Kostar skólann ellefu milljarða að reka þjálfarann og ætla samt að reka hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 11:01 Jimbo Fisher þarf ekki að leita sér að nýju starfi á næstunni þvi starfslokin hjá Texas A&M eru honum afar hagstæð. Getty/Justin Ford Texas A&M skólinn hefur ákveðið að reka þjálfara fótboltaliðsins síns og þrátt fyrir að það kosti metupphæð að losa sig við hann. Þjálfari ameríska fótboltaliðsins hjá Texas A&M heitir Jimbo Fisher og hann var heldur betur með skotheldan samning til ársins 2031. Breaking: Jimbo Fisher has been fired as Texas A&M head coach, sources told @PeteThamel. pic.twitter.com/Ap8xLrkSDa— ESPN (@espn) November 12, 2023 Samtals mun það kosta skólann 77 milljónir Bandaríkjadala að losna við þjálfarann eða ellefu milljarða íslenskra króna. Það verður þrefalt meira en gamla metið yfir dýrasta brottreksturinn. Stjórn Texas A&M komst að þeirri niðurstöðu að reka Fisher eftir fjögurra tíma maraþonfund. Fyrir brottrekstur Fisher var mesti kostnaður við að reka þjálfara þegar Auburn skólinn rak Gus Malzahn árið 2020 sem kostaði skólann 21 milljón dollara eða rétt rúmlega þrjá milljarða í íslenskum krónum. Ástæða þess að þetta er skólanum svona dýrt spaug er þessi skotheldi samningur Fisher sem vissi heldur betur hvað hann var að gera þegar hann skrifaði undir sinn samning við skólann. Hann naut góðs af því að LSU var þá að reyna að stela honum frá Texas A&M. Texas A&M fires coach Jimbo Fisher, a move that will cost the school $75M https://t.co/ItTt9PVgpV— The Denver Post (@denverpost) November 13, 2023 Fisher skrifaði fyrst undir tíu ára samning við Texas A&M University í desember 2017 en fyrir 2021 tímabilið þá framlengdi hann samninginn út 2031 tímabilið. Það er þessi framlenging sem er að tryggja honum ótrúlegar tekjur næstu árin fyrir að gera ekki neitt. Texas A&M þarf að borga honum 19,2 milljón dollara innan við sextíu daga frá brottrekstrinum, 2,7 milljarða íslenskra króna. Skólinn þarf síðan að borga honum 7,2 milljónir dollara árlega til ársins 2031. Hann fær því borgaðan milljarð einu sinni ári næstu átta árin. Texas A&M hafði tapað fjórum af fyrstu níu leikjum sínum á leiktíðinni en vann 51-10 sigur á Mississippi State um helgina. Stjórnin var víst búin að ákveða að reka hann fyrir þann leik. View this post on Instagram A post shared by USA TODAY Sports (@usatodaysports) Bandaríkin Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir England og Frakkland gulltryggðu farseðilin á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Sjá meira
Þjálfari ameríska fótboltaliðsins hjá Texas A&M heitir Jimbo Fisher og hann var heldur betur með skotheldan samning til ársins 2031. Breaking: Jimbo Fisher has been fired as Texas A&M head coach, sources told @PeteThamel. pic.twitter.com/Ap8xLrkSDa— ESPN (@espn) November 12, 2023 Samtals mun það kosta skólann 77 milljónir Bandaríkjadala að losna við þjálfarann eða ellefu milljarða íslenskra króna. Það verður þrefalt meira en gamla metið yfir dýrasta brottreksturinn. Stjórn Texas A&M komst að þeirri niðurstöðu að reka Fisher eftir fjögurra tíma maraþonfund. Fyrir brottrekstur Fisher var mesti kostnaður við að reka þjálfara þegar Auburn skólinn rak Gus Malzahn árið 2020 sem kostaði skólann 21 milljón dollara eða rétt rúmlega þrjá milljarða í íslenskum krónum. Ástæða þess að þetta er skólanum svona dýrt spaug er þessi skotheldi samningur Fisher sem vissi heldur betur hvað hann var að gera þegar hann skrifaði undir sinn samning við skólann. Hann naut góðs af því að LSU var þá að reyna að stela honum frá Texas A&M. Texas A&M fires coach Jimbo Fisher, a move that will cost the school $75M https://t.co/ItTt9PVgpV— The Denver Post (@denverpost) November 13, 2023 Fisher skrifaði fyrst undir tíu ára samning við Texas A&M University í desember 2017 en fyrir 2021 tímabilið þá framlengdi hann samninginn út 2031 tímabilið. Það er þessi framlenging sem er að tryggja honum ótrúlegar tekjur næstu árin fyrir að gera ekki neitt. Texas A&M þarf að borga honum 19,2 milljón dollara innan við sextíu daga frá brottrekstrinum, 2,7 milljarða íslenskra króna. Skólinn þarf síðan að borga honum 7,2 milljónir dollara árlega til ársins 2031. Hann fær því borgaðan milljarð einu sinni ári næstu átta árin. Texas A&M hafði tapað fjórum af fyrstu níu leikjum sínum á leiktíðinni en vann 51-10 sigur á Mississippi State um helgina. Stjórnin var víst búin að ákveða að reka hann fyrir þann leik. View this post on Instagram A post shared by USA TODAY Sports (@usatodaysports)
Bandaríkin Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir England og Frakkland gulltryggðu farseðilin á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Sjá meira