Leikmenn létu þó veðrið ekki stoppa sig, mikil stemning var á æfingunni en Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður Lille, var sá eini sem tók ekki þátt á æfingu dagsins.
Hákon Arnar, sem æfði í gær, kenndi sér meins í kálfa í dag og því var ákveðið að hann myndi sitja hjá á æfingu dagsins.
Ísland mætir Slóvakíu í Bratislava á fimmtudaginn og Portúgal í Lissabon á sunnudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppni EM 2024.