„Þetta er langur vetur og ég ætla ekki að búa til neina dramatík“ Andri Már Eggertsson skrifar 21. nóvember 2023 20:15 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur tapaði á heimavelli gegn KA 29-33. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var afar svekktur með tap kvöldsins og var bæði ósáttur með sjálfan sig og liðið. „KA gerði meira og minna allt betur en við í dag. Við náðum eiginlega engri vörn og þar af leiðandi enga markvörslu en Arnar [Þór Fylkisson] kom sterkur inn í fyrri hálfleik. Við urðum staðir þegar þeir fóru að spila 5-1 vörn en samt skoruðum við átján mörk,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Vísi. Vörn og markvarsla Vals var lítil sem engin í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var sóknarleikurinn vandamálið. „Í seinni hálfleik kom vörnin en sóknarleikurinn fór alveg. Við vorum að klikka á dauðafærum og KA var betri og sigurinn var sanngjarn.“ „Það var allt of mikið að fá á sig 20 mörk. Þeir skora sjö eða átta mörk úr hraðaupphlaupum og þegar að við stóðum ágætis vörn þá enduðum við að fá á okkur mark. Þetta var þannig leikur að við náðum aldrei að snúa honum.“ Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og fengu tækifæri til þess að stimpla sig inn í leikinn en misnotuðu það tækifæri. „Það var augnablik að snúa þessu við í upphafi síðari hálfleiks þar sem vörnin small og Björgvin [Páll Gústavsson] fór að verja en þá fórum við að gera tæknifeila. Við náðum ekki að stjórna leiknum og síðan fóru þeir að spila einum fleiri þrátt fyrir að vera yfir. Þeir voru betri inn á vellinum, á bekknum og alls staðar.“ Gestirnir náðu góðu áhlaupi í síðari hálfleik þar sem þeir gerðu fjögur mörk í röð og komust fimm mörkum yfir 22-27. „Sóknarlega vorum við að skora lítið. Við vorum lélegir sóknarlega en ég tek ekkert af þeim þar sem þeir voru bara betri.“ Óskar Bjarni tók sitt síðasta leikhlé þegar að þrettán mínútur voru eftir og þá kom neisti í Val en KA hélt sjó og vann með fjórum mörkum. „Við vorum með þá aðeins of langt frá okkur. Hefðum við haldið þeim í tveimur eða þremur mörkum þá hefðum við getað snúið þessu okkur í hag. Það var klaufaskapur að missa þá svona langt frá okkur þar sem það kom kafli þar sem við misstum allt og þá var þetta erfitt. Vörnin var fín en við hefðum átt að breyta fyrr.“ „Við vorum jafn lélegir á bekknum eins og leikmennirnir inn á vellinum. Frumkvæðið og stjórnunin var betri hjá þeim.“ Næsti leikur Vals er gegn HC Motor í Slóvakíu og Óskar sagði að liðið þyrfti að spila töluvert betur næsta laugardag heldur en í kvöld. „Ef við spilum svona þá förum við ekkert áfram og skíttöpum. Þetta er fínt lið og þeir eru stórir og sterkir. Við getum ekki boðið upp á svona frammistöðu fyrir okkur sjálfa. Þetta var dauft á móti Gróttu og dauft hérna og það er eitthvað sem er að hrjá okkur í orkustiginu og í leikgleðinni.“ En hvers vegna hefur verið dauft yfir Val? „Sitt lítið af hverju og það getur verið ýmislegt. Þetta er langur vetur og ég ætla ekki að búa til neina dramatík,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur Olís-deild karla Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
„KA gerði meira og minna allt betur en við í dag. Við náðum eiginlega engri vörn og þar af leiðandi enga markvörslu en Arnar [Þór Fylkisson] kom sterkur inn í fyrri hálfleik. Við urðum staðir þegar þeir fóru að spila 5-1 vörn en samt skoruðum við átján mörk,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Vísi. Vörn og markvarsla Vals var lítil sem engin í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var sóknarleikurinn vandamálið. „Í seinni hálfleik kom vörnin en sóknarleikurinn fór alveg. Við vorum að klikka á dauðafærum og KA var betri og sigurinn var sanngjarn.“ „Það var allt of mikið að fá á sig 20 mörk. Þeir skora sjö eða átta mörk úr hraðaupphlaupum og þegar að við stóðum ágætis vörn þá enduðum við að fá á okkur mark. Þetta var þannig leikur að við náðum aldrei að snúa honum.“ Heimamenn byrjuðu síðari hálfleik af krafti og fengu tækifæri til þess að stimpla sig inn í leikinn en misnotuðu það tækifæri. „Það var augnablik að snúa þessu við í upphafi síðari hálfleiks þar sem vörnin small og Björgvin [Páll Gústavsson] fór að verja en þá fórum við að gera tæknifeila. Við náðum ekki að stjórna leiknum og síðan fóru þeir að spila einum fleiri þrátt fyrir að vera yfir. Þeir voru betri inn á vellinum, á bekknum og alls staðar.“ Gestirnir náðu góðu áhlaupi í síðari hálfleik þar sem þeir gerðu fjögur mörk í röð og komust fimm mörkum yfir 22-27. „Sóknarlega vorum við að skora lítið. Við vorum lélegir sóknarlega en ég tek ekkert af þeim þar sem þeir voru bara betri.“ Óskar Bjarni tók sitt síðasta leikhlé þegar að þrettán mínútur voru eftir og þá kom neisti í Val en KA hélt sjó og vann með fjórum mörkum. „Við vorum með þá aðeins of langt frá okkur. Hefðum við haldið þeim í tveimur eða þremur mörkum þá hefðum við getað snúið þessu okkur í hag. Það var klaufaskapur að missa þá svona langt frá okkur þar sem það kom kafli þar sem við misstum allt og þá var þetta erfitt. Vörnin var fín en við hefðum átt að breyta fyrr.“ „Við vorum jafn lélegir á bekknum eins og leikmennirnir inn á vellinum. Frumkvæðið og stjórnunin var betri hjá þeim.“ Næsti leikur Vals er gegn HC Motor í Slóvakíu og Óskar sagði að liðið þyrfti að spila töluvert betur næsta laugardag heldur en í kvöld. „Ef við spilum svona þá förum við ekkert áfram og skíttöpum. Þetta er fínt lið og þeir eru stórir og sterkir. Við getum ekki boðið upp á svona frammistöðu fyrir okkur sjálfa. Þetta var dauft á móti Gróttu og dauft hérna og það er eitthvað sem er að hrjá okkur í orkustiginu og í leikgleðinni.“ En hvers vegna hefur verið dauft yfir Val? „Sitt lítið af hverju og það getur verið ýmislegt. Þetta er langur vetur og ég ætla ekki að búa til neina dramatík,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur Olís-deild karla Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira