Þeim fjölgar sem finnast löngu eftir andlát Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2023 07:09 Fleiri virðast glíma við félagslega einangrun og einmanaleika. Getty Þeim fjölgar ört sem látast á Englandi og í Wales en finnast ekki fyrr en löngu seinna, þannig að líkin eru farin að brotna niður. Vísindamenn segja þáttum á borð við aukna félagslega einangrun um að kenna. Í mörgum, ef ekki flestum, tilvikum er um að ræða fólk sem deyr heima og finnst ekki fyrr en löngu seinna. Samkvæmt nýrri rannsókn eru karlar tvöfalt líklegri en konur til að finnast svo löngu eftir andlát að lík þeirra eru byrjuð að brotna niður. Vísindamennirnir segja aukninguna benda til þess að bæði formleg og óformleg samfélagsleg stuðningsnet séu ekki jafn öflug og þau voru. Þá liggi beint við að rekja þá staðreynd að fólk sé að finnast dögum, vikum, mánuðum og jafnvel árum eftir andlát til einhvers konar vanrækslu en frekari rannsókna sé þörf. Í niðurstöðunum er meðal annars komið inn á andlát tveggja kvenna; Lauru Winham, sem var 38 ára og glímdi við alvarleg andleg veikindi og fannst ekki fyrr en þremur árum eftir að hún lést, og Sheilu Seleoane, 61 árs, sem fannst á heimili sínu í Lundúnum tveimur árum eftir andlát. „Þessi rannsókn er mjög dapurleg lesning,“ segir Kamila Hawthorne, formaður læknasamtakanna Royal College of GPs. „Einmanaleiki er alltof algengur og þrátt fyrir að hann sé eitthvað sem allir aldurshópar upplifa þá getur hann verið sérstaklega erfiður eldra fólki. Áhrif hans á heilsu og lífsgæði fólks eru umtalsverð,“ segir hún. Þeir sem þjáist af einmanaleika séu mun líklegri en aðrir til að deyja fyrr. Hawthorne segir að á sama tíma og fólk lifi nú lengur þýði það að fleiri búi nú mögulega lengur við einangrun frá öðrum. Auðvelt sé að greina líkamleg og efnahagsleg vandamál fólks en ekki jafn auðvelt að koma auga á samfélagslega og andlega erfiðleika. Þess má geta að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í síðustu viku að einmanaleiki væri ógn við lýðheilsu. Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Í mörgum, ef ekki flestum, tilvikum er um að ræða fólk sem deyr heima og finnst ekki fyrr en löngu seinna. Samkvæmt nýrri rannsókn eru karlar tvöfalt líklegri en konur til að finnast svo löngu eftir andlát að lík þeirra eru byrjuð að brotna niður. Vísindamennirnir segja aukninguna benda til þess að bæði formleg og óformleg samfélagsleg stuðningsnet séu ekki jafn öflug og þau voru. Þá liggi beint við að rekja þá staðreynd að fólk sé að finnast dögum, vikum, mánuðum og jafnvel árum eftir andlát til einhvers konar vanrækslu en frekari rannsókna sé þörf. Í niðurstöðunum er meðal annars komið inn á andlát tveggja kvenna; Lauru Winham, sem var 38 ára og glímdi við alvarleg andleg veikindi og fannst ekki fyrr en þremur árum eftir að hún lést, og Sheilu Seleoane, 61 árs, sem fannst á heimili sínu í Lundúnum tveimur árum eftir andlát. „Þessi rannsókn er mjög dapurleg lesning,“ segir Kamila Hawthorne, formaður læknasamtakanna Royal College of GPs. „Einmanaleiki er alltof algengur og þrátt fyrir að hann sé eitthvað sem allir aldurshópar upplifa þá getur hann verið sérstaklega erfiður eldra fólki. Áhrif hans á heilsu og lífsgæði fólks eru umtalsverð,“ segir hún. Þeir sem þjáist af einmanaleika séu mun líklegri en aðrir til að deyja fyrr. Hawthorne segir að á sama tíma og fólk lifi nú lengur þýði það að fleiri búi nú mögulega lengur við einangrun frá öðrum. Auðvelt sé að greina líkamleg og efnahagsleg vandamál fólks en ekki jafn auðvelt að koma auga á samfélagslega og andlega erfiðleika. Þess má geta að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í síðustu viku að einmanaleiki væri ógn við lýðheilsu.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira