Öflug skjálftahrina hófst í morgunsárið eftir rólegheitin í nótt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 12:19 Reykjanesið hóf að hristast um áttaleytið í morgun en liðin nótt var tiltölulega róleg. Vísir/Vilhelm Fremur öflug skjálftahrina tók sig upp að nýju í morgun eftir tiltölulega rólega nótt á Reykjanesinu. Nokkrir stærri skjálftar hafa riðið yfir frá því um átta leytið í morgun, sjö þeirra voru yfir 3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að íbúar svæðisins megi áfram að búast við öflugum skjálftum allt að fimm að stærð. Minnst fimm hundruð skjálftar hafa riðið yfir frá því á miðnætti og þar af hafa sjö þeirra mælst þrír að stærð eða stærri. Allflestir hafa raðast niður suðaustan við Sílingarfell. Stærsti skjálftinn varð klukkan korter í eitt og mældist 4,1 að stærð. Allir skjálftarnir hafa verið á um 5 til 5,7 km dýpi. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Heilt yfir, ef við skoðum stöðuna, þá erum við áfram að sjá þessar jarðskjálftakviður koma fram út af þessari þenslu sem er vestan við Þorbjörninn og við sáum í gær eftir stóru skjálftana sem riðu yfir eftir miðnætti í gær að þá kom svona svolítið hlé í skjálftavirknina en nú er hún bara að taka sig upp aftur og við verðum bara að vakta þetta áfram og vera viðbúin því að finna fyrir skjálftum áfram.“ Fleiri mælistöðvar settar upp á Reykjanesi Samkvæmt nýjustu GPS gögnum er landris áfram stöðugt á svæðinu en starfsfólk Veðurstofunnar setti í gær upp fleiri GPS mælistöðvar til að geta fylgst enn betur með þróuninni. Gátuð þið numið einhverja breytingu á hraða landrissins í kjölfar stóru, stóru skjálftanna sem riðu yfir í fyrrinótt? „Við sjáum að GPS-ið tekur stökk en við þurfum að fá fleiri mælipunkta til að sjá hvort risið heldur áfram á sama hraða en við þurfum þá að bíða áfram næstu átta tíma til að fá frekari punkta til að gefa okkur betri heildarmynd um hvernig þetta er að þróast.“ Áfram má búast við skjálftum allt að 5 að stærð Eru meiri líkur á eldgosi núna heldur en síðustu daga eða er staðan hreinlega bara óbreytt? „Við metum það svo að staðan er í rauninni óbreytt eins og er og við þurfum að vakta þetta vel áfram og við erum ennþá inn í þessum atburði og við getum búist núna áfram við skjálftum á svæðinu allt að um 5 að stærð og við verðum bara að búast við að þessar jarðskjálftakviður verði áfram á meðan þenslan er þarna vestan við Þorbjörn.“Uppfærsla kl 13. 22: Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um skjálftavirknina. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Tengdar fréttir Enn skelfur jörð með fjórum skjálftum yfir þremur Ný skjálftahrina hófst í morgun á Reykjanesi. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst síðan klukkan sjö. Náttúruvásérfræðingur býst við að staðan verði eins næstu daga. 10. nóvember 2023 10:58 Rólegt yfir mælum í nótt og enginn skjálfti yfir 2,0 stig eftir miðnætti Það var rólegt yfir mælum Veðurstofunnar í nótt og enginn skjálfti verið yfir 2,0 stig eftir miðnætti. 10. nóvember 2023 07:02 Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 9. nóvember 2023 20:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Minnst fimm hundruð skjálftar hafa riðið yfir frá því á miðnætti og þar af hafa sjö þeirra mælst þrír að stærð eða stærri. Allflestir hafa raðast niður suðaustan við Sílingarfell. Stærsti skjálftinn varð klukkan korter í eitt og mældist 4,1 að stærð. Allir skjálftarnir hafa verið á um 5 til 5,7 km dýpi. Einar Hjörleifsson er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. „Heilt yfir, ef við skoðum stöðuna, þá erum við áfram að sjá þessar jarðskjálftakviður koma fram út af þessari þenslu sem er vestan við Þorbjörninn og við sáum í gær eftir stóru skjálftana sem riðu yfir eftir miðnætti í gær að þá kom svona svolítið hlé í skjálftavirknina en nú er hún bara að taka sig upp aftur og við verðum bara að vakta þetta áfram og vera viðbúin því að finna fyrir skjálftum áfram.“ Fleiri mælistöðvar settar upp á Reykjanesi Samkvæmt nýjustu GPS gögnum er landris áfram stöðugt á svæðinu en starfsfólk Veðurstofunnar setti í gær upp fleiri GPS mælistöðvar til að geta fylgst enn betur með þróuninni. Gátuð þið numið einhverja breytingu á hraða landrissins í kjölfar stóru, stóru skjálftanna sem riðu yfir í fyrrinótt? „Við sjáum að GPS-ið tekur stökk en við þurfum að fá fleiri mælipunkta til að sjá hvort risið heldur áfram á sama hraða en við þurfum þá að bíða áfram næstu átta tíma til að fá frekari punkta til að gefa okkur betri heildarmynd um hvernig þetta er að þróast.“ Áfram má búast við skjálftum allt að 5 að stærð Eru meiri líkur á eldgosi núna heldur en síðustu daga eða er staðan hreinlega bara óbreytt? „Við metum það svo að staðan er í rauninni óbreytt eins og er og við þurfum að vakta þetta vel áfram og við erum ennþá inn í þessum atburði og við getum búist núna áfram við skjálftum á svæðinu allt að um 5 að stærð og við verðum bara að búast við að þessar jarðskjálftakviður verði áfram á meðan þenslan er þarna vestan við Þorbjörn.“Uppfærsla kl 13. 22: Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um skjálftavirknina.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Tengdar fréttir Enn skelfur jörð með fjórum skjálftum yfir þremur Ný skjálftahrina hófst í morgun á Reykjanesi. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst síðan klukkan sjö. Náttúruvásérfræðingur býst við að staðan verði eins næstu daga. 10. nóvember 2023 10:58 Rólegt yfir mælum í nótt og enginn skjálfti yfir 2,0 stig eftir miðnætti Það var rólegt yfir mælum Veðurstofunnar í nótt og enginn skjálfti verið yfir 2,0 stig eftir miðnætti. 10. nóvember 2023 07:02 Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 9. nóvember 2023 20:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Enn skelfur jörð með fjórum skjálftum yfir þremur Ný skjálftahrina hófst í morgun á Reykjanesi. Fjórir skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst síðan klukkan sjö. Náttúruvásérfræðingur býst við að staðan verði eins næstu daga. 10. nóvember 2023 10:58
Rólegt yfir mælum í nótt og enginn skjálfti yfir 2,0 stig eftir miðnætti Það var rólegt yfir mælum Veðurstofunnar í nótt og enginn skjálfti verið yfir 2,0 stig eftir miðnætti. 10. nóvember 2023 07:02
Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. 9. nóvember 2023 20:30