Pabbi þinn vinnur ekki hér! Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 10:30 Á mörgum vinnustöðum má finna í sameiginlegum rýmum eins og kaffistofum miða sem á stendur í fjölbreyttum útgáfum skilaboð um að mæður starfsfólks séu ekki starfandi á vinnustaðnum. Skilaboðin eru að starfsfólk þurfi því sjálft að setja kaffibollana sína í uppþvottavélina og jafnvel setja hana af stað. Tilgangurinn er að setja í grín-samhengi leiðinleg skilaboð sem okkur finnst smáfyndin því við skiljum öll brandarann. Mamma setur í uppþvottavélina og mamma setur hana af stað. Það eru steríótýpurnar um hlutverk mæðra á heimilum. Bara ef mamma ynni nú á mínum vinnustað svo ég þyrfti ekki að ganga frá eftir mig. Nýafstaðið kvennaverkfall þar sem hundrað þúsund konur mættu og kröfðust raunverulegs jafnréttis sýnir að konur og kvár eru ekki sátt við það kerfi sem þau búa við. Nýjar íslenskar kannanir sýna að konur sinna heimilisstörfum og skipulagningu í kringum heimili og börn í mun meira mæli en karlkyns makar þeirra, svokölluð þriðja vakt sem er verkstjórn heimilisins. Þessu vilja konur og kvár breyta. Þau vilja fá að láta sína drauma rætast og sleppa við hindranirnar sem felast í því að auðvelda líf annarra. Konur þurfa bara að vera duglegri að skipa lötu mönnunum sínum fyrir og þá er þetta ekki vandi segir þá einhver. En það er kjarni þriðju vaktarinnar, að halda yfirsýn, sinna verkstjórn og skipa lötu körlunum fyrir. Auk þess sýnir dæmið um mömmuna sem vinnur ekki á kaffistofunni að vandinn er kerfislægur en ekki bundin við einstaka heimili. Árþúsundagamalt kerfi setur á herðar konum ábyrgð á nærumhverfinu og krefst þess að þær noti sinn takmarkaða tíma á jörðinni til þess að líf allra í kringum þær virki. Þeim býðst svo að sinna sínum eigin hugðarefnum þegar fyrstu, annari og þriðju vaktinni er lokið. Það er, á milli kl. 21.30 og hálftíu á kvöldin. Í stað þess að krefja konur enn einu sinni um að vera bara duglegri við að breyta aðstæðum sem þær eru settar í er nauðsynlegt að breyta samfélagsgerðinni sem þrýstir á um að konur og kvár setji sínar þarfir, langanir og drauma í síðasta sæti. Hægt hefur gengið að tryggja jafnan rétt kynja og samfélagsgerðin er enn langt á eftir. Niðurstöður meistararannsóknar í kynjafræði sýnir að Íslendingar eru í afneitun um álagið sem fylgir því að vera framkvæmdastjóri heimilisins. Þurfa karlar ekki bara að vera duglegri að taka ábyrgð á heimilinu? Og ætti ekki að breyta miðunum á vinnustöðunum þannig að á þeim standi „Pabbi þinn vinnur ekki hér“? Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Jafnréttismál Vinnustaðurinn Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á mörgum vinnustöðum má finna í sameiginlegum rýmum eins og kaffistofum miða sem á stendur í fjölbreyttum útgáfum skilaboð um að mæður starfsfólks séu ekki starfandi á vinnustaðnum. Skilaboðin eru að starfsfólk þurfi því sjálft að setja kaffibollana sína í uppþvottavélina og jafnvel setja hana af stað. Tilgangurinn er að setja í grín-samhengi leiðinleg skilaboð sem okkur finnst smáfyndin því við skiljum öll brandarann. Mamma setur í uppþvottavélina og mamma setur hana af stað. Það eru steríótýpurnar um hlutverk mæðra á heimilum. Bara ef mamma ynni nú á mínum vinnustað svo ég þyrfti ekki að ganga frá eftir mig. Nýafstaðið kvennaverkfall þar sem hundrað þúsund konur mættu og kröfðust raunverulegs jafnréttis sýnir að konur og kvár eru ekki sátt við það kerfi sem þau búa við. Nýjar íslenskar kannanir sýna að konur sinna heimilisstörfum og skipulagningu í kringum heimili og börn í mun meira mæli en karlkyns makar þeirra, svokölluð þriðja vakt sem er verkstjórn heimilisins. Þessu vilja konur og kvár breyta. Þau vilja fá að láta sína drauma rætast og sleppa við hindranirnar sem felast í því að auðvelda líf annarra. Konur þurfa bara að vera duglegri að skipa lötu mönnunum sínum fyrir og þá er þetta ekki vandi segir þá einhver. En það er kjarni þriðju vaktarinnar, að halda yfirsýn, sinna verkstjórn og skipa lötu körlunum fyrir. Auk þess sýnir dæmið um mömmuna sem vinnur ekki á kaffistofunni að vandinn er kerfislægur en ekki bundin við einstaka heimili. Árþúsundagamalt kerfi setur á herðar konum ábyrgð á nærumhverfinu og krefst þess að þær noti sinn takmarkaða tíma á jörðinni til þess að líf allra í kringum þær virki. Þeim býðst svo að sinna sínum eigin hugðarefnum þegar fyrstu, annari og þriðju vaktinni er lokið. Það er, á milli kl. 21.30 og hálftíu á kvöldin. Í stað þess að krefja konur enn einu sinni um að vera bara duglegri við að breyta aðstæðum sem þær eru settar í er nauðsynlegt að breyta samfélagsgerðinni sem þrýstir á um að konur og kvár setji sínar þarfir, langanir og drauma í síðasta sæti. Hægt hefur gengið að tryggja jafnan rétt kynja og samfélagsgerðin er enn langt á eftir. Niðurstöður meistararannsóknar í kynjafræði sýnir að Íslendingar eru í afneitun um álagið sem fylgir því að vera framkvæmdastjóri heimilisins. Þurfa karlar ekki bara að vera duglegri að taka ábyrgð á heimilinu? Og ætti ekki að breyta miðunum á vinnustöðunum þannig að á þeim standi „Pabbi þinn vinnur ekki hér“? Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun