„Þetta er langur vetur og ég ætla ekki að búa til neina dramatík“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. nóvember 2023 20:15 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur tapaði á heimavelli gegn KA 29-33. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með tap kvöldsins og var bæði ósáttur með sjálfan sig og liðið. „KA gerði meira og minna allt betur en við í dag. Við náðum eiginlega engri vörn og þar af leiðandi enga markvörslu en Arnar [Þór Fylkisson] kom sterkur inn í fyrri hálfleik. Við urðum staðir þegar þeir fóru að spila 5-1 vörn en samt skoruðum við átján mörk,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Vísi. Vörn og markvarsla Vals var lítil sem engin í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var sóknarleikurinn vandamálið. „Í seinni hálfleik kom vörnin en sóknarleikurinn fór alveg. Við vorum að klikka á dauðafærum og KA var betri og sigurinn var sanngjarn.“ „Það var allt of mikið að fá á sig 20 mörk. Þeir skora sjö eða átta mörk úr hraðaupphlaupum og þegar að við stóðum ágætis vörn þá enduðum við að fá á okkur mark. Þetta var þannig leikur að við náðum aldrei að snúa honum.“ Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og fengu tækifæri til þess að stimpla sig inn í leikinn en misnotuðu það tækifæri. „Það var augnablik að snúa þessu við í upphafi síðari hálfleiks þar sem vörnin small og Björgvin [Páll Gústavsson] fór að verja en þá fórum við að gera tæknifeila. Við náðum ekki að stjórna leiknum og síðan fóru þeir að spila einum fleiri þrátt fyrir að vera yfir. Þeir voru betri inn á vellinum, á bekknum og alls staðar.“ Gestirnir náðu góðu áhlaupi í síðari hálfleik þar sem þeir gerðu fjögur mörk í röð og komust fimm mörkum yfir 22-27. „Sóknarlega vorum við að skora lítið. Við vorum lélegir sóknarlega en ég tek ekkert af þeim þar sem þeir voru bara betri.“ Óskar Bjarni tók sitt síðasta leikhlé þegar að þrettán mínútur voru eftir og þá kom neisti í Val en KA hélt sjó og vann með fjórum mörkum. „Við vorum með þá aðeins of langt frá okkur. Hefðum við haldið þeim í tveimur eða þremur mörkum þá hefðum við getað snúið þessu okkur í hag. Það var klaufaskapur að missa þá svona langt frá okkur þar sem það kom kafli þar sem við misstum allt og þá var þetta erfitt. Vörnin var fín en við hefðum átt að breyta fyrr.“ „Við vorum jafn lélegir á bekknum eins og leikmennirnir inn á vellinum. Frumkvæðið og stjórnunin var betri hjá þeim.“ Næsti leikur Vals er gegn HC Motor í Slóvakíu og Óskar sagði að liðið þyrfti að spila töluvert betur næsta laugardag heldur en í kvöld. „Ef við spilum svona þá förum við ekkert áfram og skíttöpum. Þetta er fínt lið og þeir eru stórir og sterkir. Við getum ekki boðið upp á svona frammistöðu fyrir okkur sjálfa. Þetta var dauft á móti Gróttu og dauft hérna og það er eitthvað sem er að hrjá okkur í orkustiginu og í leikgleðinni.“ En hvers vegna hefur verið dauft yfir Val? „Sitt lítið af hverju og það getur verið ýmislegt. Þetta er langur vetur og ég ætla ekki að búa til neina dramatík,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
„KA gerði meira og minna allt betur en við í dag. Við náðum eiginlega engri vörn og þar af leiðandi enga markvörslu en Arnar [Þór Fylkisson] kom sterkur inn í fyrri hálfleik. Við urðum staðir þegar þeir fóru að spila 5-1 vörn en samt skoruðum við átján mörk,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Vísi. Vörn og markvarsla Vals var lítil sem engin í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var sóknarleikurinn vandamálið. „Í seinni hálfleik kom vörnin en sóknarleikurinn fór alveg. Við vorum að klikka á dauðafærum og KA var betri og sigurinn var sanngjarn.“ „Það var allt of mikið að fá á sig 20 mörk. Þeir skora sjö eða átta mörk úr hraðaupphlaupum og þegar að við stóðum ágætis vörn þá enduðum við að fá á okkur mark. Þetta var þannig leikur að við náðum aldrei að snúa honum.“ Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og fengu tækifæri til þess að stimpla sig inn í leikinn en misnotuðu það tækifæri. „Það var augnablik að snúa þessu við í upphafi síðari hálfleiks þar sem vörnin small og Björgvin [Páll Gústavsson] fór að verja en þá fórum við að gera tæknifeila. Við náðum ekki að stjórna leiknum og síðan fóru þeir að spila einum fleiri þrátt fyrir að vera yfir. Þeir voru betri inn á vellinum, á bekknum og alls staðar.“ Gestirnir náðu góðu áhlaupi í síðari hálfleik þar sem þeir gerðu fjögur mörk í röð og komust fimm mörkum yfir 22-27. „Sóknarlega vorum við að skora lítið. Við vorum lélegir sóknarlega en ég tek ekkert af þeim þar sem þeir voru bara betri.“ Óskar Bjarni tók sitt síðasta leikhlé þegar að þrettán mínútur voru eftir og þá kom neisti í Val en KA hélt sjó og vann með fjórum mörkum. „Við vorum með þá aðeins of langt frá okkur. Hefðum við haldið þeim í tveimur eða þremur mörkum þá hefðum við getað snúið þessu okkur í hag. Það var klaufaskapur að missa þá svona langt frá okkur þar sem það kom kafli þar sem við misstum allt og þá var þetta erfitt. Vörnin var fín en við hefðum átt að breyta fyrr.“ „Við vorum jafn lélegir á bekknum eins og leikmennirnir inn á vellinum. Frumkvæðið og stjórnunin var betri hjá þeim.“ Næsti leikur Vals er gegn HC Motor í Slóvakíu og Óskar sagði að liðið þyrfti að spila töluvert betur næsta laugardag heldur en í kvöld. „Ef við spilum svona þá förum við ekkert áfram og skíttöpum. Þetta er fínt lið og þeir eru stórir og sterkir. Við getum ekki boðið upp á svona frammistöðu fyrir okkur sjálfa. Þetta var dauft á móti Gróttu og dauft hérna og það er eitthvað sem er að hrjá okkur í orkustiginu og í leikgleðinni.“ En hvers vegna hefur verið dauft yfir Val? „Sitt lítið af hverju og það getur verið ýmislegt. Þetta er langur vetur og ég ætla ekki að búa til neina dramatík,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti