Hægt verður að fylgjast með dagskránni í beinu streymi í spilaranum að neðan.
Í tilkynningu frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu segir að þar muni meðal annars Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Guðrún Nordal , forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum taka til máls.
Venju samkvæmt verða Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar afhent ásamt viðurkenningu dags íslenskrar tungu.
Sýnt verður beint frá viðburðinum hér fyrir neðan.