Þeir sem eiga að læra íslensku Kristófer Alex Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2023 08:00 „Enginn að tala í þátíð, Kristófer kann, enn sem komið er, bara að tala í nútíð!“ kallaði Carlos yfir vini sína í partíi í Madríd nokkrum mánuðum eftir að ég flutti þangað. Þegar ég flutti til Madríd kunni ég enga spænsku en hafði mikinn metnað til að læra tungumálið, fékk mér einkakennara og nýtti hvert tækifæri til að æfa mig. Ég kynntist Carlos í gegnum sameiginlegan vin og hann kynnti mig fyrir vinum sínum sem tóku vel á móti mér. Nú hef ég búið í Madríd í þrjú ár og þökk sé mikilli þolinmæði og samstarfsvilja heimamanna er ég nokkuð talandi og á spænskumælandi kærustu, tengdafjölskyldu og vini. Heill heimur lista, sögu og menningar hefur líka opnast fyrir mér í þessari borg sem ég kalla nýja heimilið mitt. „Þeir sem setjast að á Íslandi eiga að læra tungumálið okkar,“ er algeng krafa og í sjálfu sér ekki óeðlileg. Sá grunur læðist þó að manni að ástæðan sé ekki sú að fólk vilji kynnast innflytjendum betur, bjóða þeim í kaffi, fara með þeim í sund eða að börnin þeirri leiki saman. Þessi krafa heyrist miklu oftar í samhengi við veitingastaði eða búðir og virðist vera til þess að það sé auðveldara fyrir okkur Íslendinga að vera láta innflytjendur þjóna okkur. Margir þeirra leggja sig þó alla fram við það að læra íslensku. Ég spurði til dæmis afgreiðslukonu „ertu með, æj ég man ekki íslenska orðið, pomegranate?“ og hún svaraði með sterkum erlendum hreim: „Meinar tú granatepli?“ Ef við viljum að innflytjendur læri íslensku verðum við að nálgast viðfangsefnið af skilningi og virðingu. Enginn lærir flókið tungumál sem nýtist hvergi annars staðar í heiminum bara til þess að heimamenn geti fyrirskipað þeim á móðurmálinu sínu. Ef við leggjum þessa kröfu á aðra verðum við líka sjálf að axla ábyrgð, því enginn lærir tungumál í tómarúmi. Spánverjinn hefur reynst mér stuðningsríkur, menn hrósa spænskunni minni (sama hversu mikið ég á það skilið), hvetja mig til dáða og það heyrir til undantekninga að menn skipti yfir á ensku jafnvel þó þeir tali hana reiprennandi. Til samanburðar þá erum við Íslendingar of fljótir að skipta yfir í ensku til að komast hjá minnstu óþægindum, en hvernig eiga innflytjendur að læra tungumálið einir, og til hvers eiga þeir að gera það ef meira að segja Íslendingarnir nenna ekki að tala íslensku við þá? Ekki skipta yfir í ensku ef einhver reynir sitt besta við að tala tungumálið þitt. Hvettu viðkomandi frekar til dáða, hrósaðu fyrir viðleitnina og veittu kurteisislegar ábendingar. Flestir vinnustaðir eru með innflytjendur, bjóddu einhverjum þeirra í næsta bumbubolta, saumaklúbb eða matarboð. Þeir sem samfélagið gerir kröfu um að læri íslensku eiga líka rétt á því að tilheyra samfélaginu. Höfundur er innflytjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Spánn Innflytjendamál Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
„Enginn að tala í þátíð, Kristófer kann, enn sem komið er, bara að tala í nútíð!“ kallaði Carlos yfir vini sína í partíi í Madríd nokkrum mánuðum eftir að ég flutti þangað. Þegar ég flutti til Madríd kunni ég enga spænsku en hafði mikinn metnað til að læra tungumálið, fékk mér einkakennara og nýtti hvert tækifæri til að æfa mig. Ég kynntist Carlos í gegnum sameiginlegan vin og hann kynnti mig fyrir vinum sínum sem tóku vel á móti mér. Nú hef ég búið í Madríd í þrjú ár og þökk sé mikilli þolinmæði og samstarfsvilja heimamanna er ég nokkuð talandi og á spænskumælandi kærustu, tengdafjölskyldu og vini. Heill heimur lista, sögu og menningar hefur líka opnast fyrir mér í þessari borg sem ég kalla nýja heimilið mitt. „Þeir sem setjast að á Íslandi eiga að læra tungumálið okkar,“ er algeng krafa og í sjálfu sér ekki óeðlileg. Sá grunur læðist þó að manni að ástæðan sé ekki sú að fólk vilji kynnast innflytjendum betur, bjóða þeim í kaffi, fara með þeim í sund eða að börnin þeirri leiki saman. Þessi krafa heyrist miklu oftar í samhengi við veitingastaði eða búðir og virðist vera til þess að það sé auðveldara fyrir okkur Íslendinga að vera láta innflytjendur þjóna okkur. Margir þeirra leggja sig þó alla fram við það að læra íslensku. Ég spurði til dæmis afgreiðslukonu „ertu með, æj ég man ekki íslenska orðið, pomegranate?“ og hún svaraði með sterkum erlendum hreim: „Meinar tú granatepli?“ Ef við viljum að innflytjendur læri íslensku verðum við að nálgast viðfangsefnið af skilningi og virðingu. Enginn lærir flókið tungumál sem nýtist hvergi annars staðar í heiminum bara til þess að heimamenn geti fyrirskipað þeim á móðurmálinu sínu. Ef við leggjum þessa kröfu á aðra verðum við líka sjálf að axla ábyrgð, því enginn lærir tungumál í tómarúmi. Spánverjinn hefur reynst mér stuðningsríkur, menn hrósa spænskunni minni (sama hversu mikið ég á það skilið), hvetja mig til dáða og það heyrir til undantekninga að menn skipti yfir á ensku jafnvel þó þeir tali hana reiprennandi. Til samanburðar þá erum við Íslendingar of fljótir að skipta yfir í ensku til að komast hjá minnstu óþægindum, en hvernig eiga innflytjendur að læra tungumálið einir, og til hvers eiga þeir að gera það ef meira að segja Íslendingarnir nenna ekki að tala íslensku við þá? Ekki skipta yfir í ensku ef einhver reynir sitt besta við að tala tungumálið þitt. Hvettu viðkomandi frekar til dáða, hrósaðu fyrir viðleitnina og veittu kurteisislegar ábendingar. Flestir vinnustaðir eru með innflytjendur, bjóddu einhverjum þeirra í næsta bumbubolta, saumaklúbb eða matarboð. Þeir sem samfélagið gerir kröfu um að læri íslensku eiga líka rétt á því að tilheyra samfélaginu. Höfundur er innflytjandi.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar