Við erum að glíma við áður óþekkt ástand. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að okkar helstu sérfræðingar eru ósammála um verstu mögulegu atburðarás á Reykjanesi. Eins er ljóst að jarðeðlisfræði er flókin fræðigrein og þrátt fyrir að við eigum marga af færustu sérfræðingum heims á þessu sviði þá hefur gengið illa að spá fyrir um eldvirkni á síðustu árum. Það er of mikið í húfi til að halda meðvirkni með rekstraraðilum Bláa lónsins áfram. Tökum ekki sénsinn og lokum lóninu undir eins! Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar