Eignin er í eigu arkitektsins Helga Steinars Helgasonar sem hefur búið sér afar fallegt heimili.
Við Fálkagötu í Vesturbænum er falleg arkitektahönnuð 86,6 fermetra íbúð til sölu. Eignin er í eigu Helga Steinars Helgasonar arkitekts sem hefur búið sér einstaklega fallegt heimili. Ásett verð fyrir eignina er 84,9 milljónir.
Íbúðin er á þriðju hæð í húsi sem var byggt árið 1963. Eignin hefur verið endurnýjuð að fullu á vandaðan og smekklegan máta.
Í stofunni er spegill í loftinu sem lítur út fyrir að vera loftgluggi.Híbýli fasteignasalaAlrýmið er rúmgottt og bjart með stórbrotnu útsýni.Híbýli fasteignasala
Alrýmið er rúmgott með gólfsíðum gluggum sem bjóða upp á stórbrotið útsýni yfir Ægisíðuna, Faxaflóann og Reykjanesið. Í stofunni er spegill í loftinu fyrir ofan sófann sem gefur rýminu einstakan sjarma.
Í eldhúsi er sérsmíðuð innrétting með góðu geymsluplássi og vinnuaðstöðu. Borðplatan er úr ljósgráu meganite með ísteyptum vaski og blöndunartækjum með dökkri brons-áferð. Útgengt er á skjólgóðar svalir úr eldhúsi og stofu í suðvestur.
Eldhúsið er rúmgott með sérsmíðaðri innréttingu.Híbýli fasteignasalaSvalir snúa í suðvestur.Híbýli fasteignasalaÁ baðherbergi er sérsmíðuðum innréttingum með hvítri meganite-borðplötu. Hvítar flísar á veggjum með dökkri brons-litaðri fúgu og ljósgrænar flísar á gólfi.Híbýli fasteignasalaTvö rúmgóð svefnherbergi eru með sérsmíðuðum fataskápum og skúffum.Híbýli fasteignasala