Lýstu áhyggjum af víðtækum undanþágum frá lögum vegna gjaldtöku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 10:55 Áætlað er að vernargarðurinn í kringum Svartsengi og Bláa lónið verði um fjórir kílómetrar að lengd. Verkís Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar lagði til að ákvæði frumvarps um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga er varða sértaka gjaldtöku vegna framkvæmda við varnargarða í nágrenni við Svartsengi yrðu felld á brott áður en frumvarpið yrði samþykkt. Þá lagði minnihlutinn til að útgjöldunum yrði þess í stað fundinn staður innan ramma fjárlaga og vinna hafin að mótun langtímastefnu varðandi fjármögnun varnaraðgerða. Minnihlutinn benti á það í áliti sínu að samkvæmt frumvarpinu væri undirbúningur, taka og framkvæmd ákvörðunar um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna undanþegin ákvæðum níu lagabálka. Þessar víðtæku undanþágur frá lögum sem ætlað væri að standa vörð um hagsmuni almennings og umhverfis væru áhyggjuefni. „Hér má sérstaklega nefna stjórnsýslulög sem tryggja eiga grundvallarréttindi borgara landsins og ekki verður séð að geti valdið teljandi töfum á nauðsynlegum framkvæmdum. Einnig er lagt til að víkja til hliðar ákvæðum laga sem snúast um upplýsingarétt almennings, um að ráðherra skuli gæta að hæfi sínu, um að tryggja samráð við sveitarfélög og að framkvæmt skuli umhverfismat, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í álitinu. „Ekki verður séð að nauðsynlegt sé að ganga svo langt í skerðingu annarra réttinda til að unnt sé að ná markmiði frumvarpsins um að tryggja rétt íbúa Suðurnesja til varna og grundvallarþjónustu.“ Þá segir að nefndinni hafi ekki verið gefið ráðrúm til að greina hvaða lagaákvæðum mætti telja eðlilegt að víkja til hliðar á neyðarstundu og hverjum ekki. Þannig teldi minnihlutinn sig ekki hafa forsendur til að gera tillögur að breytingum á þessum lið frumvarpsins. „Samkvæmt greinargerð er forvarnagjaldinu ætlað að vera tímabundið, en í flutningsræðu forsætisráðherra kom skýrt fram að áform séu um að taka upp sambærilega gjaldtöku með varanlegum hætti á næstu árum til að standa straum af kostnaði sem kann að hljótast af aukinni eldvirkni og vaxandi hættu á vatnsflóðum,“ segir í álitinu. „Ef ríkisstjórnin telur ástæðu til að koma slíkri gjaldtöku á með varanlegum hætti væri eðlilegt að ræða kosti og galla slíkrar umgjarðar í sjálfstæðu þingmáli sem fengi fulla þinglega meðferð, frekar en að stíga fyrstu skrefin í þá átt með frumvarpi sem afgreitt er á einum degi.“ Óljóst væri hvers vegna asi væri á málinu, þar sem gjaldtökuákvæðið tæki ekki gildi fyrr en um áramót. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Skattar og tollar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Þá lagði minnihlutinn til að útgjöldunum yrði þess í stað fundinn staður innan ramma fjárlaga og vinna hafin að mótun langtímastefnu varðandi fjármögnun varnaraðgerða. Minnihlutinn benti á það í áliti sínu að samkvæmt frumvarpinu væri undirbúningur, taka og framkvæmd ákvörðunar um nauðsynlegar framkvæmdir í þágu almannavarna undanþegin ákvæðum níu lagabálka. Þessar víðtæku undanþágur frá lögum sem ætlað væri að standa vörð um hagsmuni almennings og umhverfis væru áhyggjuefni. „Hér má sérstaklega nefna stjórnsýslulög sem tryggja eiga grundvallarréttindi borgara landsins og ekki verður séð að geti valdið teljandi töfum á nauðsynlegum framkvæmdum. Einnig er lagt til að víkja til hliðar ákvæðum laga sem snúast um upplýsingarétt almennings, um að ráðherra skuli gæta að hæfi sínu, um að tryggja samráð við sveitarfélög og að framkvæmt skuli umhverfismat, svo eitthvað sé nefnt,“ segir í álitinu. „Ekki verður séð að nauðsynlegt sé að ganga svo langt í skerðingu annarra réttinda til að unnt sé að ná markmiði frumvarpsins um að tryggja rétt íbúa Suðurnesja til varna og grundvallarþjónustu.“ Þá segir að nefndinni hafi ekki verið gefið ráðrúm til að greina hvaða lagaákvæðum mætti telja eðlilegt að víkja til hliðar á neyðarstundu og hverjum ekki. Þannig teldi minnihlutinn sig ekki hafa forsendur til að gera tillögur að breytingum á þessum lið frumvarpsins. „Samkvæmt greinargerð er forvarnagjaldinu ætlað að vera tímabundið, en í flutningsræðu forsætisráðherra kom skýrt fram að áform séu um að taka upp sambærilega gjaldtöku með varanlegum hætti á næstu árum til að standa straum af kostnaði sem kann að hljótast af aukinni eldvirkni og vaxandi hættu á vatnsflóðum,“ segir í álitinu. „Ef ríkisstjórnin telur ástæðu til að koma slíkri gjaldtöku á með varanlegum hætti væri eðlilegt að ræða kosti og galla slíkrar umgjarðar í sjálfstæðu þingmáli sem fengi fulla þinglega meðferð, frekar en að stíga fyrstu skrefin í þá átt með frumvarpi sem afgreitt er á einum degi.“ Óljóst væri hvers vegna asi væri á málinu, þar sem gjaldtökuákvæðið tæki ekki gildi fyrr en um áramót.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Skattar og tollar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira