Mikið var rætt um framtíð Kylian Mbappe í sumar og hann meðal annars settur út úr æfingahópi PSG í sumar eftir að hafa neitað að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Hann var þó fljótlega tekinn inn aftur og verið á skotskónum síðan þá. Í dag var hann einmitt allt í öllu þegar PSG mætti Reims á útivelli. Fyrir leikinn var PSG í öðru sæti deildarinnar en Reims í því fjórða, fjórum stigum á eftir.
It's always Kylian Mbappé pic.twitter.com/TBbXLAbUHg
— Ligue 1 English (@Ligue1_ENG) November 11, 2023
Mbappe var ekki lengi að láta til skarar skríða. Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 3. mínútu og kom PSG síðan í 2-0 með marki á 59. mínútu.
Hann fullkomnaði þrennuna á 82. mínútu og tryggði PSG góðan 3-0 sigur. PSG fer þar með upp í efsta sæti deildarinnar en liðið er einu stigi á eftir Nice í öðru sætinu..