Lilja Guðrún leikkona er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 16:39 Lilja Guðrún var 73 ára í sumar. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leikkona er látin 73 ára að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Lilja Guðrún fæddist 7. júlí 1950 á Akranesi, dóttir Ingunnar Valgerðar Hjartardóttur og Þorvaldar Steinasonar. Átta ára gömul flutti hún með foreldrum sínum á ættaróðalið Narfastaði í Hvalfjarðasveit hvar foreldrar hennar tóku við búskap fjölskyldunnar. Um tólf ára aldur fluttist fjölskyldan svo í Kópavoginn og festi þar rætur. Lilja lauk námi frá gagnfræðaskólanum við Lindargötu og síðan tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hún var einn af stofnendum leiklistarskólans SÁL árið 1972 og ein af fáum sem komst í gegnum nálaraugað í inntökuprófi að Leiklistarskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún 1978. Fyrsta hlutverk Lilju í Þjóðleikhúsinu var hlutverk Mörtu í Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson árið 1979 undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Það verk ferðaðist á leikhátíðir víða um heim. Í Þjóðleikhúsinu lék hún hvert burðarhlutverkið af öðru, allt fram til starfsloka við 70 aldur, svo sem Mörtu í Hver er hræddur við Virginíu Wolf, og Höllu í Fjalla-Eyvindi og Höllu. Hún lék einnig burðarhlutverk í uppsetningum Leikfélags Akureyrar og Útvarpsleikhússins og uppsetningum sjálfstæðra leikhópa eins Alþýðuleikhússins og Lab Loka. Síðustu tvo áratugina lék hún aðal- og aukahlutverk í fjölda bíómynda og sjónvarpsþátta. Af bíómyndum má nefna myndirnar Börn og Foreldrar í leikstjórn Ragnar Bragason, Okkar eigin Osló í leikstjórn Reyni Lyngdal, Vonarstræti og Óróa eftir Baldvin Z, Strákunum okkar í leikstjórn Róberts Douglas, Sumarlandinu í leiksjórn Gríms Hákonarsonar og Köld slóð í leikstjórn Björns Brynjúlfs en fyrir hlutverk sitt í síðastnefndu myndinni hlaut Lilja tilnefningu til íslensku kvikmyndaverðlaunanna. Þá lék hún fjölda hlutverka í sjónvarpi eins og í Fangavaktinni, Rétti, Mannaveiðum og nú síðast Flateyjargátunni. Barátta fyrir réttlátari heimi var Lilju Guðrúnu í blóð borin. Hún var virk í verkalýðsbaráttu, sinnti trúnaðarstörfum fyrir BSRB og SFR (nú Sameyki) og tók þátt í skipulagningu verkfallsviðburða. Þá sat hún á lista Alþýðubandalagsins fyrir alþingiskosningarnar árið 1995. Lilja tók þátt í ýmsum átaksverkefnum svo sem gegn umferðarslysum og fyrir foreldra barna í vímuefnaneyslu, friðargöngum, viðburðum verkafólks og gegn kjarnorkuvá. Þá átti hún hlutabréf í Hlaðvarpanum, miðstöð kvenna gegn kynferðisofbeldi. Lilja Guðrún var fjallkona Íslands á þjóðhátíðardeginum 17. júní árið 2013, þar sem hún flutti ljóð Péturs Gunnarssonar. Dætur Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur eru Karen María Jónsdóttir f. 10. desember 1975 og Inga Valgerður Henriksen f. 20. maí 1985. Útförin verður auglýst síðar Andlát Leikhús Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira
Lilja Guðrún fæddist 7. júlí 1950 á Akranesi, dóttir Ingunnar Valgerðar Hjartardóttur og Þorvaldar Steinasonar. Átta ára gömul flutti hún með foreldrum sínum á ættaróðalið Narfastaði í Hvalfjarðasveit hvar foreldrar hennar tóku við búskap fjölskyldunnar. Um tólf ára aldur fluttist fjölskyldan svo í Kópavoginn og festi þar rætur. Lilja lauk námi frá gagnfræðaskólanum við Lindargötu og síðan tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hún var einn af stofnendum leiklistarskólans SÁL árið 1972 og ein af fáum sem komst í gegnum nálaraugað í inntökuprófi að Leiklistarskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún 1978. Fyrsta hlutverk Lilju í Þjóðleikhúsinu var hlutverk Mörtu í Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson árið 1979 undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Það verk ferðaðist á leikhátíðir víða um heim. Í Þjóðleikhúsinu lék hún hvert burðarhlutverkið af öðru, allt fram til starfsloka við 70 aldur, svo sem Mörtu í Hver er hræddur við Virginíu Wolf, og Höllu í Fjalla-Eyvindi og Höllu. Hún lék einnig burðarhlutverk í uppsetningum Leikfélags Akureyrar og Útvarpsleikhússins og uppsetningum sjálfstæðra leikhópa eins Alþýðuleikhússins og Lab Loka. Síðustu tvo áratugina lék hún aðal- og aukahlutverk í fjölda bíómynda og sjónvarpsþátta. Af bíómyndum má nefna myndirnar Börn og Foreldrar í leikstjórn Ragnar Bragason, Okkar eigin Osló í leikstjórn Reyni Lyngdal, Vonarstræti og Óróa eftir Baldvin Z, Strákunum okkar í leikstjórn Róberts Douglas, Sumarlandinu í leiksjórn Gríms Hákonarsonar og Köld slóð í leikstjórn Björns Brynjúlfs en fyrir hlutverk sitt í síðastnefndu myndinni hlaut Lilja tilnefningu til íslensku kvikmyndaverðlaunanna. Þá lék hún fjölda hlutverka í sjónvarpi eins og í Fangavaktinni, Rétti, Mannaveiðum og nú síðast Flateyjargátunni. Barátta fyrir réttlátari heimi var Lilju Guðrúnu í blóð borin. Hún var virk í verkalýðsbaráttu, sinnti trúnaðarstörfum fyrir BSRB og SFR (nú Sameyki) og tók þátt í skipulagningu verkfallsviðburða. Þá sat hún á lista Alþýðubandalagsins fyrir alþingiskosningarnar árið 1995. Lilja tók þátt í ýmsum átaksverkefnum svo sem gegn umferðarslysum og fyrir foreldra barna í vímuefnaneyslu, friðargöngum, viðburðum verkafólks og gegn kjarnorkuvá. Þá átti hún hlutabréf í Hlaðvarpanum, miðstöð kvenna gegn kynferðisofbeldi. Lilja Guðrún var fjallkona Íslands á þjóðhátíðardeginum 17. júní árið 2013, þar sem hún flutti ljóð Péturs Gunnarssonar. Dætur Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur eru Karen María Jónsdóttir f. 10. desember 1975 og Inga Valgerður Henriksen f. 20. maí 1985. Útförin verður auglýst síðar
Andlát Leikhús Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira