„Við lofum glæsilegri sýningu og frábærri dagskrá fyrir unga, sem aldna. Hér eru 45 til 50 torfærubílar af öllu landinu til sýnis, sjón er sögu ríkari,“ segir Sigurður Ingi Sigurðsson formaður Torfæruklúbbsins.

Opið er frá 10:00 til 24:00 laugardaginn 11. nóvember og sunnudaginn 12. nóvember verður opið frá klukkan 10:00 til 16:00. Aðgangseyrir er 2.000 krónur en frítt fyrir 12 ára og yngri.