Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 16:03 Ása hefur farið fram á að bandaríska alríkislögreglan bæti henni það tjón sem varð við húsleit á heimili hennar í sumar. Vísir/Getty Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. Frá þessu greinir í frétt Daily Mail en Vísir hefur áður fjallað um húsleitina og það tjón sem Ása varð fyrir við hana. Ása sagði í samtali við New York Post í ágúst að skemmdirnar á heimili hennar væru svo miklar að varla væri hægt að búa á heimilinu. Lögreglan hafi rústað heimilinu í eit sinni að sönnunargögnum og sagði hún skemmdirnar svo miklar að hún ætti ekki einu sinni rúm til að sofa í. Grunaður um fleiri morð Fram kemur í frétt Daily Mail að Ása hafi í gær heimsótt Heuermann í fyrsta sinn í fangelsi, þar sem hann hefur dúsað frá handtöku 13. júlí síðastliðinn. Ása fór fram á skilnað sex dögum eftir að Heuermann var ákærður fyrir morðið á þremur kynlífsverkakonum. Líkamleifar kvennanna þriggja fundust við umfangsmikla leit á Gilgo ströndinni á Long Island á árunum 2010 og 2011. Alls fundust líkamsleifar ellefu manna. Konurnar þrjár sem búið er að ákæra Heuermann fyrir að myrða hétu Megan Waterman, sem var 22 ára, Melissa Barthelemy, sem var 24 ára, og Amber Lynn Costello, 27 ára. Þá er hann grunaður um að hafa myrt hina 25 ára gömlu Maureen Brainard-Barnes. Auk þess hefur Rodney K. Harrison, lögreglustjórinn í Suffolk, bætt tveimur rannsakendum við teymið sem rannsakar morð Valerie Mack og Karen Vergata. Heuermann er efstur á lista grunaðra í því máli. Hrædd um að Ása missi sjúkratryggingu Eins og Vísir hefur greint frá glímir Ása bæði við krabbamein í húð og brjósti. Haft er eftir Robert Macedonio, lögfræðingi Ásu, í frétt Daily Mail, að vegna skilnaðarins gæti Ása mist sjúkratrygginguna, sem hún þarf til að niðurgreiða krabbameinsmeðferðina. Tryggin hafi verið hluti af starfssamningi Heuermann og gangi skilnaðurinn í gegn muni hún líklega missa trygginguna. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Íslendingar erlendis Erlend sakamál Tengdar fréttir „Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. 28. september 2023 11:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Frá þessu greinir í frétt Daily Mail en Vísir hefur áður fjallað um húsleitina og það tjón sem Ása varð fyrir við hana. Ása sagði í samtali við New York Post í ágúst að skemmdirnar á heimili hennar væru svo miklar að varla væri hægt að búa á heimilinu. Lögreglan hafi rústað heimilinu í eit sinni að sönnunargögnum og sagði hún skemmdirnar svo miklar að hún ætti ekki einu sinni rúm til að sofa í. Grunaður um fleiri morð Fram kemur í frétt Daily Mail að Ása hafi í gær heimsótt Heuermann í fyrsta sinn í fangelsi, þar sem hann hefur dúsað frá handtöku 13. júlí síðastliðinn. Ása fór fram á skilnað sex dögum eftir að Heuermann var ákærður fyrir morðið á þremur kynlífsverkakonum. Líkamleifar kvennanna þriggja fundust við umfangsmikla leit á Gilgo ströndinni á Long Island á árunum 2010 og 2011. Alls fundust líkamsleifar ellefu manna. Konurnar þrjár sem búið er að ákæra Heuermann fyrir að myrða hétu Megan Waterman, sem var 22 ára, Melissa Barthelemy, sem var 24 ára, og Amber Lynn Costello, 27 ára. Þá er hann grunaður um að hafa myrt hina 25 ára gömlu Maureen Brainard-Barnes. Auk þess hefur Rodney K. Harrison, lögreglustjórinn í Suffolk, bætt tveimur rannsakendum við teymið sem rannsakar morð Valerie Mack og Karen Vergata. Heuermann er efstur á lista grunaðra í því máli. Hrædd um að Ása missi sjúkratryggingu Eins og Vísir hefur greint frá glímir Ása bæði við krabbamein í húð og brjósti. Haft er eftir Robert Macedonio, lögfræðingi Ásu, í frétt Daily Mail, að vegna skilnaðarins gæti Ása mist sjúkratrygginguna, sem hún þarf til að niðurgreiða krabbameinsmeðferðina. Tryggin hafi verið hluti af starfssamningi Heuermann og gangi skilnaðurinn í gegn muni hún líklega missa trygginguna.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Íslendingar erlendis Erlend sakamál Tengdar fréttir „Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. 28. september 2023 11:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
„Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. 28. september 2023 11:03
Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34
Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31