Fyrrum landsliðskona í íshokkí segir frá kynferðislegu ofbeldi þjálfara síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 08:58 Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í viðtalinu við RÚV. Skjámynd/RÚV Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir lék um árabil með íslenska kvennalandsliðinu í íshokkí og er nú varaformaður Íshokkísambandsins. Hún segir frá því í viðtali við Ríkissjónvarpið að röð atvika hafi breytt ferli hennar í martröð. Guðlaug Ingibjörg kemur fram með sögu sína og vonast til að hún geti með því opnað augu fólks um að aðstoða betur íþróttafólk sem lenda í mjög erfiðum andlegum aðstæðum. Saga hennar er vissulega sláandi. Erlendur leikmaður, sem Guðlaug nefnir ekki á nafn, var að spila með Skautafélagi Akureyrar eins og hún þegar þau fóru að draga sig saman veturinn 2012. Guðlaug var nítján ára og hann átta árum eldri. Skömmu síðar var hann ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins. Lifði tvöföldu lífi Hún flutti suður til Reykjavíkur árið 2013 og skráði sig í íþróttafræði við HR. Þá hóf hún æfingar með íshokkíliði Bjarnarins. Þá kom í ljós að maðurinn var að lifa tvöföldu lífi. Hann var í annarri sambúð og sambandi hans og Guðlaugar var því lokið. Þegar leið á veturinn var maðurinn ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins hjá Birninum og Guðlaug Ingibjörg segir frá þeim aðstæðum sem hún var þá komin í. „Hann náttúrulega vissi alveg hvar ég bjó. Hann vissi hvernig ég vann. Hann vissi hvenær ég var búin í skólanum. Þannig að hann gerði sig heimboðinn heim til mín og misnotaði mig. Fyrir sína leiki eða mína leiki. Eða nauðgaði mér, og þetta var alltaf einhvern veginn á þeim forsendum að ‚ef þú gerir þetta ekki fyrir mig núna þá spila ég ekki vel í leiknum sem er í kvöld, eða er á morgun. Eða er um helgina.' Þetta voru ekki eitt skipti og ekki tvö. Þetta var samt ekki fyrir hvern leik,“ sagði Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í viðtalinu við RÚV. Bitnaði á mínum leiktíma „Hann lagði aldrei hendur á mig en fer samt þessa leið. Þetta voru mjög krefjandi aðstæður. Ef ég streittist á móti honum í þessum aðstæðum, þegar hann bauð sér heim til mín. Þá varð það til þess að ég spilaði ekki leiki. Eða það bitnaði á mínum leiktíma,“ sagði Guðlaug. Guðlaug talar einnig um þunglyndi sitt í framhaldinu og hvernig heimurinn hennar hrundi í landsliðsverkefni á HM í íshokkí sem fram fór í Reykjavík árið 2014. Í framhaldinu tók við sjálfsvinna hjá Guðlaugu en mesti bati hennar varð þegar maðurinn flutti brott af landi en hún segist hafa fengið hjálp. Ein stór fjölskylda „Íshokkísambandið steig upp á móti, með aðkomu stjórnarmanna úr Birninum á þessum tíma. Ég er líka bara rosalega heppin. Hreyfingin er lítil en þetta er ein stór fjölskylda. Ég held ég hafi aldrei þakkað fólkinu nógu mikið sem kom að mínum málum,“ sagði Guðlaug. Það má horfa á allt viðtalið hér. Íshokkí Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Guðlaug Ingibjörg kemur fram með sögu sína og vonast til að hún geti með því opnað augu fólks um að aðstoða betur íþróttafólk sem lenda í mjög erfiðum andlegum aðstæðum. Saga hennar er vissulega sláandi. Erlendur leikmaður, sem Guðlaug nefnir ekki á nafn, var að spila með Skautafélagi Akureyrar eins og hún þegar þau fóru að draga sig saman veturinn 2012. Guðlaug var nítján ára og hann átta árum eldri. Skömmu síðar var hann ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins. Lifði tvöföldu lífi Hún flutti suður til Reykjavíkur árið 2013 og skráði sig í íþróttafræði við HR. Þá hóf hún æfingar með íshokkíliði Bjarnarins. Þá kom í ljós að maðurinn var að lifa tvöföldu lífi. Hann var í annarri sambúð og sambandi hans og Guðlaugar var því lokið. Þegar leið á veturinn var maðurinn ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins hjá Birninum og Guðlaug Ingibjörg segir frá þeim aðstæðum sem hún var þá komin í. „Hann náttúrulega vissi alveg hvar ég bjó. Hann vissi hvernig ég vann. Hann vissi hvenær ég var búin í skólanum. Þannig að hann gerði sig heimboðinn heim til mín og misnotaði mig. Fyrir sína leiki eða mína leiki. Eða nauðgaði mér, og þetta var alltaf einhvern veginn á þeim forsendum að ‚ef þú gerir þetta ekki fyrir mig núna þá spila ég ekki vel í leiknum sem er í kvöld, eða er á morgun. Eða er um helgina.' Þetta voru ekki eitt skipti og ekki tvö. Þetta var samt ekki fyrir hvern leik,“ sagði Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í viðtalinu við RÚV. Bitnaði á mínum leiktíma „Hann lagði aldrei hendur á mig en fer samt þessa leið. Þetta voru mjög krefjandi aðstæður. Ef ég streittist á móti honum í þessum aðstæðum, þegar hann bauð sér heim til mín. Þá varð það til þess að ég spilaði ekki leiki. Eða það bitnaði á mínum leiktíma,“ sagði Guðlaug. Guðlaug talar einnig um þunglyndi sitt í framhaldinu og hvernig heimurinn hennar hrundi í landsliðsverkefni á HM í íshokkí sem fram fór í Reykjavík árið 2014. Í framhaldinu tók við sjálfsvinna hjá Guðlaugu en mesti bati hennar varð þegar maðurinn flutti brott af landi en hún segist hafa fengið hjálp. Ein stór fjölskylda „Íshokkísambandið steig upp á móti, með aðkomu stjórnarmanna úr Birninum á þessum tíma. Ég er líka bara rosalega heppin. Hreyfingin er lítil en þetta er ein stór fjölskylda. Ég held ég hafi aldrei þakkað fólkinu nógu mikið sem kom að mínum málum,“ sagði Guðlaug. Það má horfa á allt viðtalið hér.
Íshokkí Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti