Balaban á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Ivu Radic. Hún var valin Ungfrú Króatía 1995.
Balaban og Radic skildu 2017 og hann hefur verið eitthvað tregur til að borga henni framfærslueyri. Raunar skuldar hann henni sjötíu þúsund pund, eða rúmlega tólf milljónir íslenskra króna. Og vegna þess hefur Balaban fengið eins árs óskilorðsbundinn fangelsisdóm.
Frá því Balaban lagði skóna á hilluna 2015 hefur hann starfað sem umboðsmaður. Hann var meðal annars umboðsmaður landsliðsmannsins Andrej Kramaric.
Villa keypti Balaban frá Dinamo Zagreb 2001 en hann fann sig ekki hjá enska liðinu. Hann lék aðeins átta leiki fyrir Villa áður en hann var lánaður aftur til Dinamo Zagreb.
Balaban lék 35 landsleiki fyrir Króatíu á árunum 2000-07 og skoraði tíu mörk. Tvö þeirra komu í 1-3 sigri á Íslandi í september 2005.