Vilja að herinn fjarlægi forsætisráðherra með valdi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. nóvember 2023 21:08 Pedro Sánchez var kjörinn forsætisráðherra á fimmtudag. AP Ný ríkisstjórn tók við Spáni í vikunni. Mikil heift er í spænska samfélaginu vegna stjórnarmyndunarinnar og rúmlega 50 fyrrverandi foringjar í spænska hernum hafa skorað á herinn að fjarlæga forsætisráðherrann með valdi. Það fór eins og flesta grunaði, Pedro Sánchez, leiðtoga sósíalista, tókst að safna meirihluta á bak við sig og mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún nýtur stuðnings 8 af 10 flokkum spænska þingsins, einungis Lýðflokkurinn, stærsti flokkur landsins og VOX, flokkur öfgahægrisinna, mynda stjórnarandstöðuna, en liðsmunurinn er þó ekki mikill. Til að ná meirihluta samdi Sánchez við flokk aðskilnaðarinna í Katalóniu um að veita öllum þeim sem hlutu dóma fyrir aðild sína að ólöglegri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 sakaruppgjöf. Það hefur orsakað meiri heift í spænsku samfélagi og spænskum stjórnmálum en dæmi eru um um áratuga skeið. Almenningur hefur mótmælt á götum Madrid og annarra borga í tvær vikur samfellt og fjölmargir af hinum ysta hægri væng hafa verið handteknir eftir átök við lögreglu. Munnsöfnuður þingmanna vegna stjórnarmyndunarinnar hefur ekki verið til fyrirmyndar og leiðtogi öfgahægrimanna, Santiago Abascal, gekk svo langt að líkja Pedro Sánchez við Adolf Hitler og var atyrtur fyrir vikið af þingforseta. Þegar þingmenn gengu úr húsi á fimmtudag eftir að hin nýja stjórn var tekin við réðust sjö karlmenn á fertugsaldri að fjórum þingmönnum sósíalista með skömmum og svívirðingum og enduðu með því að hella yfir þá kaffi og eggjum. Það sem vakti athygli var að þetta voru stjórnendur fyrirtækja í fasteignabransanum, bankaheiminum og tölvugeiranum. Menn sem einhvern tímann hefðu verið kallaðir broddborgarar. Á föstudag sendu 56 fyrrverandi foringjar í spænska hernum opið bréf til spænska hersins þar sem þeir skora á herinn að fjarlægja Pedro Sánchez úr embætti forsætisráðherra með valdi. Fréttaskýrendur segja að aldrei áður í sögu hins 40 ára lýðveldis á Spáni hafi eins opinskátt verið hvatt til valdaráns. Kosningar á Spáni Spánn Tengdar fréttir Sánchez náði að mynda ríkisstjórn Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil. 16. nóvember 2023 13:05 170 þúsund manns mótmæla í Madríd Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. 18. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Sjá meira
Það fór eins og flesta grunaði, Pedro Sánchez, leiðtoga sósíalista, tókst að safna meirihluta á bak við sig og mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hún nýtur stuðnings 8 af 10 flokkum spænska þingsins, einungis Lýðflokkurinn, stærsti flokkur landsins og VOX, flokkur öfgahægrisinna, mynda stjórnarandstöðuna, en liðsmunurinn er þó ekki mikill. Til að ná meirihluta samdi Sánchez við flokk aðskilnaðarinna í Katalóniu um að veita öllum þeim sem hlutu dóma fyrir aðild sína að ólöglegri atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 sakaruppgjöf. Það hefur orsakað meiri heift í spænsku samfélagi og spænskum stjórnmálum en dæmi eru um um áratuga skeið. Almenningur hefur mótmælt á götum Madrid og annarra borga í tvær vikur samfellt og fjölmargir af hinum ysta hægri væng hafa verið handteknir eftir átök við lögreglu. Munnsöfnuður þingmanna vegna stjórnarmyndunarinnar hefur ekki verið til fyrirmyndar og leiðtogi öfgahægrimanna, Santiago Abascal, gekk svo langt að líkja Pedro Sánchez við Adolf Hitler og var atyrtur fyrir vikið af þingforseta. Þegar þingmenn gengu úr húsi á fimmtudag eftir að hin nýja stjórn var tekin við réðust sjö karlmenn á fertugsaldri að fjórum þingmönnum sósíalista með skömmum og svívirðingum og enduðu með því að hella yfir þá kaffi og eggjum. Það sem vakti athygli var að þetta voru stjórnendur fyrirtækja í fasteignabransanum, bankaheiminum og tölvugeiranum. Menn sem einhvern tímann hefðu verið kallaðir broddborgarar. Á föstudag sendu 56 fyrrverandi foringjar í spænska hernum opið bréf til spænska hersins þar sem þeir skora á herinn að fjarlægja Pedro Sánchez úr embætti forsætisráðherra með valdi. Fréttaskýrendur segja að aldrei áður í sögu hins 40 ára lýðveldis á Spáni hafi eins opinskátt verið hvatt til valdaráns.
Kosningar á Spáni Spánn Tengdar fréttir Sánchez náði að mynda ríkisstjórn Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil. 16. nóvember 2023 13:05 170 þúsund manns mótmæla í Madríd Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. 18. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Sjá meira
Sánchez náði að mynda ríkisstjórn Pedro Sánchez, formaður spænska sósíalíska verkamannaflokksins, hefur náð að mynda ríkisstjórn með fjögurra þingmanna meirihluta. Hann verður því forsætisráðherra Spánar annað kjörtímabil. 16. nóvember 2023 13:05
170 þúsund manns mótmæla í Madríd Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. 18. nóvember 2023 15:54