Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 11:54 Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. vísir/egill Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær og varðar sérstaklega eftirlit Matvælastofnunar með velferð búfjár. Þar kemur meðal annars fram að stofnunin hafi ekki náð að byggja upp nauðsynlegt traust og sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar segir rauða þráðinn í skýrslunni viðvarandi fjárskort. „Og það má alveg tengja stóran hluta þessara ábendinga sem koma fram í skýrslunni við fjármögnunarörðugleika. Og það markast kannski fyrst og fremst af því að gjaldskrá stofnunarinnar stendur ekki undir því eftirliti sem þarf að sinna til að tryggja öryggi okkar skjólstæðinga.“ Fram kemur í skýrslunni að dæmi sé um þétt eftirlit MAST með búrekstri þar sem fjöldi frávika er skráður árum og jafnvel áratugum saman án þess að aðstæður batni til frambúðar. Innt eftir því hvort þetta megi skrifa eingöngu á fjárskort, hvort ekki mætti forgangsraða betur innan stofnunarinnar, segir Hrönn að lög um velferð dýra hafi ekki verið sett á laggirnar fyrr en 2013. Taka ábendingarnar til sín „Þannig að áratugum saman er djúpt í árina tekið, þar sem við getum ekki borið ábyrgð á því sem gerist áður en stofnunin verður til í fyrsta lagi,“ segir Hrönn. Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að skoða hvort þörf sé á upplýsingafulltrúa, stöðu sem lögð var niður í hagræðingum 2021, bendir Hrönn á. Nú sé tækifæri til að endurskoða heimildir til upplýsingagjafar. „Það er þarna ýmislegt sem er erfitt fyrir okkur að miðla og það hefur verið mikil áskorun. Og ég held að það væri ljómandi gott tækifæri til að skoða hverjar heimildir okkar eru til miðlunar upplýsinga. En það klárlega myndi hjálpa okkur ef við hefðum aðila hérna innanhúss sem gæti þá haldið utan um miðlun til almennings og fræðslu.“ Þannig að þið lítið alls ekki á þetta sem áfellisdóm? „Ég lít á þetta þannig að við klárlega tökum þessar ábendingar til okkar og ég held líka að umræðan á Íslandi varðandi dýravelferð hafi stórbatnað á síðustu tíu árum sem er gríðarlega jákvætt. Það setur bara klárlega aukna pressu á okkur og við reynum að standa undir henni.“ Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. 17. nóvember 2023 06:56 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær og varðar sérstaklega eftirlit Matvælastofnunar með velferð búfjár. Þar kemur meðal annars fram að stofnunin hafi ekki náð að byggja upp nauðsynlegt traust og sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar segir rauða þráðinn í skýrslunni viðvarandi fjárskort. „Og það má alveg tengja stóran hluta þessara ábendinga sem koma fram í skýrslunni við fjármögnunarörðugleika. Og það markast kannski fyrst og fremst af því að gjaldskrá stofnunarinnar stendur ekki undir því eftirliti sem þarf að sinna til að tryggja öryggi okkar skjólstæðinga.“ Fram kemur í skýrslunni að dæmi sé um þétt eftirlit MAST með búrekstri þar sem fjöldi frávika er skráður árum og jafnvel áratugum saman án þess að aðstæður batni til frambúðar. Innt eftir því hvort þetta megi skrifa eingöngu á fjárskort, hvort ekki mætti forgangsraða betur innan stofnunarinnar, segir Hrönn að lög um velferð dýra hafi ekki verið sett á laggirnar fyrr en 2013. Taka ábendingarnar til sín „Þannig að áratugum saman er djúpt í árina tekið, þar sem við getum ekki borið ábyrgð á því sem gerist áður en stofnunin verður til í fyrsta lagi,“ segir Hrönn. Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að skoða hvort þörf sé á upplýsingafulltrúa, stöðu sem lögð var niður í hagræðingum 2021, bendir Hrönn á. Nú sé tækifæri til að endurskoða heimildir til upplýsingagjafar. „Það er þarna ýmislegt sem er erfitt fyrir okkur að miðla og það hefur verið mikil áskorun. Og ég held að það væri ljómandi gott tækifæri til að skoða hverjar heimildir okkar eru til miðlunar upplýsinga. En það klárlega myndi hjálpa okkur ef við hefðum aðila hérna innanhúss sem gæti þá haldið utan um miðlun til almennings og fræðslu.“ Þannig að þið lítið alls ekki á þetta sem áfellisdóm? „Ég lít á þetta þannig að við klárlega tökum þessar ábendingar til okkar og ég held líka að umræðan á Íslandi varðandi dýravelferð hafi stórbatnað á síðustu tíu árum sem er gríðarlega jákvætt. Það setur bara klárlega aukna pressu á okkur og við reynum að standa undir henni.“
Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. 17. nóvember 2023 06:56 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. 17. nóvember 2023 06:56