Tók upp byssu þegar samstarfsmaður hótaði að spilla Top Gun Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2023 09:50 Tom Cruise tók ekki upp byssu. Hann er stjarna Top Gun: Maverick. The Chosunilbo JNS/Getty Ástralskur lögreglumaður hefur verið sakfelldur fyrir að fara óvarlega með skotvopn eftir að hafa otað því að samstarfsfélaga. Sá hafði séð stórmyndina Top Gun: Maverick kvöldið áður og hótaði að spilla söguþræði hennar. Í frétt ástralska ríkissjónvarpsins segir að lögreglumaðurinn, Dominic Francis Gaynor, hafi verið að vinna í móttöku lögreglustöðvar í Sydney þegar samstarfsmaður hans, Morgan Royston, hóf að spjalla við hann um kvikmyndina, þar sem Tom Cruise fer með aðalhlutverkið. „Ég spilli henni fyrir þér,“ sé haft eftir Royston í gögnum dómsmálsins vegna atviksins. Gaynor er þá sagður hafa farið að hlæja og sagt Royston að spilla myndinni ekki. Því næst hafi hann stigið skrefinu lengra í gríninu, dregið upp skammbyssu sína og sagt: „Annars skýt ég þig!“ Hætti í löggunni Fyrir dómi sagði Royston að honum hefði ekki þótt grín Gaynors neitt fyndið. Eftir atvikið hafi hann orðið mjög kvíðinn og lagst í þunglyndi. Hann hefði alltaf dreymt um að verða lögreglumaður, en hann var enn á tímabundnum ráðningarsamningi hjá lögreglunni, en að eftir atvikið hafi hann neyðst til þess að gefa drauminn upp á bátinn. „Ég hef algjörlega tapað trausti og aðdáun minni á lögreglunni í Nýja Suður-Wales. Þegar ég sé lögregluþjóna í dag finn ég fyrir þörf til að fylgjast með þeim og ganga úr skugga um að þeir séu ekki að munda skotvopn sín.“ Grín og gaman Verjandi Gaynors sagði við réttarhöldin að það myndi kosta Gaynor starfið og æruna yrði hann sakfelldur fyrir athæfi hans. Hann hefði ekki haft neinn illan ásetning til þess að hræða Royston. „Þetta er mál þar sem grín og gaman á vinnustaðnum hefur farið út af sporinu.“ Dómari í málinu ákvað að dæma Gaynor til hundrað klukkustunda samfélagsþjónustu og tveggja ára skilorðs. Ástralía Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Í frétt ástralska ríkissjónvarpsins segir að lögreglumaðurinn, Dominic Francis Gaynor, hafi verið að vinna í móttöku lögreglustöðvar í Sydney þegar samstarfsmaður hans, Morgan Royston, hóf að spjalla við hann um kvikmyndina, þar sem Tom Cruise fer með aðalhlutverkið. „Ég spilli henni fyrir þér,“ sé haft eftir Royston í gögnum dómsmálsins vegna atviksins. Gaynor er þá sagður hafa farið að hlæja og sagt Royston að spilla myndinni ekki. Því næst hafi hann stigið skrefinu lengra í gríninu, dregið upp skammbyssu sína og sagt: „Annars skýt ég þig!“ Hætti í löggunni Fyrir dómi sagði Royston að honum hefði ekki þótt grín Gaynors neitt fyndið. Eftir atvikið hafi hann orðið mjög kvíðinn og lagst í þunglyndi. Hann hefði alltaf dreymt um að verða lögreglumaður, en hann var enn á tímabundnum ráðningarsamningi hjá lögreglunni, en að eftir atvikið hafi hann neyðst til þess að gefa drauminn upp á bátinn. „Ég hef algjörlega tapað trausti og aðdáun minni á lögreglunni í Nýja Suður-Wales. Þegar ég sé lögregluþjóna í dag finn ég fyrir þörf til að fylgjast með þeim og ganga úr skugga um að þeir séu ekki að munda skotvopn sín.“ Grín og gaman Verjandi Gaynors sagði við réttarhöldin að það myndi kosta Gaynor starfið og æruna yrði hann sakfelldur fyrir athæfi hans. Hann hefði ekki haft neinn illan ásetning til þess að hræða Royston. „Þetta er mál þar sem grín og gaman á vinnustaðnum hefur farið út af sporinu.“ Dómari í málinu ákvað að dæma Gaynor til hundrað klukkustunda samfélagsþjónustu og tveggja ára skilorðs.
Ástralía Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira