Verða sængur og koddar viðriðin næsta Met Gala? Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2023 13:30 Fyrirsæta á sýningu Viktor & Rolf árið 2005 klæðist tískulegum svefnpoka með kodda fasta við hárið. Ætli stjörnurnar skarti einhverju svipuðu á næsta Met Gala? Michel Dufour/WireImage Fyrsta mánudag maí mánaðar koma stjörnurnar árlega saman í glæsilegum klæðnaði í tilefni af viðburðinum Met Gala, sem er gjarnan talinn stærsti tískuviðburður ársins. Met Gala verður haldið á Metropolitan safninu í New York 6. maí næstkomandi og árlega er gefið út ákveðið þema. Viðburðurinn virkar sem svo að stærstu tískuhönnuðir heimsins bjóða stjörnunum að klæðast flíkum eftir sig. Í kjölfar viðburðarins opnar sýning á safninu sem einkennist af þemanu en nýlega gáfu skipuleggjendur viðburðarins út að árið 2024 einkennist hann af einhvers konar endurvakningu á sofandi fegurð, þar sem titillinn er Sleeping Beauties: Reawakening Fashion. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Má gera ráð fyrir að einhver tískutrend verði endurvakin í tilefni af þessu en netverjar hafa leikið sér að því að hugsa hvernig klæðnaður einkennir þemað og velta meðal annars fyrir sér hvort tískurisarnir bjóði stjörnum upp á flíkur sem minna á sæng og kodda. Tónlistarmaðurinn Tommy Ca$h skartaði einmitt slíkum klæðaburði á tískusýningu fyrr á árinu. View this post on Instagram A post shared by TOMM¥ A$H (@tommycashworld) Forsvarsmenn þessarar tískuhátíðar eiga þó eftir að útskýra þemað og bíða tískuunnendur eflaust spenntir eftir að sjá fjölbreyttar útfærslur stærstu hönnuða heims á þemanu. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þessi klæðnaður Viktor & Rolf frá árinu 2005 verði endurvakinn á Met Gala næstkomandi vor.Michel Dufour/WireImage Tíska og hönnun Hollywood Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Met Gala verður haldið á Metropolitan safninu í New York 6. maí næstkomandi og árlega er gefið út ákveðið þema. Viðburðurinn virkar sem svo að stærstu tískuhönnuðir heimsins bjóða stjörnunum að klæðast flíkum eftir sig. Í kjölfar viðburðarins opnar sýning á safninu sem einkennist af þemanu en nýlega gáfu skipuleggjendur viðburðarins út að árið 2024 einkennist hann af einhvers konar endurvakningu á sofandi fegurð, þar sem titillinn er Sleeping Beauties: Reawakening Fashion. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Má gera ráð fyrir að einhver tískutrend verði endurvakin í tilefni af þessu en netverjar hafa leikið sér að því að hugsa hvernig klæðnaður einkennir þemað og velta meðal annars fyrir sér hvort tískurisarnir bjóði stjörnum upp á flíkur sem minna á sæng og kodda. Tónlistarmaðurinn Tommy Ca$h skartaði einmitt slíkum klæðaburði á tískusýningu fyrr á árinu. View this post on Instagram A post shared by TOMM¥ A$H (@tommycashworld) Forsvarsmenn þessarar tískuhátíðar eiga þó eftir að útskýra þemað og bíða tískuunnendur eflaust spenntir eftir að sjá fjölbreyttar útfærslur stærstu hönnuða heims á þemanu. Það verður forvitnilegt að sjá hvort þessi klæðnaður Viktor & Rolf frá árinu 2005 verði endurvakinn á Met Gala næstkomandi vor.Michel Dufour/WireImage
Tíska og hönnun Hollywood Menning Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira