Ætlar ekki að hvíla Haaland á móti Færeyingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 14:31 Erling Haaland nálgast markamet norska landsliðsins. Getty/David S. Bustamante Það er nóg að gera hjá Erling Braut Haaland þessar vikurnar enda á fullu með Manchester City á öllum vígstöðvum. Hann fær samt ekkert frí í vináttulandsleik í kvöld. Norðmenn fá þá Færeyinga í heimsókn á Ullevål leikvanginn í Osló en þessi leikur er ekki hluti af undankeppni EM heldur vináttulandsleikur. Norðmenn eiga ekki möguleika á að komast upp úr sínum riðli en Spánn og Skotland eru bæði komin áfram. Færeyingar eru líka úr leik en þeir hafa enn ekki náð að vinna leik í undankeppninni í sjö tilraunum. Ståle Solbakken: "Erling (Haaland) kommer til å være på banen imorgen. Vi får se om det blir fra start eller i løpet av andre omgang" pic.twitter.com/8kGSoytoAL— Fotball Norge (@FotballNO) November 15, 2023 Norski landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken sagði frá því á blaðamannafundi að Haaland spili leikinn. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu margar mínútur hann mun spila. Báðar þjóðir eru í fimm þjóða riðlum og eiga bara einn leik eftir. Þau spila því lokaleik sinn á sunnudag (Noregur) og mánudag (Færeyjar). Norðmenn heimsækja þá Skota til Glasgow en Færeyingar fljúga til Albaníu. Norðmenn hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í 23 ár eða síðan þeir voru á EM 2000. Haaland hefur unnið allt með Manchester City en gengur lítið að ná árangri með landsliðinu. Haaland er engu að síður búinn að skora 27 mörk í 28 landsleikjum og er þegar kominn upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsmenn Norðmanna. Honum vantar nú bara sex mörk til að jafna markamet Jörgen Juve sem skoraði 33 mörk í 45 leikjum á árunum á milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Haaland sat allan tímann á bekknum í síðasta vináttulandsleik, sem var á móti Jórdaníu í september, en nú fær hann að spila. Þetta gæti verið gott tækifæri til að minnka forskot Juve enn frekar. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Norðmenn fá þá Færeyinga í heimsókn á Ullevål leikvanginn í Osló en þessi leikur er ekki hluti af undankeppni EM heldur vináttulandsleikur. Norðmenn eiga ekki möguleika á að komast upp úr sínum riðli en Spánn og Skotland eru bæði komin áfram. Færeyingar eru líka úr leik en þeir hafa enn ekki náð að vinna leik í undankeppninni í sjö tilraunum. Ståle Solbakken: "Erling (Haaland) kommer til å være på banen imorgen. Vi får se om det blir fra start eller i løpet av andre omgang" pic.twitter.com/8kGSoytoAL— Fotball Norge (@FotballNO) November 15, 2023 Norski landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken sagði frá því á blaðamannafundi að Haaland spili leikinn. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu margar mínútur hann mun spila. Báðar þjóðir eru í fimm þjóða riðlum og eiga bara einn leik eftir. Þau spila því lokaleik sinn á sunnudag (Noregur) og mánudag (Færeyjar). Norðmenn heimsækja þá Skota til Glasgow en Færeyingar fljúga til Albaníu. Norðmenn hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í 23 ár eða síðan þeir voru á EM 2000. Haaland hefur unnið allt með Manchester City en gengur lítið að ná árangri með landsliðinu. Haaland er engu að síður búinn að skora 27 mörk í 28 landsleikjum og er þegar kominn upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsmenn Norðmanna. Honum vantar nú bara sex mörk til að jafna markamet Jörgen Juve sem skoraði 33 mörk í 45 leikjum á árunum á milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Haaland sat allan tímann á bekknum í síðasta vináttulandsleik, sem var á móti Jórdaníu í september, en nú fær hann að spila. Þetta gæti verið gott tækifæri til að minnka forskot Juve enn frekar.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti