Fimm Grindvíkingar keppa í kvöld: „Við stöndum í þessu saman“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. nóvember 2023 13:15 Páll Árni Pétursson Vísir Af átta keppendum í úrvalsdeildinni í pílukasti í kvöld eru fimm Grindvíkingar. Annar riðlanna tveggja sem keppt er í er eingöngu skipaður fólki frá bænum. Einn þeirra sem mannar riðilinn segir furðulega tilhugsun að keppa við þær aðstæður sem uppi eru. „Síðustu dagar hafa verið mjög skrýtnir og erfiðir. Við fórum að sækja verðmæti í gær og maður var nú búinn að sjá myndir af bænum en að sjá þetta með eigin augum var miklu erfiðara. Það var hálfgert áfall að fara aftur í bæinn sinn í gær,“ segir Páll Árni Pétursson, sem er einn fjögurra Grindvíkinga í H-riðli úrvalsdeildarinnar sem keppt verður í. Páll Árni hefur komið sér fyrir í sumarbústað á Þingvöllum ásamt fjölskyldu sinni en er á meðal þeirra sem fór til Grindavíkur að sækja helstu muni í gær. Hann tók pílurnar með. „Ég tók þær með en ég hef nú alltaf verið með spjald uppi í bústað. En maður er bara engan veginn með hugann við pílukast þó maður sé að fara að keppa þarna í kvöld. Það er mjög skrýtið að fara þarna upp á svið og reyna að einbeita sér að því að keppa í pílu,“ „Maður verður bara að láta á það reyna, það eru nú allir úr mínum riðli í sömu stöðu - við erum öll úr Grindavík. Við ætlum bara að reyna að klára þetta en þetta er mjög skrýtið,“ segir Páll Árni. Grindvíkingarnir Björn Steinar Brynjólfsson, Alexander Veigar Þorvaldsson, Páll Árni Pétursson og Árdís Sif Guðjónsdóttir manna H-riðil sem leikinn verður í kvöld.Stöð 2 Sport Tóku saman ákvörðun um að keppa Ásamt Páli eru Alexander Veigar Þorvaldsson, Björn Steinar Brynjólfsson og landsliðskonan Árdís Sif Guðjónsdóttir í H-riðlinum. Þá er Guðjón Hauksson í D-riðli sem fer fram síðar um kvöldið. Páll segist hafa verið tvístiga fyrir keppni kvöldsins en Grindvíkingarnir hafi tekið ákvörðun um að taka þetta saman. „Við erum með spjall þar sem við vorum að ræða okkar á milli hvort við ættum að spila þarna yfirhöfuð eða hvað. Fólk var samstíga á að láta bara reyna á þetta og gera gott úr þessu. Auðvitað ætlar maður að reyna það en maður hefur ekkert verið að æfa sig eða hugsa um þetta síðustu daga,“ „Ef maður væri eini Grindvíkingurinn hefði maður kannski sagt sig úr þessu. En við stöndum í þessu saman og það verður gott að hitta þetta fólk,“ segir Páll sem vonast eftir gulum og bláum sal á Bullseye við Snorrabraut í kvöld. „Það verður örugglega fullt af Grindvíkingum í salnum og manni hlýnar alltaf við að sjá fleiri Grindvíkinga. Við vonum að þetta verði gaman og fólk geti gleymt sér í smá stund, reynt að njóta og lagt þetta aðeins til hliðar,“ segir Páll. Bein útsending frá úrvalsdeildinni í pílu hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Keppni í H-riðli hefst þá en klukkan 21:00 verður keppt í D-riðli. Pílukast Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
„Síðustu dagar hafa verið mjög skrýtnir og erfiðir. Við fórum að sækja verðmæti í gær og maður var nú búinn að sjá myndir af bænum en að sjá þetta með eigin augum var miklu erfiðara. Það var hálfgert áfall að fara aftur í bæinn sinn í gær,“ segir Páll Árni Pétursson, sem er einn fjögurra Grindvíkinga í H-riðli úrvalsdeildarinnar sem keppt verður í. Páll Árni hefur komið sér fyrir í sumarbústað á Þingvöllum ásamt fjölskyldu sinni en er á meðal þeirra sem fór til Grindavíkur að sækja helstu muni í gær. Hann tók pílurnar með. „Ég tók þær með en ég hef nú alltaf verið með spjald uppi í bústað. En maður er bara engan veginn með hugann við pílukast þó maður sé að fara að keppa þarna í kvöld. Það er mjög skrýtið að fara þarna upp á svið og reyna að einbeita sér að því að keppa í pílu,“ „Maður verður bara að láta á það reyna, það eru nú allir úr mínum riðli í sömu stöðu - við erum öll úr Grindavík. Við ætlum bara að reyna að klára þetta en þetta er mjög skrýtið,“ segir Páll Árni. Grindvíkingarnir Björn Steinar Brynjólfsson, Alexander Veigar Þorvaldsson, Páll Árni Pétursson og Árdís Sif Guðjónsdóttir manna H-riðil sem leikinn verður í kvöld.Stöð 2 Sport Tóku saman ákvörðun um að keppa Ásamt Páli eru Alexander Veigar Þorvaldsson, Björn Steinar Brynjólfsson og landsliðskonan Árdís Sif Guðjónsdóttir í H-riðlinum. Þá er Guðjón Hauksson í D-riðli sem fer fram síðar um kvöldið. Páll segist hafa verið tvístiga fyrir keppni kvöldsins en Grindvíkingarnir hafi tekið ákvörðun um að taka þetta saman. „Við erum með spjall þar sem við vorum að ræða okkar á milli hvort við ættum að spila þarna yfirhöfuð eða hvað. Fólk var samstíga á að láta bara reyna á þetta og gera gott úr þessu. Auðvitað ætlar maður að reyna það en maður hefur ekkert verið að æfa sig eða hugsa um þetta síðustu daga,“ „Ef maður væri eini Grindvíkingurinn hefði maður kannski sagt sig úr þessu. En við stöndum í þessu saman og það verður gott að hitta þetta fólk,“ segir Páll sem vonast eftir gulum og bláum sal á Bullseye við Snorrabraut í kvöld. „Það verður örugglega fullt af Grindvíkingum í salnum og manni hlýnar alltaf við að sjá fleiri Grindvíkinga. Við vonum að þetta verði gaman og fólk geti gleymt sér í smá stund, reynt að njóta og lagt þetta aðeins til hliðar,“ segir Páll. Bein útsending frá úrvalsdeildinni í pílu hefst klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Keppni í H-riðli hefst þá en klukkan 21:00 verður keppt í D-riðli.
Pílukast Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira