MAST forvitnast um bókakynningu og hrúta: Betra að vera viss Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2023 11:38 Daníel Hansen, annar höfunda bókarinnar, með Bárði forystuhrúti (til hægri). aðsend Pétur Már Ólafsson útgefandi varð forviða þegar Pennanum Eymundsson barst sérstök fyrirspurn frá MAST varðandi bókakynningu. Dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar hafði samband við Pennann Eymundsson í vikunni til að kanna hvort það myndu nokkuð kindur mæta í útgáfufagnað í Smáralind nú um helgina. „Mér barst ábending um viðburð á Facebook um bókina Forystufé eftir Guðjón Ragnar Jónasson og Daníel Hansen. Sumir hafa skilið viðburðinn eins og það verði sauðfé á staðnum. Ég skil þetta eins og það sé einungis verið að kynna bókina en það er betra að vera viss. Verður nokkuð sauðfé í Smáralind næstkomandi laugardag?“ Svo segir í fyrirspurn frá Símoni Má dýraeftirlitsmanni hjá MAST til Pennans. „Ég veit ekki hvort starfsfólki Pennans gafst kostur á að svara þessum áhyggjufulla embættismanni áður en tölvuþrjótar gerðu árás á fyrirtækið en skilningur hans réttur – það verður ekki forystufé, aðeins fólk í Smáralind á laugardaginn,“ segir Pétur Már útgefandi bókarinnar í samtali við Vísi. Og ljóst að honum þykir þetta skondið erindi og er ánægður með hversu vökult auga MAST hefur á atburðum á borð við þennan. Bókaútgáfa Dýraheilbrigði Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Dýraeftirlitsmaður Matvælastofnunar hafði samband við Pennann Eymundsson í vikunni til að kanna hvort það myndu nokkuð kindur mæta í útgáfufagnað í Smáralind nú um helgina. „Mér barst ábending um viðburð á Facebook um bókina Forystufé eftir Guðjón Ragnar Jónasson og Daníel Hansen. Sumir hafa skilið viðburðinn eins og það verði sauðfé á staðnum. Ég skil þetta eins og það sé einungis verið að kynna bókina en það er betra að vera viss. Verður nokkuð sauðfé í Smáralind næstkomandi laugardag?“ Svo segir í fyrirspurn frá Símoni Má dýraeftirlitsmanni hjá MAST til Pennans. „Ég veit ekki hvort starfsfólki Pennans gafst kostur á að svara þessum áhyggjufulla embættismanni áður en tölvuþrjótar gerðu árás á fyrirtækið en skilningur hans réttur – það verður ekki forystufé, aðeins fólk í Smáralind á laugardaginn,“ segir Pétur Már útgefandi bókarinnar í samtali við Vísi. Og ljóst að honum þykir þetta skondið erindi og er ánægður með hversu vökult auga MAST hefur á atburðum á borð við þennan.
Bókaútgáfa Dýraheilbrigði Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira