Firmino þurfti oft að stilla til friðar milli Salah og Mané Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2023 08:31 Þeir Sadio Mané, Roberto Firmino og Mohamed Salah skoruðu samtals 427 mörk meðan þeir léku saman með Liverpool. getty/Laurence Griffiths Roberto Firmino segist stundum hafa þurft að stilla til friðar milli Mohameds Salah og Sadios Mané. Salah, Mané og Firmino mynduðu magnað sóknartríó hjá Liverpool. Salah og Mané var ekki alltaf sammála eða sáttir við hvorn annan eins og í leik gegn Burnley 2019 þegar Senegalinn var afar óánægður með að Egyptinn hafi ekki gefið á hann. Firmino hefur nú tjáð sig um ríginn milli Manés og Salahs. „Ég upplifði þetta allt frá fyrstu hendi, gretturnar og líkamstjáninguna, óánægjuna þegar annar þeirra var ósáttur við hinn. Ég fann fyrir því. Ég var tengingin milli þeirra í sóknarspili okkar og í hlutverki sáttasemjara á þessum augnablikum,“ sagði Firmino. „Fyrir mörgum var þetta rifrildi gegn Burnley það fyrsta og síðasta milli Salahs og Manés. En ég vissi að þetta var búið að vera að byggjast upp frá tímabilinu á undan, 2018-19. Mitt hlutverk var að stilla til friðar. Það höfðu verið smá vandamál milli þeirra áður en þarna gerðist allt á vellinum, fyrir allra augum. Þarna fór lokið af pottinum.“ Að sögn Firminos er Mané nokkuð skapheitur og hann þurfti oft að róa hann niður. „Mané var ákafari á góðum stundum og slæmum. Hann var sá bráðasti af okkur þremur. Ég var alltaf að tala við hann, gefa honum ráðleggingar og reyna að róa hann. Ég sagði honum að finna frið, spila fyrir liðið og vera rólegur,“ sagði Firmino sem gekk í raðir Al-Ahli í Sádi-Arabíu í sumar eftir átta ár hjá Liverpool. Mané fór frá Liverpool til Bayern München í fyrra, og þaðan til Al-Nassr, en Salah leikur enn með Rauða hernum. Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira
Salah, Mané og Firmino mynduðu magnað sóknartríó hjá Liverpool. Salah og Mané var ekki alltaf sammála eða sáttir við hvorn annan eins og í leik gegn Burnley 2019 þegar Senegalinn var afar óánægður með að Egyptinn hafi ekki gefið á hann. Firmino hefur nú tjáð sig um ríginn milli Manés og Salahs. „Ég upplifði þetta allt frá fyrstu hendi, gretturnar og líkamstjáninguna, óánægjuna þegar annar þeirra var ósáttur við hinn. Ég fann fyrir því. Ég var tengingin milli þeirra í sóknarspili okkar og í hlutverki sáttasemjara á þessum augnablikum,“ sagði Firmino. „Fyrir mörgum var þetta rifrildi gegn Burnley það fyrsta og síðasta milli Salahs og Manés. En ég vissi að þetta var búið að vera að byggjast upp frá tímabilinu á undan, 2018-19. Mitt hlutverk var að stilla til friðar. Það höfðu verið smá vandamál milli þeirra áður en þarna gerðist allt á vellinum, fyrir allra augum. Þarna fór lokið af pottinum.“ Að sögn Firminos er Mané nokkuð skapheitur og hann þurfti oft að róa hann niður. „Mané var ákafari á góðum stundum og slæmum. Hann var sá bráðasti af okkur þremur. Ég var alltaf að tala við hann, gefa honum ráðleggingar og reyna að róa hann. Ég sagði honum að finna frið, spila fyrir liðið og vera rólegur,“ sagði Firmino sem gekk í raðir Al-Ahli í Sádi-Arabíu í sumar eftir átta ár hjá Liverpool. Mané fór frá Liverpool til Bayern München í fyrra, og þaðan til Al-Nassr, en Salah leikur enn með Rauða hernum.
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Sjá meira