The Guardian greinir frá því að leikmenn United hafi hreinlega verið þreyttir eftir undirbúningstímabilið og fundist álagið hjá Erik ten Hag, knattspyrnustjóra liðsins, vera of mikið.
United spilaði átta leiki á 25 dögum í fimm löndum á undirbúningstímabilinu auk þess sem æfingar voru erfiðari en síðasta sumar.
Mikil meiðsli hafa herjað á United í upphafi tímabilsins og nokkrir leikmenn rekja þau til mikils álags á undirbúningstímabilinu.
Samkvæmt frétt the Guardian voru leikmenn United jafn þreyttir eftir undirbúningstímabilið og eftir síðasta tímabil. Þeir hafa þó ekki kvartað beint við Ten Hag.
United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum. Næsti leikur United er gegn Everton á laugardaginn.