Ráðgjafa- og skýrslukaup borgarinnar komin úr böndum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. nóvember 2023 15:01 Í gegnum árin hef ég sem oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ítrekað vakið máls á sóun og bruðli í Reykjavíkurborg þegar kemur að aðkeyptri þjónustu eins og kaup á ráðgjöf og skýrslum eða kaup á ýmsum verkefnum stórum sem smáum. Tugir milljóna fara einnig ár hvert í verk- og ráðgjafarkaup frá erlendum ráðgjafarfyrirtækjum. Í borgarstjórn í dag 21.11 er umræða „um kostnað Reykjavíkurborgar við ráðgjafakaupað beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins“. Aðkeypt þjónusta af þessu tagi er mismikil eftir sviðum. Það má glöggt sjá í hinu „opna bókhaldskerfi“ Reykjavíkurborgar sem er reyndar hvorki skýrt né gagnsætt. Þar er t.d. mjög erfitt að sjá einhverjar heildarupphæðir sem varið hefur verið í „ráðgjöf“ yfir skilgreint tímabil. Það er ekki hægt að draga ákveðinn lið út úr bókhaldslykli þegar á einn gjaldalykil er sett öll þjónusta sem tengist viðkomandi sérfræðingi óháð hvað hann er að gera, veita ráðgjöf eða annað. Eðli verkefna er ekki aðgreint. Svona á þetta ekki að vera Hvernig þetta er hjá borginni skýtur skökku við því markmið með reglugerð um reikningsskil sveitarfélaganna er að tryggja gagnsæi í reikningsskilum sveitarfélaganna, þ.m.t. með skýrri og glöggri lyklasetningu fylgiskjala. Bent hefur einnig verið á þá gríðarlegu fjármuni sem fara ekki einvörðungu í ráðgjöf heldur í alls kyns verkefnavinnu. Taka má dæmi um verkefni eins og talningu nagladekkja í Reykjavík eða að hámenntaði verkfræðingar eða aðrir sérfræðingar séu ráðnir til að halda utan um starfs- og stýrihópa og jafnvel skrifa fundargerðir. Fastakúnnar borgarinnar Meðal fastakúnna borgarinnar í þessum efnum er KPMG og Efla. Fulltrúi Flokks fólksins spurðist fyrir um aðkeypta vinnu Reykjavíkurborgar hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG í kjölfar skýrslu fyrirtækisins um Borgarskjalasafn. Í þeirri skýrslu lagði KPPG m.a. til að Borgarskjalasafn yrði lagt niður. Af yfirliti yfir viðskipti við KPMG að dæma sem afhent var fulltrúa Flokks fólksins fyrir skemmstu er nokkuð ljóst að aðkeypt þjónusta frá þessu fyrirtæki er komin úr böndunum. Á síðasta ári fékk fyrirtækið 41,5 milljón fyrir greiningarskýrslur/verkefni án þess að skýringar liggi fyrir um nauðsyn þeirra. Hvergi er hægt að finna í opnu bókhaldi haldbær rök um að fá þetta fyrirtæki til nákvæmlega þessara verkefna. Frá 2018 hefur KPMG fengið um 100 milljónir frá Reykjavíkurborg fyrir skýrslur. Hér er um eitt fyrirtæki að ræða af mun fleirum og má í því sambandi nefna Eflu. Við í Flokki fólksins leggjum áherslu á að skoða vandlega hvort ekki sé hægt að draga úr aðkeyptri vinnu eins og þessari og nýta þá frekar fjármagnið til að bæta þjónustu við börn og aðra viðkvæma hópa. Allir hljóta að sjá að velta þarf við hverri krónu ef borgin á að geta siglt út úr þeim ógöngum sem hún er nú í. Hægt er að fara ýmsar leiðir svo sem að skoða skipulagsbreytingar sem einfalda ferla og draga úr yfirbyggingu. Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins og hefur á að skipa fjölda sérfræðinga sem ráðnir eru einmitt vegna sinnar sérfræðimenntunar, sérþekkingar og reynslu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum árin hef ég sem oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ítrekað vakið máls á sóun og bruðli í Reykjavíkurborg þegar kemur að aðkeyptri þjónustu eins og kaup á ráðgjöf og skýrslum eða kaup á ýmsum verkefnum stórum sem smáum. Tugir milljóna fara einnig ár hvert í verk- og ráðgjafarkaup frá erlendum ráðgjafarfyrirtækjum. Í borgarstjórn í dag 21.11 er umræða „um kostnað Reykjavíkurborgar við ráðgjafakaupað beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins“. Aðkeypt þjónusta af þessu tagi er mismikil eftir sviðum. Það má glöggt sjá í hinu „opna bókhaldskerfi“ Reykjavíkurborgar sem er reyndar hvorki skýrt né gagnsætt. Þar er t.d. mjög erfitt að sjá einhverjar heildarupphæðir sem varið hefur verið í „ráðgjöf“ yfir skilgreint tímabil. Það er ekki hægt að draga ákveðinn lið út úr bókhaldslykli þegar á einn gjaldalykil er sett öll þjónusta sem tengist viðkomandi sérfræðingi óháð hvað hann er að gera, veita ráðgjöf eða annað. Eðli verkefna er ekki aðgreint. Svona á þetta ekki að vera Hvernig þetta er hjá borginni skýtur skökku við því markmið með reglugerð um reikningsskil sveitarfélaganna er að tryggja gagnsæi í reikningsskilum sveitarfélaganna, þ.m.t. með skýrri og glöggri lyklasetningu fylgiskjala. Bent hefur einnig verið á þá gríðarlegu fjármuni sem fara ekki einvörðungu í ráðgjöf heldur í alls kyns verkefnavinnu. Taka má dæmi um verkefni eins og talningu nagladekkja í Reykjavík eða að hámenntaði verkfræðingar eða aðrir sérfræðingar séu ráðnir til að halda utan um starfs- og stýrihópa og jafnvel skrifa fundargerðir. Fastakúnnar borgarinnar Meðal fastakúnna borgarinnar í þessum efnum er KPMG og Efla. Fulltrúi Flokks fólksins spurðist fyrir um aðkeypta vinnu Reykjavíkurborgar hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG í kjölfar skýrslu fyrirtækisins um Borgarskjalasafn. Í þeirri skýrslu lagði KPPG m.a. til að Borgarskjalasafn yrði lagt niður. Af yfirliti yfir viðskipti við KPMG að dæma sem afhent var fulltrúa Flokks fólksins fyrir skemmstu er nokkuð ljóst að aðkeypt þjónusta frá þessu fyrirtæki er komin úr böndunum. Á síðasta ári fékk fyrirtækið 41,5 milljón fyrir greiningarskýrslur/verkefni án þess að skýringar liggi fyrir um nauðsyn þeirra. Hvergi er hægt að finna í opnu bókhaldi haldbær rök um að fá þetta fyrirtæki til nákvæmlega þessara verkefna. Frá 2018 hefur KPMG fengið um 100 milljónir frá Reykjavíkurborg fyrir skýrslur. Hér er um eitt fyrirtæki að ræða af mun fleirum og má í því sambandi nefna Eflu. Við í Flokki fólksins leggjum áherslu á að skoða vandlega hvort ekki sé hægt að draga úr aðkeyptri vinnu eins og þessari og nýta þá frekar fjármagnið til að bæta þjónustu við börn og aðra viðkvæma hópa. Allir hljóta að sjá að velta þarf við hverri krónu ef borgin á að geta siglt út úr þeim ógöngum sem hún er nú í. Hægt er að fara ýmsar leiðir svo sem að skoða skipulagsbreytingar sem einfalda ferla og draga úr yfirbyggingu. Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins og hefur á að skipa fjölda sérfræðinga sem ráðnir eru einmitt vegna sinnar sérfræðimenntunar, sérþekkingar og reynslu. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar