Ísland steinlá í Slóvakíu fyrr í kvöld og mætir Portúgal í lokaleik undankeppninnar. Ef marka má leik Portúgals í kvöld þá eru leikmenn liðsins að spara sig enda búnir að vinna riðilinn.
Portúgal vann Liechtenstein aðeins 2-0 á útivelli en fyrsta markið kom ekki fyrr en í síðari hálfleik. Það gerði Cristiano Ronaldo á fyrstu mínútunni eftir að liðin sneru til baka eftir hálfleiksræðurnar. João Cancelo bætti öðru marki gestanna við rúmum 10 mínútum síðar og þar við sat.
8 qualifiers 10 goals
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) November 16, 2023
CR7 #EURO2024 pic.twitter.com/BlrLQY1Mor
Þá vann Lúxemborg 4-1 sigur á Bosníu og Hersegóvínu þar sem stórstjarnan Gerson Rodrigues skoraði tvívegis.
Staðan í J-riðli er þannig þegar öll lið hafa leikið 9 leiki að Portúgal er á toppnum með fullt hús stiga og er komið á EM. Slóvakía er í 2. sæti með 19 stig og er einnig komið á EM. Lúxemborg er í 3. sæti með 14 stig, Ísland með 10, Bosnía-Hersegóvína stigi minna og Liechtenstein á botninum án stiga.
Önnur úrslit
Svartfjallaland 2-0 Litáen