Vélinni líklega flogið heim frá Indlandi á næstu vikum Lovísa Arnardóttir skrifar 21. nóvember 2023 14:30 Icelandair-vélin var á Lal Bahadur Shastri-flugvellinum Vísir/Vilhelm Afturhluti vélar Icelandair straukst við flugbraut í lendingu á Lal Bahadur Shastri flugvellinum á Indlandi fyrr í mánuðinum. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að fljúga vélinni aftur heim fljótlega. Flugvirkjar voru með í fluginu sem hófu strax vinnu við að meta tjónið. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að fljúga vél Icelandair sem lenti í tjóni á Indlandi nýverið fljótlega aftur heim. Það segir upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðni Sigurðsson, í svari til fréttastofu. „Það er rétt að við lendingu flugvélar Icelandair sem var í leiguverkefni á Indlandi á Lal Bahadur Shastri flugvelli straukst afturhluti vélarinnar við flugbraut. Farþegar urðu þess ekki varir og engin slys urðu á fólki,“ segir Guðni. Guðni segir að flugvirkjar hafi verið með í ferðinni og að strax við lendingu hafi þeir hafist handa við að meta það tjón sem varð á vélinni. Hann segir að önnur vél hafi verið send á eftir farþegunum og klárað leiguverkefnið. RNSA og Samgöngustofu tilkynnt um atvikið Hann segir atvikið þegar hafa verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hafi haft samband við rannsóknarnefnd á Indlandi. Þá hefur Samgöngustofa einnig verið upplýst um málið en það staðfestir starfsmaður Samgöngustofu í pósti til fréttastofu. Í svari þeirra kemur fram að þeim sé þó ekki heimilt að gefa efnislegar upplýsingar um tilkynnt atvik. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa var atvikið tilkynnt til þeirra samdægurs og það varð. „Flugrekandinn tilkynnti svokallað „tailstrike“ á B757-200 flugvél á Indlandi til RNSA föstudaginn 10. nóvember, sem er sami dagur og atvikið varð. Samkvæmt verklagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), þá tilkynnti RNSA atvikið til rannsóknarnefndar flugslysa í Indlandi sama dag,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Þar kemur enn fremur fram að málið sé nú til rannsóknar hjá indverskum yfirvöldum og RNSA aðstoði við þá rannsókn. „Talsverðar líkur eru á að rannsókn málsins færist í framhaldinu yfir til RNSA,“ segir að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svar barst frá Samgöngustofu um málið. Uppfært klukkan 15:45 þann 22.11.2023. Icelandair Indland Fréttir af flugi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að hægt verði að fljúga vél Icelandair sem lenti í tjóni á Indlandi nýverið fljótlega aftur heim. Það segir upplýsingafulltrúi Icelandair, Guðni Sigurðsson, í svari til fréttastofu. „Það er rétt að við lendingu flugvélar Icelandair sem var í leiguverkefni á Indlandi á Lal Bahadur Shastri flugvelli straukst afturhluti vélarinnar við flugbraut. Farþegar urðu þess ekki varir og engin slys urðu á fólki,“ segir Guðni. Guðni segir að flugvirkjar hafi verið með í ferðinni og að strax við lendingu hafi þeir hafist handa við að meta það tjón sem varð á vélinni. Hann segir að önnur vél hafi verið send á eftir farþegunum og klárað leiguverkefnið. RNSA og Samgöngustofu tilkynnt um atvikið Hann segir atvikið þegar hafa verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hafi haft samband við rannsóknarnefnd á Indlandi. Þá hefur Samgöngustofa einnig verið upplýst um málið en það staðfestir starfsmaður Samgöngustofu í pósti til fréttastofu. Í svari þeirra kemur fram að þeim sé þó ekki heimilt að gefa efnislegar upplýsingar um tilkynnt atvik. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa var atvikið tilkynnt til þeirra samdægurs og það varð. „Flugrekandinn tilkynnti svokallað „tailstrike“ á B757-200 flugvél á Indlandi til RNSA föstudaginn 10. nóvember, sem er sami dagur og atvikið varð. Samkvæmt verklagi Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO), þá tilkynnti RNSA atvikið til rannsóknarnefndar flugslysa í Indlandi sama dag,“ segir í svari til fréttastofu um málið. Þar kemur enn fremur fram að málið sé nú til rannsóknar hjá indverskum yfirvöldum og RNSA aðstoði við þá rannsókn. „Talsverðar líkur eru á að rannsókn málsins færist í framhaldinu yfir til RNSA,“ segir að lokum. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að svar barst frá Samgöngustofu um málið. Uppfært klukkan 15:45 þann 22.11.2023.
Icelandair Indland Fréttir af flugi Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira