Ísrael enn í baráttunni sem er gott fyrir Ísland og nauðsynlegt fyrir Noreg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 07:31 Dor Turgeman og félagar í ísraelska landsliðinu eiga enn von um að komast beint á EM. Getty/ David Balogh Ísrael náði að jafna leikinn sinn í lokin á móti Sviss í undankeppni EM í gær og halda um leið möguleika sínum á lífi um að komast beint á Evrópumótið í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi næsta sumar. Ástæðan fyrir því að við Íslendingar og þá sérstaklega Norðmenn fylgjast með gangi mála hjá Ísraelsmönnum er umspil Þjóðadeildarinnar. Shon Weissman fagnar jöfnunarmarki sínu í gærkvöldi.Getty/David Balogh Það væri gott fyrir íslenska landsliðið ef Ísrael kemst beint á EM því það myndi tryggja enn frekar að Ísland verði ein af þjóðunum í B-deild Þjóðadeildarinnar sem kemst í umspilið. Það er aftur á móti nauðsynlegt fyrir Noreg að Ísrael komist upp úr riðlinum og þá á kostnað Rúmena. Svisslendingar verða að fara áfram með þeim því annars taka Svisslendingar sjálfir sæti í umspilinu í gegnum A-deildina. Noregur er fyrir aftan Ísland á listanum yfir þær þjóðir sem detta inn í umspilið. Ísland er inni eins og er en ekki Norðmenn. Nothing will stop us on our way to Euro 2024 pic.twitter.com/P51OLX6O2i— ISRAEL FA (@ISRAELFA) November 10, 2023 Sviss og Rúmenía eru bæði með sextán stig í riðlinum en Ísrael er með tólf stig. Ísraelsmenn þurfa að vinna upp fjögur stig í síðustu tveimur leikjunum en annar þeirra er á móti Rúmeníu en hinn á móti Andorra. Bestu úrslitin fyrir Ísland og þá sérstaklega fyrir Noreg er að Ísrael vinni bæði Rúmeníu og Andorra auk þess að sem að Sviss taki stig af Rúmenum. Ísrael hefur spilað tvo leiki á síðustu dögum en þetta voru leikir sem áttu að fara fram í október en var frestað vegna ástandsins í Ísrael. Umspil Þjóðadeildarinnar lítur núna út eins og má sjá hér fyrir neðan. EURO 2024 - Projected Play-offs, according to current standings.- Despite late equalizer, Israel are still out of direct entry spots and thus projected to enter Path B of the Play-offs- Norway are still next in line, so they will cheer for Israel to defeat Romania on Saturday pic.twitter.com/sP4IETVXK7— Football Rankings (@FootRankings) November 15, 2023 EM í hópfimleikum Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Ástæðan fyrir því að við Íslendingar og þá sérstaklega Norðmenn fylgjast með gangi mála hjá Ísraelsmönnum er umspil Þjóðadeildarinnar. Shon Weissman fagnar jöfnunarmarki sínu í gærkvöldi.Getty/David Balogh Það væri gott fyrir íslenska landsliðið ef Ísrael kemst beint á EM því það myndi tryggja enn frekar að Ísland verði ein af þjóðunum í B-deild Þjóðadeildarinnar sem kemst í umspilið. Það er aftur á móti nauðsynlegt fyrir Noreg að Ísrael komist upp úr riðlinum og þá á kostnað Rúmena. Svisslendingar verða að fara áfram með þeim því annars taka Svisslendingar sjálfir sæti í umspilinu í gegnum A-deildina. Noregur er fyrir aftan Ísland á listanum yfir þær þjóðir sem detta inn í umspilið. Ísland er inni eins og er en ekki Norðmenn. Nothing will stop us on our way to Euro 2024 pic.twitter.com/P51OLX6O2i— ISRAEL FA (@ISRAELFA) November 10, 2023 Sviss og Rúmenía eru bæði með sextán stig í riðlinum en Ísrael er með tólf stig. Ísraelsmenn þurfa að vinna upp fjögur stig í síðustu tveimur leikjunum en annar þeirra er á móti Rúmeníu en hinn á móti Andorra. Bestu úrslitin fyrir Ísland og þá sérstaklega fyrir Noreg er að Ísrael vinni bæði Rúmeníu og Andorra auk þess að sem að Sviss taki stig af Rúmenum. Ísrael hefur spilað tvo leiki á síðustu dögum en þetta voru leikir sem áttu að fara fram í október en var frestað vegna ástandsins í Ísrael. Umspil Þjóðadeildarinnar lítur núna út eins og má sjá hér fyrir neðan. EURO 2024 - Projected Play-offs, according to current standings.- Despite late equalizer, Israel are still out of direct entry spots and thus projected to enter Path B of the Play-offs- Norway are still next in line, so they will cheer for Israel to defeat Romania on Saturday pic.twitter.com/sP4IETVXK7— Football Rankings (@FootRankings) November 15, 2023
EM í hópfimleikum Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira