Á ríkið að reka flutningsfyrirtæki? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 08:01 Svarið við því er skýrt NEI í mínum huga, en þá má velta fyrir sér hvað Íslandspóstur er og af hverju hann er enn þá í eigu ríkisins. Ríkinu ber að tryggja ákveðna lágmarksþjónustu þegar kemur að póstsendingum. En í breyttum heimi hefur póstþjónusta breyst mikið og snýr nú meira og meira að pakka sendingum og minna og minna að bréfpósti. Einhver samkeppni er í bréfadreifingu í flestum þéttbýlum landsins en fjöldi fyrirtækja sinnir pakka sendingum og er hægt að senda pakka um allt land með einkaaðilum. Eftir að netverslun jókst til muna hefur fyrirtækjum sem bjóða upp á þessa þjónustu fjölgað. Þau fyrirtæki kvarta mikið undan Íslandspósti og telja að verið sé að veita ríkisframlagi í samkeppnisrekstur. Ég tel að ríkið gæti tryggt lágmarksþjónustu með því að bjóða þjónustuna út þar sem ekki er samkeppni til staðar. Snýr það þá fyrst og fremst að bréfadreifingu í dreifbýli og á minnstu þéttbýlisstöðunum. Ekkert er því til fyrirstöðu að ríkið selji fyrirtækið Íslandspóst og/eða eigur þess. Nýverið lagði ég fram þingsályktun þar sem ráðherra er falið að láta gera markaðskönnun þar sem metið verði hvort nauðsynlegt sé að tryggja alþjónustu með samningi, útnefningu eða útboði um póstþjónustu, og hefja í kjölfarið undirbúning útboðs á þeim þjónustuþáttum eða landsvæðum þar sem lágmarksþjónusta er ekki veitt á markaðsforsendum. Með því fæst yfirsýn yfir hvaða þáttum alþjónustu (lágmarkspóstþjónustu) er verið að sinna á viðskiptalegum forsendum. Jafnframt þarf að greina hvort önnur fyrirtæki en Íslandspóstur ohf. myndu veita lágmarkspóstþjónustu á þeim fáu stöðum þar sem samkeppni er mögulega ekki til staðar ef þau þyrftu ekki að keppa við niðurgreiddan ríkisrekstur. Markmiðið er að greina hvort hægt sé að leysa lágmarksþjónustuskyldur Íslands með öðrum hætti en útnefningu Íslandspósts sem alþjónustuveitanda til ársins 2030, t.d. með útboði ef þörf er á. Seljum Íslandspóst Það er alveg ljóst að hægt er að ná fram stærðarhagkvæmni við veitingu lágmarkspóstþjónustu með útvistun verkefna Íslandspósts ohf. til sambærilegra aðila sem sérhæfa sig í mismunandi þáttum póstþjónustu víða um landið. Það er ekki löglegt að niðurgreiða póstþjónustu sem veitt er á venjulegum viðskiptagrundvelli. Nú þegar hefur 1,7 milljarður verið greiddur Íslandspósti ohf. fyrir að veita þjónustu sem er að mestu leyti í samkeppni við einkaaðila og lengi vel var veitt umfram lágmarkskröfur laganna. Erfitt er að sjá að það geti verið kvöð á fyrirtækinu ef það kýs að veita meiri þjónustu en ætlast er til. Venjulegt fyrirtæki myndi ekki veita þjónustu umfram lágmarkskröfur nema eitthvað væri upp úr því að hafa, beint eða óbeint. Greiðslur til Íslandspósts úr ríkissjóði hafa valdið mikilli röskun á samkeppni og eftirspurn og orðið til þess að fyrirtæki sækja ekki frekar inn á markaðinn vegna niðurgreiddrar þjónustu ríkisins. Það er löngu kominn tími til að breyta þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokkins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Bryndís Haraldsdóttir Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Svarið við því er skýrt NEI í mínum huga, en þá má velta fyrir sér hvað Íslandspóstur er og af hverju hann er enn þá í eigu ríkisins. Ríkinu ber að tryggja ákveðna lágmarksþjónustu þegar kemur að póstsendingum. En í breyttum heimi hefur póstþjónusta breyst mikið og snýr nú meira og meira að pakka sendingum og minna og minna að bréfpósti. Einhver samkeppni er í bréfadreifingu í flestum þéttbýlum landsins en fjöldi fyrirtækja sinnir pakka sendingum og er hægt að senda pakka um allt land með einkaaðilum. Eftir að netverslun jókst til muna hefur fyrirtækjum sem bjóða upp á þessa þjónustu fjölgað. Þau fyrirtæki kvarta mikið undan Íslandspósti og telja að verið sé að veita ríkisframlagi í samkeppnisrekstur. Ég tel að ríkið gæti tryggt lágmarksþjónustu með því að bjóða þjónustuna út þar sem ekki er samkeppni til staðar. Snýr það þá fyrst og fremst að bréfadreifingu í dreifbýli og á minnstu þéttbýlisstöðunum. Ekkert er því til fyrirstöðu að ríkið selji fyrirtækið Íslandspóst og/eða eigur þess. Nýverið lagði ég fram þingsályktun þar sem ráðherra er falið að láta gera markaðskönnun þar sem metið verði hvort nauðsynlegt sé að tryggja alþjónustu með samningi, útnefningu eða útboði um póstþjónustu, og hefja í kjölfarið undirbúning útboðs á þeim þjónustuþáttum eða landsvæðum þar sem lágmarksþjónusta er ekki veitt á markaðsforsendum. Með því fæst yfirsýn yfir hvaða þáttum alþjónustu (lágmarkspóstþjónustu) er verið að sinna á viðskiptalegum forsendum. Jafnframt þarf að greina hvort önnur fyrirtæki en Íslandspóstur ohf. myndu veita lágmarkspóstþjónustu á þeim fáu stöðum þar sem samkeppni er mögulega ekki til staðar ef þau þyrftu ekki að keppa við niðurgreiddan ríkisrekstur. Markmiðið er að greina hvort hægt sé að leysa lágmarksþjónustuskyldur Íslands með öðrum hætti en útnefningu Íslandspósts sem alþjónustuveitanda til ársins 2030, t.d. með útboði ef þörf er á. Seljum Íslandspóst Það er alveg ljóst að hægt er að ná fram stærðarhagkvæmni við veitingu lágmarkspóstþjónustu með útvistun verkefna Íslandspósts ohf. til sambærilegra aðila sem sérhæfa sig í mismunandi þáttum póstþjónustu víða um landið. Það er ekki löglegt að niðurgreiða póstþjónustu sem veitt er á venjulegum viðskiptagrundvelli. Nú þegar hefur 1,7 milljarður verið greiddur Íslandspósti ohf. fyrir að veita þjónustu sem er að mestu leyti í samkeppni við einkaaðila og lengi vel var veitt umfram lágmarkskröfur laganna. Erfitt er að sjá að það geti verið kvöð á fyrirtækinu ef það kýs að veita meiri þjónustu en ætlast er til. Venjulegt fyrirtæki myndi ekki veita þjónustu umfram lágmarkskröfur nema eitthvað væri upp úr því að hafa, beint eða óbeint. Greiðslur til Íslandspósts úr ríkissjóði hafa valdið mikilli röskun á samkeppni og eftirspurn og orðið til þess að fyrirtæki sækja ekki frekar inn á markaðinn vegna niðurgreiddrar þjónustu ríkisins. Það er löngu kominn tími til að breyta þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokkins.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun