Segir yfirlýsingu Arsenal hættulega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2023 09:31 Anthony Gordon skorar sigurmark Newcastle United gegn Arsenal. Það var umdeilt í meira lagi. getty/Stu Forster Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og fótboltasérfræðingur Sky Sports, telur að yfirlýsing Arsenal vegna dómgæslu sé hættuleg. Eftir 1-0 tapið fyrir Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn gagnrýndi Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, dómgæsluna harðlega. Mark Newcastle var dæmt gilt eftir að hafa verið margskoðað á myndbandi. Arsenal tók svo undir gagnrýni hans í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér daginn eftir. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. „Enska úrvalsdeildin er sú fremsta í heiminum, með bestu leikmennina, þjálfarana og stuðningsmenninna, sem allir eiga skilið betur. Dómarasamtökin þurfa nauðsynlega að bæta úr dómgæslu og grípa til aðgerða svo forðast megi endalausar eftir á skýringar og afsökunarbeiðnir.“ Liverpool sendi frá sér svipaða yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum eftir leik gegn Tottenham. Neville telur yfirlýsingar sem þessar skaðlegar. „Mér fannst yfirlýsing Liverpool nokkuð hættuleg sem og yfirlýsing Arsenal,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. Hann segir að enska úrvalsdeildin verði að vernda dómara. „Félög verða að hegða sér betur í þessum aðstæðum og ég horfi á ensku úrvalsdeildina, sérstaklega forystu hennar, því við verðum að byrja að vernda dómara. Til að byrja með var ég mjög spenntur fyrir auknu gagnsæi og því að dómarar útskýrðu ákvarðanir sínar.“ Neville segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með Arsenal í þessu máli. „Arsenal er félag með mikla sögu og ætti að hegða sér betur. Þeir eiga eftir að sjá eftir þessari yfirlýsingu eftir nokkur ár,“ sagði Neville. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Eftir 1-0 tapið fyrir Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn gagnrýndi Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, dómgæsluna harðlega. Mark Newcastle var dæmt gilt eftir að hafa verið margskoðað á myndbandi. Arsenal tók svo undir gagnrýni hans í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér daginn eftir. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. „Enska úrvalsdeildin er sú fremsta í heiminum, með bestu leikmennina, þjálfarana og stuðningsmenninna, sem allir eiga skilið betur. Dómarasamtökin þurfa nauðsynlega að bæta úr dómgæslu og grípa til aðgerða svo forðast megi endalausar eftir á skýringar og afsökunarbeiðnir.“ Liverpool sendi frá sér svipaða yfirlýsingu fyrir nokkrum vikum eftir leik gegn Tottenham. Neville telur yfirlýsingar sem þessar skaðlegar. „Mér fannst yfirlýsing Liverpool nokkuð hættuleg sem og yfirlýsing Arsenal,“ sagði Neville á Sky Sports í gær. Hann segir að enska úrvalsdeildin verði að vernda dómara. „Félög verða að hegða sér betur í þessum aðstæðum og ég horfi á ensku úrvalsdeildina, sérstaklega forystu hennar, því við verðum að byrja að vernda dómara. Til að byrja með var ég mjög spenntur fyrir auknu gagnsæi og því að dómarar útskýrðu ákvarðanir sínar.“ Neville segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með Arsenal í þessu máli. „Arsenal er félag með mikla sögu og ætti að hegða sér betur. Þeir eiga eftir að sjá eftir þessari yfirlýsingu eftir nokkur ár,“ sagði Neville. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira