„Stolt, þakklát og auðmjúk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2023 20:31 Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður KSÍ í febrúar á næsta ári. vísir/arnar Vanda Sigurgeirsdóttir segir að fyrra starf hafi kallað aftur á hana og að hún vilji snúa sér aftur að ástríðu sinni. Hún hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. Vanda tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. „Fyrst langar mig að segja að þetta var að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun því hér er ég búin að vinna með frábæru fólki, starfsfólki KSÍ og stjórn og öllum félögunum. Í rauninni er þetta bara fyrst og fremst að ég er að snúa til baka til fyrri verka, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og í fyrirtæki sem ég á með manninum mínum og tveimur öðrum Anna Steinsen og Jón Halldórsson. Við eigum fyrirtæki sem heitir Kvan og ég fór svolítið út úr því og hvarf,“ segir Vanda og heldur áfram. „Nonni [Jón Halldórsson] sagði við mig að þetta væri eins og að vera með Ronaldo og Messi í liðinu sínu og svo bara fer Messi, þannig að ég er að fara til baka í það, til baka í það sem hefur verið mín stóru hjartans mál sem eru vellíðan og velferð barna, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk og fagfólk og fyrir foreldra og börn og eineltisforvarnir. Þetta er erfið ákvörðun en bara eitthvað sem ég ákvað að gera.“ Forréttindi að vinna við áhugamálið Hún segist hafa velt þessu fyrir sér í langan tíma. „Þetta er búið að veltast fram og til baka hjá mér. Af því að þetta er mjög skemmtilegt og það er gaman að vera formaður KSÍ og forréttindi að fá að vinna með áhugamálið sitt og með öllu þessu góða fólki.“ Hún segist vera ótrúlega stolt af tíma sínum sem formaður. „Bæði af því sem ég hef gert og stjórn. Ég er bara stolt, þakklát og auðmjúk“ Ljóst er að kosið verður um nýjan formann í febrúar á næsta ári. Vísir kannaði hljóðið í einstaklingum sem hafa verið orðaður við embættið núna eða undanfarin ár. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, liggur nú undir feldi en hann segir í samtal við Vísi að hann hafi fengið fyrirspurnir og hvatningu frá fólki um að bjóða sig fram. En hvernig aðila vill Vanda í starfið? „Það er fullt af mjög góðu fólki út um allt í hreyfingunni en ég vil bara fá einhvern góðan aðila og góða manneskju sem er með hjartað á réttum stað.“ KSÍ Fótbolti Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
Vanda tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. „Fyrst langar mig að segja að þetta var að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun því hér er ég búin að vinna með frábæru fólki, starfsfólki KSÍ og stjórn og öllum félögunum. Í rauninni er þetta bara fyrst og fremst að ég er að snúa til baka til fyrri verka, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og í fyrirtæki sem ég á með manninum mínum og tveimur öðrum Anna Steinsen og Jón Halldórsson. Við eigum fyrirtæki sem heitir Kvan og ég fór svolítið út úr því og hvarf,“ segir Vanda og heldur áfram. „Nonni [Jón Halldórsson] sagði við mig að þetta væri eins og að vera með Ronaldo og Messi í liðinu sínu og svo bara fer Messi, þannig að ég er að fara til baka í það, til baka í það sem hefur verið mín stóru hjartans mál sem eru vellíðan og velferð barna, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk og fagfólk og fyrir foreldra og börn og eineltisforvarnir. Þetta er erfið ákvörðun en bara eitthvað sem ég ákvað að gera.“ Forréttindi að vinna við áhugamálið Hún segist hafa velt þessu fyrir sér í langan tíma. „Þetta er búið að veltast fram og til baka hjá mér. Af því að þetta er mjög skemmtilegt og það er gaman að vera formaður KSÍ og forréttindi að fá að vinna með áhugamálið sitt og með öllu þessu góða fólki.“ Hún segist vera ótrúlega stolt af tíma sínum sem formaður. „Bæði af því sem ég hef gert og stjórn. Ég er bara stolt, þakklát og auðmjúk“ Ljóst er að kosið verður um nýjan formann í febrúar á næsta ári. Vísir kannaði hljóðið í einstaklingum sem hafa verið orðaður við embættið núna eða undanfarin ár. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, liggur nú undir feldi en hann segir í samtal við Vísi að hann hafi fengið fyrirspurnir og hvatningu frá fólki um að bjóða sig fram. En hvernig aðila vill Vanda í starfið? „Það er fullt af mjög góðu fólki út um allt í hreyfingunni en ég vil bara fá einhvern góðan aðila og góða manneskju sem er með hjartað á réttum stað.“
KSÍ Fótbolti Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn