Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2023 19:38 Ashley Judd á að baki frábæran feril sem leikkona. Hún var fyrst kvenna til að stíga fram undir nafni í vitnisburði gegn kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Stöð 2/Einar Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja heimsþingið að þessu sinni. Konur með reynslu á ýmsum sviðum, hvort sem það er í stjórnmálum eða á vegum félagasamtaka. Konur eins og Ashley Judd, leikkonan frá Hollywood, sem miðlaði reynslu sinni í aldeilis frábæru erindi á þinginu. Ashley Judd á að baki glæsilegan kvikmyndaferil en hún hefur einnig beitt sér mikið í jafnréttismálum og fyrir réttindum kvenna til fóstureyðinga. Í æviminningum hennar, Allt það sem er biturt og sætt, greinir hún frá því að henni hafi verið nauðgað þrisvar. Ashley Judd greindi frá kynferðisofbeldi sem hún hefur orðið fyrir allt frá sjö ára aldri. Hún er einnig mikil baráttukona fyrir jafnrétti kvenna, frelsi þeirra til fóstureyðinga og beitir sér málum kvenna um allan heim sem velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna.Stöð 2/Einar „Ég man að ég var sjö ára þegar karlmaður braut á mér í fyrsta skipti. Ég tala mikið um ofbeldi í sögum mínum, þannig að farið vel með ykkur. Ég fór strax til tveggja fullorðinna og sagði frá því sem hafði verið gert við mig. Vitið hver svörin voru?, Guði sé lof að staðan er önnur í dag; hann er góður gamall maður. Þetta er ekki það sem hann meinti,“ sagði Judd. Hún var fyrsta konan sem gaf sig fram undir nafni sem vitni í málaferlum gegn Harvey Weinstein. En hún er einnig velgjörðrasendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum ungs fólks og alnæmis og kynheilbrigðis kvenna. „Ég ber svo mikla virðingu og aðdáun til ykkar hér í þessum sal. Vegna þess að þið hafið drauminn, agann og hjartað. Og það er það sem þarf til að ljúka byltingunni,“ sagði Judd í áhrifaríku erindi sínu þar sem hún fjallaði meðal annars um samskipti hennar og Harvey Weinstein. Sjötta Heimsþing kvenleiðtoga hófst í Hörpu í dag og lýkur seinnipartinn á morgun. Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja þingið.Stöð 2/Einar Adela Raz var fyrsta konan í embætti upplýsingafulltrúa Hamid Karzai þáverandi forseta Afganistans, fyrst kvenna fulltrúi Afganistans hjá Sameinuðu þjóðunum og síðasti sendiherra landsins í Bandaríkjunum fyrir síðustu byltingu Talibana. Hún segir stöðu kvenna í Afganistan hræðilega. Adela Raz er á flótta frá Afganistan í dag. Hún var fyrst kvenna fulltrúi Afganistan hjá Sameinuðu þjóðunum og sendiherra í Bandaríkjunum.Stöð 2/Einar „Hún er erfið, harmþrungin og hjarta manns brestur. En einlægni sagt er staðan eins og við spáðum fyrir ef við færum þá leið sem að lokum var farin, sem var að friðþægjast við hóp manna sem trúir ekki á réttindi afganskra kvenna og kvenna almennt,“ segir Raz. Í raun væru Talibanar fámennur hópur sem hefði sölsað undir sig völdin í nafni trúarbragða en hefði komið þeirra eigin fjölskyldum fyrir í alsnægtum Vesturlanda. Í dag væri afganska þjóðin í mikilli þörf fyrir neyðaraðstoð og líf almennings og þá sérstaklega kvenna væri hörmulegt. Þeim væri bannað að mennta sig og fara frjálsar ferða sinna án fylgdar karlmanns. Konur væru þó enn að mótmæla á götum úti og krefjast réttar síns, hún bindi miklar vonir við konur í Afganistan. „Vegna þess að þær safnast enn saman á götum úti og berjast og hætta lífi sínu með því að safnast saman. Þrátt fyrir að þær viti að þær gætu endað í fangelsi, verið pyntaðar og jafnvel drepnar, gera þær það samt,“ segir Raz. Viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Heimsþing kvenleiðtoga Harpa Reykjavík Kvenheilsa Afganistan Tengdar fréttir Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja heimsþingið að þessu sinni. Konur með reynslu á ýmsum sviðum, hvort sem það er í stjórnmálum eða á vegum félagasamtaka. Konur eins og Ashley Judd, leikkonan frá Hollywood, sem miðlaði reynslu sinni í aldeilis frábæru erindi á þinginu. Ashley Judd á að baki glæsilegan kvikmyndaferil en hún hefur einnig beitt sér mikið í jafnréttismálum og fyrir réttindum kvenna til fóstureyðinga. Í æviminningum hennar, Allt það sem er biturt og sætt, greinir hún frá því að henni hafi verið nauðgað þrisvar. Ashley Judd greindi frá kynferðisofbeldi sem hún hefur orðið fyrir allt frá sjö ára aldri. Hún er einnig mikil baráttukona fyrir jafnrétti kvenna, frelsi þeirra til fóstureyðinga og beitir sér málum kvenna um allan heim sem velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna.Stöð 2/Einar „Ég man að ég var sjö ára þegar karlmaður braut á mér í fyrsta skipti. Ég tala mikið um ofbeldi í sögum mínum, þannig að farið vel með ykkur. Ég fór strax til tveggja fullorðinna og sagði frá því sem hafði verið gert við mig. Vitið hver svörin voru?, Guði sé lof að staðan er önnur í dag; hann er góður gamall maður. Þetta er ekki það sem hann meinti,“ sagði Judd. Hún var fyrsta konan sem gaf sig fram undir nafni sem vitni í málaferlum gegn Harvey Weinstein. En hún er einnig velgjörðrasendiherra Sameinuðu þjóðanna í málefnum ungs fólks og alnæmis og kynheilbrigðis kvenna. „Ég ber svo mikla virðingu og aðdáun til ykkar hér í þessum sal. Vegna þess að þið hafið drauminn, agann og hjartað. Og það er það sem þarf til að ljúka byltingunni,“ sagði Judd í áhrifaríku erindi sínu þar sem hún fjallaði meðal annars um samskipti hennar og Harvey Weinstein. Sjötta Heimsþing kvenleiðtoga hófst í Hörpu í dag og lýkur seinnipartinn á morgun. Fimm hundruð konur frá 80 löndum sækja þingið.Stöð 2/Einar Adela Raz var fyrsta konan í embætti upplýsingafulltrúa Hamid Karzai þáverandi forseta Afganistans, fyrst kvenna fulltrúi Afganistans hjá Sameinuðu þjóðunum og síðasti sendiherra landsins í Bandaríkjunum fyrir síðustu byltingu Talibana. Hún segir stöðu kvenna í Afganistan hræðilega. Adela Raz er á flótta frá Afganistan í dag. Hún var fyrst kvenna fulltrúi Afganistan hjá Sameinuðu þjóðunum og sendiherra í Bandaríkjunum.Stöð 2/Einar „Hún er erfið, harmþrungin og hjarta manns brestur. En einlægni sagt er staðan eins og við spáðum fyrir ef við færum þá leið sem að lokum var farin, sem var að friðþægjast við hóp manna sem trúir ekki á réttindi afganskra kvenna og kvenna almennt,“ segir Raz. Í raun væru Talibanar fámennur hópur sem hefði sölsað undir sig völdin í nafni trúarbragða en hefði komið þeirra eigin fjölskyldum fyrir í alsnægtum Vesturlanda. Í dag væri afganska þjóðin í mikilli þörf fyrir neyðaraðstoð og líf almennings og þá sérstaklega kvenna væri hörmulegt. Þeim væri bannað að mennta sig og fara frjálsar ferða sinna án fylgdar karlmanns. Konur væru þó enn að mótmæla á götum úti og krefjast réttar síns, hún bindi miklar vonir við konur í Afganistan. „Vegna þess að þær safnast enn saman á götum úti og berjast og hætta lífi sínu með því að safnast saman. Þrátt fyrir að þær viti að þær gætu endað í fangelsi, verið pyntaðar og jafnvel drepnar, gera þær það samt,“ segir Raz. Viðtalið við hana í heild má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Heimsþing kvenleiðtoga Harpa Reykjavík Kvenheilsa Afganistan Tengdar fréttir Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent